Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. janúar 2017 12:00 Bíllinn var dreginn af bílastæði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag. vísir Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta sé tilfellið. Rannsókn lögreglu leiddi til þess að bíllinn var haldlagður en fréttastofa hefur heimildir fyrir því að skipverji á grænlenska togaranum Polar Nanoq hafi verið með bílinn á leigu frá því í hádeginu á föstudag til seinni parts laugardags. Bíllinn, sem er bílaleigubíll, hefur verið í umsjá Bílaleigu Akureyrar frá því í maí 2016 þegar hann var fluttur til landsins fyrir sumarvertíðina.Ekki staðfest að sami bíllinn hafi verið á Laugavegi og í Kópavogi Birna sást síðast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags en á sama tíma og á sama stað var rauðri Kia Rio-bifreið ekið framhjá. Lögreglan hefur síðan á mánudag leitað að ökumanni þess bíls en hann hefur ekki gefið sig fram. Lögreglan hefur ekki getað staðfest að bíllinn sem haldlagður var á þriðjudag sé sami bíll og sést í eftirlitsmyndavélunum við Laugaveg aðfaranótt laugardags. Er það vegna þess að bílnúmerið sést ekki í myndavélunum í miðbænum en bíllinn sem fannst í Kópavogi er af sömu gerð og bíllinn sem sést við Laugaveg, fimm dyra rauður Kia Rio, árgerð 2015. Alls eru 126 bílar af þessari gerð á landinu en bíllinn sem dreginn var við Hlíðasmára er sá eini sem lögreglan hefur haldlagt og rannsakað í tengslum við hvarf Birnu.Farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum Lögreglan hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum á Polar Nanoq en þeir voru handteknir um borð í skipinu í hádeginu í gær. Þriðji skipverjinn var svo handtekinn í gærkvöldi og voru þeir allir yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í nótt en togarinn lagðist að bryggju um klukkan 23 í gær. Þrír menn hafa því réttarstöðu sakbornings í tengslum við hvarf Birnu sem nú er rannsakað sem sakamál. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald síðar í dag yfir þriðja skipverjanum en lögregla má halda honum án úrskurðar þar til í kvöld. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39 Krefjast gæsluvarðhalds yfir Grænlendingunum þremur Þrír menn voru leiddir út úr togaranum Polar Nanoq í járnum. Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim í dag. Mennirnir eru grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. 19. janúar 2017 06:00 Yfirheyrslur fóru fram á dönsku og ensku Skipverjarnir þrír voru yfirheyrðir í nótt en yfirheyrslum lauk um klukkan átta í morgun. 19. janúar 2017 09:43 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta sé tilfellið. Rannsókn lögreglu leiddi til þess að bíllinn var haldlagður en fréttastofa hefur heimildir fyrir því að skipverji á grænlenska togaranum Polar Nanoq hafi verið með bílinn á leigu frá því í hádeginu á föstudag til seinni parts laugardags. Bíllinn, sem er bílaleigubíll, hefur verið í umsjá Bílaleigu Akureyrar frá því í maí 2016 þegar hann var fluttur til landsins fyrir sumarvertíðina.Ekki staðfest að sami bíllinn hafi verið á Laugavegi og í Kópavogi Birna sást síðast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags en á sama tíma og á sama stað var rauðri Kia Rio-bifreið ekið framhjá. Lögreglan hefur síðan á mánudag leitað að ökumanni þess bíls en hann hefur ekki gefið sig fram. Lögreglan hefur ekki getað staðfest að bíllinn sem haldlagður var á þriðjudag sé sami bíll og sést í eftirlitsmyndavélunum við Laugaveg aðfaranótt laugardags. Er það vegna þess að bílnúmerið sést ekki í myndavélunum í miðbænum en bíllinn sem fannst í Kópavogi er af sömu gerð og bíllinn sem sést við Laugaveg, fimm dyra rauður Kia Rio, árgerð 2015. Alls eru 126 bílar af þessari gerð á landinu en bíllinn sem dreginn var við Hlíðasmára er sá eini sem lögreglan hefur haldlagt og rannsakað í tengslum við hvarf Birnu.Farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum Lögreglan hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum á Polar Nanoq en þeir voru handteknir um borð í skipinu í hádeginu í gær. Þriðji skipverjinn var svo handtekinn í gærkvöldi og voru þeir allir yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í nótt en togarinn lagðist að bryggju um klukkan 23 í gær. Þrír menn hafa því réttarstöðu sakbornings í tengslum við hvarf Birnu sem nú er rannsakað sem sakamál. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald síðar í dag yfir þriðja skipverjanum en lögregla má halda honum án úrskurðar þar til í kvöld.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39 Krefjast gæsluvarðhalds yfir Grænlendingunum þremur Þrír menn voru leiddir út úr togaranum Polar Nanoq í járnum. Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim í dag. Mennirnir eru grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. 19. janúar 2017 06:00 Yfirheyrslur fóru fram á dönsku og ensku Skipverjarnir þrír voru yfirheyrðir í nótt en yfirheyrslum lauk um klukkan átta í morgun. 19. janúar 2017 09:43 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39
Krefjast gæsluvarðhalds yfir Grænlendingunum þremur Þrír menn voru leiddir út úr togaranum Polar Nanoq í járnum. Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim í dag. Mennirnir eru grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. 19. janúar 2017 06:00
Yfirheyrslur fóru fram á dönsku og ensku Skipverjarnir þrír voru yfirheyrðir í nótt en yfirheyrslum lauk um klukkan átta í morgun. 19. janúar 2017 09:43