Krefjast gæsluvarðhalds yfir Grænlendingunum þremur Snærós Sindradóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 19. janúar 2017 06:00 Þrír skipverjar voru leiddir frá borði Polar Nanoq um miðnætti. Þeir voru færðir til yfirheyrslu á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Vísir/Jóhann Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir þremur sjómönnum sem grunaðir eru um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur síðar í dag. Samkvæmt lögum ber lögreglu að krefjast gæsluvarðhalds yfir tveimur mannanna fyrir hádegi í dag og einum þeirra síðar í kvöld, ellegar verður að sleppa þeim. Grænlenski togarinn Polar Nanoq kom til hafnar í Hafnarfirði laust upp úr ellefu í gærkvöldi. Þrír skipverjar voru leiddir út úr bátnum í járnum og færðir í lögreglubíla. Allir eru þeir grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. Ekkert hefur spurst til hennar síðan um aðfaranótt laugardags. Fjöldi bíla var við hafnarbakkann þegar Polar Nanoq kom á svæðið, þar af voru að minnsta kosti sextán lögreglubílar. Einnig var búið að reisa girðingar og vegartálma til að halda almenningi og fjölmiðlum í fjarlægð frá skipinu.Tóku stjórn á skipinu Mennirnir þrír verða leiddir fyrir héraðsdóm í dag þar sem lögregla mun fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Tveir þeirra voru handteknir um borð í Polar Nanoq um hádegisbil í gær þegar sex sérsveitarmenn fóru um borð í togarann. Sá þriðji var handtekinn nokkru seinna, þó einnig þegar hann var um borð í skipinu. Þegar um borð í skipið var komuð tóku sérsveitarmenn yfir stjórn skipsins. Þá var það um það bil níutíu sjómílur suðvestur af landinu. Aðrir í áhöfninni eru frjálsir ferða sinna en lögregla mun taka skýrslu af þeim. Þrátt fyrir girðinguna voru allnokkrir mættir á hafnarsvæðið í gær til þess að fylgjast með gangi máli. „Við ætluðum að koma hingað og fylgjast með því þegar skipið kemur. Það er náttúrulega ekki hægt að komast mjög nálægt en við sjáum þó eitthvað í það,“ sagði Dagur Hjálmarsson á hafnarsvæðinu í gær. Með honum í för var Jakob Kristján Þrastarson. Þeir sögðust hafa miklar áhyggjur af málinu. Jafnframt sögðust þeir hafa lesið hvern bókstaf sem fjölmiðlar hafa skrifað um málið. Báðir voru þeir staddir á veitingastaðnum Nora Magasin, líkt og Birna, á föstudagskvöld og urðu hennar varir þar. Þeir eiga sameiginlega vini með Birnu. Hrædd og áhyggjufull „Besta vinkona Birnu er fín vinkona mín. Ég hef tekið þetta svolítið nærri mér og mér líður illa yfir þessu,“ sagði Jakob. Dagný Guðmundsdóttir og Bergur Hrafn Jónsson voru einnig stödd á hafnarsvæðinu í gær. Líkt og Dagur og Jakob þekkja þau Birnu ekki en eiga sameiginlega vini. Dagný sagði þau vera á svæðinu af umhyggju. „Við erum rosalega hrædd um Birnu og líkt og þjóðinni allri liggur okkur á að vita hvar hún er,“ sagði Dagný enn fremur. „Þetta er svo óvenjulegt. Þetta gerist ekki oft hér. Það er töluvert langt síðan það var svona stórt mannhvarfsmál á Íslandi. Ég var ekki einu sinni fæddur þá,“ sagði Bergur. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjarnir leiddir í land og á leið í yfirheyrslu 19. janúar 2017 00:01 Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39 Fjölmargir fylgdu lögreglu eftir niður á Hverfisgötu Einn fór inn fyrir afgirt svæði og smellti af mynd. 19. janúar 2017 00:57 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir þremur sjómönnum sem grunaðir eru um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur síðar í dag. Samkvæmt lögum ber lögreglu að krefjast gæsluvarðhalds yfir tveimur mannanna fyrir hádegi í dag og einum þeirra síðar í kvöld, ellegar verður að sleppa þeim. Grænlenski togarinn Polar Nanoq kom til hafnar í Hafnarfirði laust upp úr ellefu í gærkvöldi. Þrír skipverjar voru leiddir út úr bátnum í járnum og færðir í lögreglubíla. Allir eru þeir grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. Ekkert hefur spurst til hennar síðan um aðfaranótt laugardags. Fjöldi bíla var við hafnarbakkann þegar Polar Nanoq kom á svæðið, þar af voru að minnsta kosti sextán lögreglubílar. Einnig var búið að reisa girðingar og vegartálma til að halda almenningi og fjölmiðlum í fjarlægð frá skipinu.Tóku stjórn á skipinu Mennirnir þrír verða leiddir fyrir héraðsdóm í dag þar sem lögregla mun fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Tveir þeirra voru handteknir um borð í Polar Nanoq um hádegisbil í gær þegar sex sérsveitarmenn fóru um borð í togarann. Sá þriðji var handtekinn nokkru seinna, þó einnig þegar hann var um borð í skipinu. Þegar um borð í skipið var komuð tóku sérsveitarmenn yfir stjórn skipsins. Þá var það um það bil níutíu sjómílur suðvestur af landinu. Aðrir í áhöfninni eru frjálsir ferða sinna en lögregla mun taka skýrslu af þeim. Þrátt fyrir girðinguna voru allnokkrir mættir á hafnarsvæðið í gær til þess að fylgjast með gangi máli. „Við ætluðum að koma hingað og fylgjast með því þegar skipið kemur. Það er náttúrulega ekki hægt að komast mjög nálægt en við sjáum þó eitthvað í það,“ sagði Dagur Hjálmarsson á hafnarsvæðinu í gær. Með honum í för var Jakob Kristján Þrastarson. Þeir sögðust hafa miklar áhyggjur af málinu. Jafnframt sögðust þeir hafa lesið hvern bókstaf sem fjölmiðlar hafa skrifað um málið. Báðir voru þeir staddir á veitingastaðnum Nora Magasin, líkt og Birna, á föstudagskvöld og urðu hennar varir þar. Þeir eiga sameiginlega vini með Birnu. Hrædd og áhyggjufull „Besta vinkona Birnu er fín vinkona mín. Ég hef tekið þetta svolítið nærri mér og mér líður illa yfir þessu,“ sagði Jakob. Dagný Guðmundsdóttir og Bergur Hrafn Jónsson voru einnig stödd á hafnarsvæðinu í gær. Líkt og Dagur og Jakob þekkja þau Birnu ekki en eiga sameiginlega vini. Dagný sagði þau vera á svæðinu af umhyggju. „Við erum rosalega hrædd um Birnu og líkt og þjóðinni allri liggur okkur á að vita hvar hún er,“ sagði Dagný enn fremur. „Þetta er svo óvenjulegt. Þetta gerist ekki oft hér. Það er töluvert langt síðan það var svona stórt mannhvarfsmál á Íslandi. Ég var ekki einu sinni fæddur þá,“ sagði Bergur.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjarnir leiddir í land og á leið í yfirheyrslu 19. janúar 2017 00:01 Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39 Fjölmargir fylgdu lögreglu eftir niður á Hverfisgötu Einn fór inn fyrir afgirt svæði og smellti af mynd. 19. janúar 2017 00:57 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39
Fjölmargir fylgdu lögreglu eftir niður á Hverfisgötu Einn fór inn fyrir afgirt svæði og smellti af mynd. 19. janúar 2017 00:57