Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2017 00:39 Frá komu lögreglu með skipverjana á lögreglustöðina á Hverfisgötu um klukkan hálf eitt í nótt. Vísir/Ernir Skipverjarnir þrír á grænlenska togaranum Polar Nanoq, sem grunaðir eru um að hafa upplýsingar er varða hvarf Birnu Brjánsdóttur, eru á leið í yfirheyrslu hjá lögreglu. Mennirnir þrír voru fluttir í lögreglubílum frá Hafnarfjarðarhöfn upp úr miðnætti þangað sem skipið lagði að bryggju um upp úr klukkan ellefu. Grímur Grímsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn sem sér um rannsókn málsins, staðfestir við Vísi að mennirnir þrír hafi verið fluttir frá borði. Lögreglubílunum var í framhaldinu ekið á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem yfirheyrslur fara fram. Nokkur fjöldi fólks var saman kominn við lögreglustöðina og héldu allir nema einn sig fyrir utan girðinguna sem afmarkar svæði lögreglu aftan við lögreglustöðina. Sá eini fór inn á svæðið og tók myndir ofan í lögregluaðgerðum við lítinn fögnuð lögreglumanna sem brugðust illa við.Að neðan má sjá þegar mennirnir voru færðir inn á lögreglustöð. Hafa réttarstöðu grunaðs Fram hefur komið að mennirnir þrír hafi réttarstöðu grunaðs manns í málinu. Fyrir liggur að einn skipverji Polar Nanoq hafði rauða Kia-Rio bifreið, sem lögregla lagði hald á við Hlíðarsmára í gær, á leigu föstudaginn 13. janúar. Henni var skilað daginn eftir. Í millitíðinni hvarf Birna Brjánsdóttir.Frá aðgerðum lögreglu í Hafnarfjarðarhöfn um miðnætti þegar skipverjarnir voru leiddir í land.Vísir/Anton BrinkRauð Kia Rio bifreið sást aka niður Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur klukkan 5:25 á laugardagsmorgun. Á sama tíma og og sömu slóðum sést Birna ganga upp Laugaveginn. Ekkert hefur spurst til hennar síðast.Lögregla segir að ekki liggi fyrir hvort Kia Rio-bifreiðin sem skipverjinn leigði sé sú sama og sást í eftirlitsmyndavélum í miðbæ Reykjavíkur. Gæðin í eftirlitsmyndavélunum í miðbænum eru ekki næg til að greina númeraplötu bílsins. Töluvert af fólki mætti á Hverfisgötu í kvöld og fylgdist með aðgerðum lögreglu.Vísir/Anton BrinkLíklega farið fram á gæsluvarðhald á morgunReikna má með því að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum þremur. Til þess hefur lögregla sólarhring frá því þeir voru handteknir. Tveir voru handteknir í hádeginu í gær og sá þriðji á níunda tímanum í kvöld. Lögregla hefur því annars vegar til hádegis á morgun að fara fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur og fram á annað kvöld að óska eftir varðhaldi yfir hinum þriðja. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjarnir leiddir í land og á leið í yfirheyrslu 19. janúar 2017 00:01 Áhöfnin mun ekki sæta landgöngubanni Polar Nanoq kyrrsett á meðan lögreglan leitar. 18. janúar 2017 22:33 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Skipverjarnir þrír á grænlenska togaranum Polar Nanoq, sem grunaðir eru um að hafa upplýsingar er varða hvarf Birnu Brjánsdóttur, eru á leið í yfirheyrslu hjá lögreglu. Mennirnir þrír voru fluttir í lögreglubílum frá Hafnarfjarðarhöfn upp úr miðnætti þangað sem skipið lagði að bryggju um upp úr klukkan ellefu. Grímur Grímsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn sem sér um rannsókn málsins, staðfestir við Vísi að mennirnir þrír hafi verið fluttir frá borði. Lögreglubílunum var í framhaldinu ekið á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem yfirheyrslur fara fram. Nokkur fjöldi fólks var saman kominn við lögreglustöðina og héldu allir nema einn sig fyrir utan girðinguna sem afmarkar svæði lögreglu aftan við lögreglustöðina. Sá eini fór inn á svæðið og tók myndir ofan í lögregluaðgerðum við lítinn fögnuð lögreglumanna sem brugðust illa við.Að neðan má sjá þegar mennirnir voru færðir inn á lögreglustöð. Hafa réttarstöðu grunaðs Fram hefur komið að mennirnir þrír hafi réttarstöðu grunaðs manns í málinu. Fyrir liggur að einn skipverji Polar Nanoq hafði rauða Kia-Rio bifreið, sem lögregla lagði hald á við Hlíðarsmára í gær, á leigu föstudaginn 13. janúar. Henni var skilað daginn eftir. Í millitíðinni hvarf Birna Brjánsdóttir.Frá aðgerðum lögreglu í Hafnarfjarðarhöfn um miðnætti þegar skipverjarnir voru leiddir í land.Vísir/Anton BrinkRauð Kia Rio bifreið sást aka niður Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur klukkan 5:25 á laugardagsmorgun. Á sama tíma og og sömu slóðum sést Birna ganga upp Laugaveginn. Ekkert hefur spurst til hennar síðast.Lögregla segir að ekki liggi fyrir hvort Kia Rio-bifreiðin sem skipverjinn leigði sé sú sama og sást í eftirlitsmyndavélum í miðbæ Reykjavíkur. Gæðin í eftirlitsmyndavélunum í miðbænum eru ekki næg til að greina númeraplötu bílsins. Töluvert af fólki mætti á Hverfisgötu í kvöld og fylgdist með aðgerðum lögreglu.Vísir/Anton BrinkLíklega farið fram á gæsluvarðhald á morgunReikna má með því að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum þremur. Til þess hefur lögregla sólarhring frá því þeir voru handteknir. Tveir voru handteknir í hádeginu í gær og sá þriðji á níunda tímanum í kvöld. Lögregla hefur því annars vegar til hádegis á morgun að fara fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur og fram á annað kvöld að óska eftir varðhaldi yfir hinum þriðja.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjarnir leiddir í land og á leið í yfirheyrslu 19. janúar 2017 00:01 Áhöfnin mun ekki sæta landgöngubanni Polar Nanoq kyrrsett á meðan lögreglan leitar. 18. janúar 2017 22:33 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Áhöfnin mun ekki sæta landgöngubanni Polar Nanoq kyrrsett á meðan lögreglan leitar. 18. janúar 2017 22:33