Manchester City borgaði 52 milljónir punda, 7,4 milljarða íslenskra króna, fyrir hann í sumar. Mendy meiddist í fyrri hálfleik í 5-0 sigrinum á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.
Franski landsliðsbakvörðurinn fór til hnésérfræðings í Barcelona og mun fara í aðgerð í dag.
Mendy tilkynnti öllum á Twitter um meiðslin.
Bad news guys ll be joining Injury FC on loan for a couple monthes with ruptured ACL... but will be back soon & stronger hopefully
— Benjamin Mendy (@benmendy23) September 28, 2017
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, vissi ekki eftir leikinn á móti Shakhtar Donetsk í Meistaradeildinni hversu lengi Mendy yrði frá. En þarf hann þá ekki að kaupa vinstri bakvörð í janúarglugganum.
„Við sjáum til í janúar. Við vorum að hugsa um að finna annan vinstri bakvörð næsta sumar en þurfum kannski að skoða það. Við erum með leikmenn í hópnum sem geta spilað þessa stöðu eins og þá Danilo, Fabian Delph, Fernandinho,“ sagði Pep Guardiola.
Mendy fór í skoðun til góðs vinar Guardiola, Ramon Cugat, en sá hinn sami meðhöndlaði þá Vincent Kompany and Kevin de Bruyne á síðustu leiktíð.
Benjamin Mendy in the Premier League this season:
4 games
86% pass accuracy
29 crosses
7 chances created
1 assist
Cruelly cut short. pic.twitter.com/jDyCeyVHQQ
— Squawka Football (@Squawka) September 28, 2017