Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Sveinn Arnarsson skrifar 30. janúar 2017 05:00 Tilskipun Trumps hefur verið harðlega gagnrýnd um allan heim. vísir/epa Stjórnmálaleiðtogar vítt og breitt um heiminn hafa fordæmt umdeilda tilskipun Bandaríkjaforseta um að loka landamærum tímabundið fyrir ríkisborgurum sjö þjóða. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld ætla að senda skýr skilaboð og mun hann kalla forsvarsmenn bandarískra stjórnvalda á sinn fund. „Þetta er eitthvað sem veldur okkur miklum áhyggjum. Við munum koma þeim skilaboðum skýrt til bandarískra stjórnvalda á næstu dögum,“ segir Guðlaugur Þór. „Það er að teiknast upp mun ógeðslegri mynd, strax á fyrstu dögum hans í embætti, en maður gat í raun ímyndað sér í fyrstu,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Þessi embættisverk geta verið vatn á myllu öfgasamtaka og því þurfum við að vera samstíga um sterk skilaboð frá okkur. Svona vinnubrögðum eigum við að mótmæla kröftuglega.“ Ringulreið skapaðist á flugvöllum vestanhafs í fyrrakvöld, eftir að tilskipun Bandaríkjaforseta tók gildi. Landamærum ríkisins hefur verið lokað tímabundið fyrir ríkisborgurum Jemens, Sýrlands, Sómalíu, Súdans, Íraks, Írans og Líbíu. Tilskipun forsetans nær einnig til þeirra sem þegar hafa fengið vegabréfsáritun. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir tilskipun Bandaríkjaforseta ömurlega. „Við eigum að fordæma þessa hegðun. Utanríkisráðherra hefur tekið málið föstum tökum. Við munum vinna áfram að málinu í vikunni og skýra afstöðu okkar,“ segir Benedikt. „Það er mikilvægt að íslensk stjórnvöld sendi frá sér harða gagnrýni á þetta framferði. Stjórnvöld um nær allan hinn vestræna heim hafa risið upp og fordæmt þessa hegðun. Við eigum að senda skýr skilaboð,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Hollande Frakklandsforseti sem og Theresa May, forsætisráðherra Breta, gagnrýndu Trump í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir tilskipun Trumps hreina og beina mannvonsku. „Þetta er niðurlægjandi fyrir alla aðila og ekki síst hann sjálfan. Á meðan munum við taka á móti sýrlensku flóttafólki sem hreint andsvar við stefnu Bandaríkjaforseta,“ segir Sigurður Ingi.Sér ekki mun á ISIS og Trump „Þetta er rasismi og við eigum ekki að vingast við svona fólk,“ segir Salmann Tamimi, formaður Félags múslima hér á landi. „Ég minni á að Hitler var kosinn í lýðræðislegum kosningum og þetta er sama hugmyndafræði, að sundra þjóðum og skipta fólki í tvo hópa, hverju á móti öðru.“ Salmann segist ekki lengur sjá mun á Trump og ISIS. Hann segir vinnubrögð Trumps heimsku sem muni koma Bandaríkjunum illa þegar fram í sækir. „Trump vill nú amerískt land fyrir Ameríkana, þetta er sama djöfulsins ruglið og í ISIS. Þetta er sorglegt, við lifum á 21. öldinni en samt lifum við tíma þar sem skipting heimsbyggðarinnar hefur aldrei verið meiri,“ bætir Salmann við.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
Stjórnmálaleiðtogar vítt og breitt um heiminn hafa fordæmt umdeilda tilskipun Bandaríkjaforseta um að loka landamærum tímabundið fyrir ríkisborgurum sjö þjóða. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld ætla að senda skýr skilaboð og mun hann kalla forsvarsmenn bandarískra stjórnvalda á sinn fund. „Þetta er eitthvað sem veldur okkur miklum áhyggjum. Við munum koma þeim skilaboðum skýrt til bandarískra stjórnvalda á næstu dögum,“ segir Guðlaugur Þór. „Það er að teiknast upp mun ógeðslegri mynd, strax á fyrstu dögum hans í embætti, en maður gat í raun ímyndað sér í fyrstu,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Þessi embættisverk geta verið vatn á myllu öfgasamtaka og því þurfum við að vera samstíga um sterk skilaboð frá okkur. Svona vinnubrögðum eigum við að mótmæla kröftuglega.“ Ringulreið skapaðist á flugvöllum vestanhafs í fyrrakvöld, eftir að tilskipun Bandaríkjaforseta tók gildi. Landamærum ríkisins hefur verið lokað tímabundið fyrir ríkisborgurum Jemens, Sýrlands, Sómalíu, Súdans, Íraks, Írans og Líbíu. Tilskipun forsetans nær einnig til þeirra sem þegar hafa fengið vegabréfsáritun. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir tilskipun Bandaríkjaforseta ömurlega. „Við eigum að fordæma þessa hegðun. Utanríkisráðherra hefur tekið málið föstum tökum. Við munum vinna áfram að málinu í vikunni og skýra afstöðu okkar,“ segir Benedikt. „Það er mikilvægt að íslensk stjórnvöld sendi frá sér harða gagnrýni á þetta framferði. Stjórnvöld um nær allan hinn vestræna heim hafa risið upp og fordæmt þessa hegðun. Við eigum að senda skýr skilaboð,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Hollande Frakklandsforseti sem og Theresa May, forsætisráðherra Breta, gagnrýndu Trump í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir tilskipun Trumps hreina og beina mannvonsku. „Þetta er niðurlægjandi fyrir alla aðila og ekki síst hann sjálfan. Á meðan munum við taka á móti sýrlensku flóttafólki sem hreint andsvar við stefnu Bandaríkjaforseta,“ segir Sigurður Ingi.Sér ekki mun á ISIS og Trump „Þetta er rasismi og við eigum ekki að vingast við svona fólk,“ segir Salmann Tamimi, formaður Félags múslima hér á landi. „Ég minni á að Hitler var kosinn í lýðræðislegum kosningum og þetta er sama hugmyndafræði, að sundra þjóðum og skipta fólki í tvo hópa, hverju á móti öðru.“ Salmann segist ekki lengur sjá mun á Trump og ISIS. Hann segir vinnubrögð Trumps heimsku sem muni koma Bandaríkjunum illa þegar fram í sækir. „Trump vill nú amerískt land fyrir Ameríkana, þetta er sama djöfulsins ruglið og í ISIS. Þetta er sorglegt, við lifum á 21. öldinni en samt lifum við tíma þar sem skipting heimsbyggðarinnar hefur aldrei verið meiri,“ bætir Salmann við.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira