Fjölskyldan segir hryðjuverkamanninn ekki kynþáttahatara Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. júní 2017 07:00 Hátt í hundrað viðbragðsaðilar voru kallaðir út. vísir/epa Minnst einn lést og níu slösuðust í hryðjuverkaárás tæplega fimmtugs Breta í London í gær. Fjölskylda mannsins segir að hann hafi lengi glímt við veikindi. Hann væri hins vegar ekki kynþáttahatari. Árásin átti sér stað fyrir utan mosku í Finsbury-hverfinu í norðurhluta London skömmu eftir miðnætti. Hinn látni var á gamalsaldri og hafði verið sjúkur fyrir. Hin slösuðu voru að veita honum aðhlynningu þegar ekið var á þau. Nokkur hinna særðu eru lífshættulega særð. Árásarmaðurinn heitir Darren Osborne og er breskur fjögurra barna faðir á fimmtugsaldri. Hann var handtekinn á staðnum. Sjónarvottar segja að ímam úr moskunni hafi komið í veg fyrir að æstur múgur réðist á hann. Osborne á rætur að rekja til Cardiff í Wales. Húsleit var gerð á nokkrum stöðum í borginni í tengslum við árásina. „Við erum í algjöru áfalli. Þetta er ótrúlegt og við höfum ekki almennilega áttað okkur á því sem gerðist,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu mannsins. „Hann hefur bara glímt við vandamál í langan tíma. Hann er ekki kynþáttahatari.“ „Í morgun vöknuðu íbúar Bretlands við fregnir af enn einni hryðjuverkaárásinni á götum höfuðborgar okkar. Þetta er önnur árásin í þessum mánuði og er hún jafn mikið áfall og þær sem á undan hafa komið,“ sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, í gærmorgun. „Þetta er árás sem beint var gegn venjulegum og saklausum Bretum í hinu daglega amstri. Að þessu sinni gegn breskum múslimum á leið frá mosku.“ „Þegar hann kom út úr bílnum vildi hann hlaupast á brott. Hann sagði ítrekað að hann vildi drepa múslima,“ segir sjónarvotturinn Abdul Raman við BBC. „Ég hæfði hann í magann og í kjölfarið vorum við nokkrir sem héldum honum niðri þar til lögreglan kom á vettvang.“ Öryggismálaráðherrann Ben Wallace segir að maðurinn hafi ekki verið talinn ógn af leyniþjónustunni og þá væri ekkert sem benti til þess að hann ætti sér samverkamenn. Hann bætti því við að árásin hefði verið skilgreind sem hryðjuverk átta mínútum eftir að hún átti sér stað. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Myndband sýnir almenning yfirbuga árásarmanninn í London Í myndbandinu má sjá fólk halda manninum niðri á meðan beðið var eftir lögreglunni. 19. júní 2017 12:57 Árásarmaðurinn í London nafngreindur Maðurinn sem grunaður er um árásina við mosku í Finsbury Park í London í gærkvöldi hefur verið nafngreindur. Samkvæmt heimildum BBC-fréttastofunnar heitir maðurinn Darren Osborne, 47 ára, og er búsettur í grennd við Cardiff í Wales. 19. júní 2017 17:46 Theresa May boðar hertar aðgerðir og segir öfgahópa vera margskonar Öryggismálanefnd bresku ríkisstjórnarinnar hefur fundað eftir árásina. Sérstaklega verður haft auga með moskum í London næstu daga. 19. júní 2017 12:13 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Minnst einn lést og níu slösuðust í hryðjuverkaárás tæplega fimmtugs Breta í London í gær. Fjölskylda mannsins segir að hann hafi lengi glímt við veikindi. Hann væri hins vegar ekki kynþáttahatari. Árásin átti sér stað fyrir utan mosku í Finsbury-hverfinu í norðurhluta London skömmu eftir miðnætti. Hinn látni var á gamalsaldri og hafði verið sjúkur fyrir. Hin slösuðu voru að veita honum aðhlynningu þegar ekið var á þau. Nokkur hinna særðu eru lífshættulega særð. Árásarmaðurinn heitir Darren Osborne og er breskur fjögurra barna faðir á fimmtugsaldri. Hann var handtekinn á staðnum. Sjónarvottar segja að ímam úr moskunni hafi komið í veg fyrir að æstur múgur réðist á hann. Osborne á rætur að rekja til Cardiff í Wales. Húsleit var gerð á nokkrum stöðum í borginni í tengslum við árásina. „Við erum í algjöru áfalli. Þetta er ótrúlegt og við höfum ekki almennilega áttað okkur á því sem gerðist,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu mannsins. „Hann hefur bara glímt við vandamál í langan tíma. Hann er ekki kynþáttahatari.“ „Í morgun vöknuðu íbúar Bretlands við fregnir af enn einni hryðjuverkaárásinni á götum höfuðborgar okkar. Þetta er önnur árásin í þessum mánuði og er hún jafn mikið áfall og þær sem á undan hafa komið,“ sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, í gærmorgun. „Þetta er árás sem beint var gegn venjulegum og saklausum Bretum í hinu daglega amstri. Að þessu sinni gegn breskum múslimum á leið frá mosku.“ „Þegar hann kom út úr bílnum vildi hann hlaupast á brott. Hann sagði ítrekað að hann vildi drepa múslima,“ segir sjónarvotturinn Abdul Raman við BBC. „Ég hæfði hann í magann og í kjölfarið vorum við nokkrir sem héldum honum niðri þar til lögreglan kom á vettvang.“ Öryggismálaráðherrann Ben Wallace segir að maðurinn hafi ekki verið talinn ógn af leyniþjónustunni og þá væri ekkert sem benti til þess að hann ætti sér samverkamenn. Hann bætti því við að árásin hefði verið skilgreind sem hryðjuverk átta mínútum eftir að hún átti sér stað.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Myndband sýnir almenning yfirbuga árásarmanninn í London Í myndbandinu má sjá fólk halda manninum niðri á meðan beðið var eftir lögreglunni. 19. júní 2017 12:57 Árásarmaðurinn í London nafngreindur Maðurinn sem grunaður er um árásina við mosku í Finsbury Park í London í gærkvöldi hefur verið nafngreindur. Samkvæmt heimildum BBC-fréttastofunnar heitir maðurinn Darren Osborne, 47 ára, og er búsettur í grennd við Cardiff í Wales. 19. júní 2017 17:46 Theresa May boðar hertar aðgerðir og segir öfgahópa vera margskonar Öryggismálanefnd bresku ríkisstjórnarinnar hefur fundað eftir árásina. Sérstaklega verður haft auga með moskum í London næstu daga. 19. júní 2017 12:13 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Myndband sýnir almenning yfirbuga árásarmanninn í London Í myndbandinu má sjá fólk halda manninum niðri á meðan beðið var eftir lögreglunni. 19. júní 2017 12:57
Árásarmaðurinn í London nafngreindur Maðurinn sem grunaður er um árásina við mosku í Finsbury Park í London í gærkvöldi hefur verið nafngreindur. Samkvæmt heimildum BBC-fréttastofunnar heitir maðurinn Darren Osborne, 47 ára, og er búsettur í grennd við Cardiff í Wales. 19. júní 2017 17:46
Theresa May boðar hertar aðgerðir og segir öfgahópa vera margskonar Öryggismálanefnd bresku ríkisstjórnarinnar hefur fundað eftir árásina. Sérstaklega verður haft auga með moskum í London næstu daga. 19. júní 2017 12:13