Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júní 2017 15:15 Otto Warmbier var í haldi yfirvalda í Norður-Kóreu í sautján mánuði. vísir/epa Bandaríkjamaðurinn Otto Warmbier var aðeins 22 ára þegar hann lést nú í gær en í síðustu viku sneri hann heim til Ohio í Bandaríkjunum eftir að hafa verið í haldi yfirvalda í Norður-Kóreu í sautján mánuði. Warmbier var ekki sami maðurinn og fjölskylda hans hafði þekkt þar sem hann hafði orðið fyrir alvarlegum heilaskaða og var búinn að vera í dái síðan í mars á síðasta ári. Þannig gat hann ekki talað, ekki hreyft sig og ekki tjáð sig. Yfirvöld í Norður-Kóreu sögðu Warmbier hafa orðið fyrir bótúlíneitrun en læknarnir hans í Bandaríkjunum fundu engin ummerki um slíka eitrun. Þeir töldu dá hans tilkomið vegna viðvarandi súrefnisskorts og skorti á blóðflæði til heilans. En hver var Warmbier, hvað var hann að gera í Norður-Kóreu og hvers vegna var hann handtekinn?Afburðanámsmaður og „frábær gaur“ Otto Warmbier fæddist í Cincinatti í Ohio en foreldrar hans heita Cindy og Fred. Hann var afburðanámsmaður og útskrifaðist frá gagnfræðiskólanum í Wyoming árið 2013. Hann fékk styrk til að hefja nám í Virginíu-háskóla og lagði þar stund á viðskipti og hagfræði. Þá var hann meðlimur í Theta Chi-bræðralaginu. Warmbier átti að útskrifast núna í maí en af því varð ekki þar sem hann var enn í Norður-Kóreu en þangað hafði hann farið í frí með hópi ungs fólks í lok desember 2015. Ferðaþjónustufyrirtækið sem hann fór með sérhæfir sig í ferðum á framandi slóðir sem fólk myndi vanalega ekki fara til á eigin vegum. „Hann var alveg frábær gaur,“ sagði Danny Grotton, herbergisfélagi hans í Norður-Kóreu, í samtali við Washington Post og bætti við: „Ég kynntist Otto mjög vel og hann var mjög þroskaður miðað við aldur.“Handtekinn fyrirr að stela pólitísku veggspjaldi Ferðin til Norður-Kóreu átti að vara í fimm daga og í kjölfarið ætlaði Warmbier til Beijing í Kína. Hann komst hins vegar aldrei þangað þar sem hann var handtekinn á flugvellinum í Pyongyang þann 2. janúar 2016. Yfirvöld í Norður-Kóreu sögðu að hann hefði verið handtekinn vegna þess að hann hefði farið á svæði á hótelinu sem hann dvaldi á sem var lokað ferðamönnum og stolið þaðan pólitísku veggspjaldi. Warmbier kom svo næst fyrir sjónir heimsins í myndbandi sem norður-kóresk yfirvöld birtu í febrúar 2016. Í myndbandinu játaði Warmbier glæpinn, grátbað um fyrirgefningu og að hann yrði látinn laus úr haldi en ekki er vitað hvort þessi játning hans hafi verið þvinguð fram eða ekki.Dæmdur í 15 ára þrælkunarvinnu Í mars 2016 var Warmbier dæmdur í 15 ára þrælkunarvinnu fyrir glæpinn sem hann átti að hafa framið. Hann var alls í sautján mánuði í haldi yfirvalda í Norður-Kóreu en í byrjun júní tilkynnti Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Warmbier yrði látinn laus eftir samningaviðræður ríkjanna þar um. Það var svo þann 13. júní síðastliðinn sem Warmbier var látinn laus úr haldi og flogið með sjúkraflugi heim til Bandaríkjanna. Hann lést svo tæpri viku síðar en líklega mun aldrei fást skýrt svar við því hvers vegna ástand hans varð svo bágborið á meðan hann var í haldi norður-kóreskra yfirvalda. „Því miður þá leiddi hin hræðilega meðferð sem sonur okkar hlaut í Norður-Kóreu til þess að endalokin gátu ekki orðið önnur en þau urðu í dag,“ sagði fjölskylda Warmbier í yfirlýsingu í gær.Byggt á umfjöllun CNN og BBC. Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump fordæmir stjórnvöld Norður-Kóreu vegna andláts Warmbier Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. 19. júní 2017 23:18 Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44 Warmbier varð fyrir alvarlegum heilaskaða í haldi Norður-Kóreumanna Læknar Otto Warmbier sem Norður-Kóreumenn slepptu nýlega í dái segja að hann hafi hlotið alvarlegan heilaskaða. 15. júní 2017 21:41 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Otto Warmbier var aðeins 22 ára þegar hann lést nú í gær en í síðustu viku sneri hann heim til Ohio í Bandaríkjunum eftir að hafa verið í haldi yfirvalda í Norður-Kóreu í sautján mánuði. Warmbier var ekki sami maðurinn og fjölskylda hans hafði þekkt þar sem hann hafði orðið fyrir alvarlegum heilaskaða og var búinn að vera í dái síðan í mars á síðasta ári. Þannig gat hann ekki talað, ekki hreyft sig og ekki tjáð sig. Yfirvöld í Norður-Kóreu sögðu Warmbier hafa orðið fyrir bótúlíneitrun en læknarnir hans í Bandaríkjunum fundu engin ummerki um slíka eitrun. Þeir töldu dá hans tilkomið vegna viðvarandi súrefnisskorts og skorti á blóðflæði til heilans. En hver var Warmbier, hvað var hann að gera í Norður-Kóreu og hvers vegna var hann handtekinn?Afburðanámsmaður og „frábær gaur“ Otto Warmbier fæddist í Cincinatti í Ohio en foreldrar hans heita Cindy og Fred. Hann var afburðanámsmaður og útskrifaðist frá gagnfræðiskólanum í Wyoming árið 2013. Hann fékk styrk til að hefja nám í Virginíu-háskóla og lagði þar stund á viðskipti og hagfræði. Þá var hann meðlimur í Theta Chi-bræðralaginu. Warmbier átti að útskrifast núna í maí en af því varð ekki þar sem hann var enn í Norður-Kóreu en þangað hafði hann farið í frí með hópi ungs fólks í lok desember 2015. Ferðaþjónustufyrirtækið sem hann fór með sérhæfir sig í ferðum á framandi slóðir sem fólk myndi vanalega ekki fara til á eigin vegum. „Hann var alveg frábær gaur,“ sagði Danny Grotton, herbergisfélagi hans í Norður-Kóreu, í samtali við Washington Post og bætti við: „Ég kynntist Otto mjög vel og hann var mjög þroskaður miðað við aldur.“Handtekinn fyrirr að stela pólitísku veggspjaldi Ferðin til Norður-Kóreu átti að vara í fimm daga og í kjölfarið ætlaði Warmbier til Beijing í Kína. Hann komst hins vegar aldrei þangað þar sem hann var handtekinn á flugvellinum í Pyongyang þann 2. janúar 2016. Yfirvöld í Norður-Kóreu sögðu að hann hefði verið handtekinn vegna þess að hann hefði farið á svæði á hótelinu sem hann dvaldi á sem var lokað ferðamönnum og stolið þaðan pólitísku veggspjaldi. Warmbier kom svo næst fyrir sjónir heimsins í myndbandi sem norður-kóresk yfirvöld birtu í febrúar 2016. Í myndbandinu játaði Warmbier glæpinn, grátbað um fyrirgefningu og að hann yrði látinn laus úr haldi en ekki er vitað hvort þessi játning hans hafi verið þvinguð fram eða ekki.Dæmdur í 15 ára þrælkunarvinnu Í mars 2016 var Warmbier dæmdur í 15 ára þrælkunarvinnu fyrir glæpinn sem hann átti að hafa framið. Hann var alls í sautján mánuði í haldi yfirvalda í Norður-Kóreu en í byrjun júní tilkynnti Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Warmbier yrði látinn laus eftir samningaviðræður ríkjanna þar um. Það var svo þann 13. júní síðastliðinn sem Warmbier var látinn laus úr haldi og flogið með sjúkraflugi heim til Bandaríkjanna. Hann lést svo tæpri viku síðar en líklega mun aldrei fást skýrt svar við því hvers vegna ástand hans varð svo bágborið á meðan hann var í haldi norður-kóreskra yfirvalda. „Því miður þá leiddi hin hræðilega meðferð sem sonur okkar hlaut í Norður-Kóreu til þess að endalokin gátu ekki orðið önnur en þau urðu í dag,“ sagði fjölskylda Warmbier í yfirlýsingu í gær.Byggt á umfjöllun CNN og BBC.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump fordæmir stjórnvöld Norður-Kóreu vegna andláts Warmbier Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. 19. júní 2017 23:18 Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44 Warmbier varð fyrir alvarlegum heilaskaða í haldi Norður-Kóreumanna Læknar Otto Warmbier sem Norður-Kóreumenn slepptu nýlega í dái segja að hann hafi hlotið alvarlegan heilaskaða. 15. júní 2017 21:41 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira
Trump fordæmir stjórnvöld Norður-Kóreu vegna andláts Warmbier Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. 19. júní 2017 23:18
Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44
Warmbier varð fyrir alvarlegum heilaskaða í haldi Norður-Kóreumanna Læknar Otto Warmbier sem Norður-Kóreumenn slepptu nýlega í dái segja að hann hafi hlotið alvarlegan heilaskaða. 15. júní 2017 21:41