Þota Bandaríkjahers skaut niður íranskan dróna Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2017 18:30 Orrustuþotan sem skaut niður íranska drónann var af gerðinni F-15E Strike Eagle. Tvær slíkar þotur sjást hér á mynd. Vísir/AFP Bandarísk herþota skaut niður dróna, sem framleiddur var í Íran, í suðurhluta Sýrlands. Drónanum var stýrt af hersveitum hliðhollum sýrlensku ríkisstjórninni. BBC greinir frá. Í tilkynningu frá Bandaríkjaher segir að dróninn sem skotinn var niður hafi borið vopn. Þá er hann einnig sagður hafa ógnað hersveitum bandamanna Bandaríkjahers á jörðu niðri. Dróninn var skotinn niður norðaustan við al-Tanf, útvarðarstöð Bandaríkjahers við landamæri Sýrlands, Íraks og Jórdaníu, skömmu eftir miðnætti í nótt að staðartíma. Þetta er annar dróninn í þessum mánuði sem Bandaríkjaher skýtur niður i í sýrlenskri lofthelgi. Þá skaut herinn niður sýrlenska herþotu á sunnudag. Bandaríkjaher staðfesti einnig nýlega að sveitir bandamanna hersins hefðu ráðið niðurlögum eins af helstu klerkum hryðjuverkasamtakanna ISIS, Turki al-Binali, í loftárás í Sýrlandi í síðasta mánuði. Einstaklingar tengdir ISIS hafa einnig staðfest dauða al-Binali. Talið er að íranski dróninn sem skotinn var niður hafi verið af gerðinni Shahed 129 en fyrsta eintak af tegundinni var kynnt til sögunnar árið 2012. Hann er talinn hafa drægi upp á um 2000 kílómetra og geta borið bæði sprengjur og eldflaugar. Á vef Guardian kemur fram að aðgerðir Bandaríkjahers við al-Tanf hafi grundvallast alfarið á sjálfsvörn. Bandaríkin og bandamenn þeirra á svæðinu hafa jafnframt einbeitt sér að baráttunni við ISIS og reynt að forðast átök við Rússa og Írani, bandamenn sýrlensku ríkisstjórnarinnar. Með minnkandi íhlutun ISIS á svæðinu hafa þó líkur aukist á átökum milli afla sem berjast um yfirráð á þessum slóðum í Sýrlandi. Mið-Austurlönd Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Sjá meira
Bandarísk herþota skaut niður dróna, sem framleiddur var í Íran, í suðurhluta Sýrlands. Drónanum var stýrt af hersveitum hliðhollum sýrlensku ríkisstjórninni. BBC greinir frá. Í tilkynningu frá Bandaríkjaher segir að dróninn sem skotinn var niður hafi borið vopn. Þá er hann einnig sagður hafa ógnað hersveitum bandamanna Bandaríkjahers á jörðu niðri. Dróninn var skotinn niður norðaustan við al-Tanf, útvarðarstöð Bandaríkjahers við landamæri Sýrlands, Íraks og Jórdaníu, skömmu eftir miðnætti í nótt að staðartíma. Þetta er annar dróninn í þessum mánuði sem Bandaríkjaher skýtur niður i í sýrlenskri lofthelgi. Þá skaut herinn niður sýrlenska herþotu á sunnudag. Bandaríkjaher staðfesti einnig nýlega að sveitir bandamanna hersins hefðu ráðið niðurlögum eins af helstu klerkum hryðjuverkasamtakanna ISIS, Turki al-Binali, í loftárás í Sýrlandi í síðasta mánuði. Einstaklingar tengdir ISIS hafa einnig staðfest dauða al-Binali. Talið er að íranski dróninn sem skotinn var niður hafi verið af gerðinni Shahed 129 en fyrsta eintak af tegundinni var kynnt til sögunnar árið 2012. Hann er talinn hafa drægi upp á um 2000 kílómetra og geta borið bæði sprengjur og eldflaugar. Á vef Guardian kemur fram að aðgerðir Bandaríkjahers við al-Tanf hafi grundvallast alfarið á sjálfsvörn. Bandaríkin og bandamenn þeirra á svæðinu hafa jafnframt einbeitt sér að baráttunni við ISIS og reynt að forðast átök við Rússa og Írani, bandamenn sýrlensku ríkisstjórnarinnar. Með minnkandi íhlutun ISIS á svæðinu hafa þó líkur aukist á átökum milli afla sem berjast um yfirráð á þessum slóðum í Sýrlandi.
Mið-Austurlönd Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Sjá meira