Macron og Le Pen leiða Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. apríl 2017 13:16 Á síðustu vikum hefur bilið mjókkað milli þeirra fjögurra frambjóðenda sem mælast með mest fylgi þótt Emmanuel Macron sé ennþá talinn sigurstranglegastur. Spennan er mikil og allt er í járnum í aðdraganda forsetakosninganna í Frakklandi en aðeins þrjú prósentustig skilja að þá fjóra frambjóðendur sem mælast með mest fylgi í könnunum tíu dögum fyrir kosningar. Þeir tveir forsetaframbjóðendur sem fá mest fylgi í fyrstu umferð kosninganna hinn 23. apríl næstkomandi mætast í síðari umferðinni þegar kosið verður hinn 7. maí. Á síðustu vikum hefur bilið mjókkað milli þeirra fjögurra frambjóðenda sem mælast með mest fylgi þótt Emmanuel Macron sé ennþá talinn sigurstranglegastur. Samkvæmt skoðanakönnun Ipsos-Sopra Steria fyrir Le Monde, útbreiddasta dagblað Frakklands, eru macron og Marine Le Pen jöfn með 22 prósent hvor. Þar á eftir kemur sósíalistinn Jean-Luc Melenchon með 20 prósent og íhaldsmaðurinn Francois Fillon með 19 prósent. Ef úrslitin verða í samræmi við þetta munu Macron og Le Pen mætast í síðari umferðinni hinn 7. maí næstkomandi. Könnunin leiðir í ljós að Macron myndi sigra í slíku einvígi með 63 prósent atkvæða. Árangur Marine Le Pen þykir merkilegur því hún vill þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Frakklands að Evrópusambandinu, styður útgöngu úr sambandinu og er á móti evrunni. Hún spáði því í ræðu á kosningafundi í mars síðastliðnum að Evrópusambandið myndi liðast í sundur og nota orðið dauða um örlög sambandsins. Le Pen er dóttir þjóðernissinnans og fyrrum forsetaframbjóðandans Jean-Marie Le Pen. Staðan er hins vegar galopoin í aðdraganda kosninga því sósíalistanum Jean-Luc Melenchon hefur vaxið ásmegin eftir frækilega frammistöðu í sjónvarpskappræðum. Reuters greinir frá því að þetta valdi sérstökum áhyggjum hjá fjárfestum vegna umdeildra skoðana hans á Evrópusambandinu og stefnu hans um að afnema umbætur á vinnuumarkaðslöggjöfinni sem þóttu hliðhollar atvinnurekendum. Líklegast þykir þó, miðað við niðurstöður nýjustu kannana, að Le Pen og Macron fái mest fylgi í fyrstu umferð og mætist í síðari umferðinni hinn 7. maí. Frakkland Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Spennan er mikil og allt er í járnum í aðdraganda forsetakosninganna í Frakklandi en aðeins þrjú prósentustig skilja að þá fjóra frambjóðendur sem mælast með mest fylgi í könnunum tíu dögum fyrir kosningar. Þeir tveir forsetaframbjóðendur sem fá mest fylgi í fyrstu umferð kosninganna hinn 23. apríl næstkomandi mætast í síðari umferðinni þegar kosið verður hinn 7. maí. Á síðustu vikum hefur bilið mjókkað milli þeirra fjögurra frambjóðenda sem mælast með mest fylgi þótt Emmanuel Macron sé ennþá talinn sigurstranglegastur. Samkvæmt skoðanakönnun Ipsos-Sopra Steria fyrir Le Monde, útbreiddasta dagblað Frakklands, eru macron og Marine Le Pen jöfn með 22 prósent hvor. Þar á eftir kemur sósíalistinn Jean-Luc Melenchon með 20 prósent og íhaldsmaðurinn Francois Fillon með 19 prósent. Ef úrslitin verða í samræmi við þetta munu Macron og Le Pen mætast í síðari umferðinni hinn 7. maí næstkomandi. Könnunin leiðir í ljós að Macron myndi sigra í slíku einvígi með 63 prósent atkvæða. Árangur Marine Le Pen þykir merkilegur því hún vill þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Frakklands að Evrópusambandinu, styður útgöngu úr sambandinu og er á móti evrunni. Hún spáði því í ræðu á kosningafundi í mars síðastliðnum að Evrópusambandið myndi liðast í sundur og nota orðið dauða um örlög sambandsins. Le Pen er dóttir þjóðernissinnans og fyrrum forsetaframbjóðandans Jean-Marie Le Pen. Staðan er hins vegar galopoin í aðdraganda kosninga því sósíalistanum Jean-Luc Melenchon hefur vaxið ásmegin eftir frækilega frammistöðu í sjónvarpskappræðum. Reuters greinir frá því að þetta valdi sérstökum áhyggjum hjá fjárfestum vegna umdeildra skoðana hans á Evrópusambandinu og stefnu hans um að afnema umbætur á vinnuumarkaðslöggjöfinni sem þóttu hliðhollar atvinnurekendum. Líklegast þykir þó, miðað við niðurstöður nýjustu kannana, að Le Pen og Macron fái mest fylgi í fyrstu umferð og mætist í síðari umferðinni hinn 7. maí.
Frakkland Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira