Talsmaður Pútín segir móðursýki bandarískra fjölmiðla eyðileggja samskipti ríkjanna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. mars 2017 23:30 Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Donald Trump, Bandaríkjaforseti. Vísir/Getty Dimitry Peskov, talsmaður Vladimír Pútín, Rússlandsforseta, segir að móðursýkisleg umfjöllun í bandarískum fjölmiðlum sé um að kenna fyrir versnandi samskipti ríkjanna tveggja. Þetta kemur fram í viðtali CNN fréttastofunnar við Peskov. Hann segir að ásakanir um að Rússar hafi gert tölvuárásir á bandarískar stofnanir í aðdraganda forsetakosninganna þar í landi í nóvember síðastliðnum, standist ekki skoðun. „Það er kominn tími á að einhver í Bandaríkjunum hugsi: „Erum við virkilega svo veikburða land að annað land geti hreinlega skipt sér af innanlandsmálum okkar og haft áhrif á kosningakerfið okkar?“ Peskov segir að fjölmiðlar vestanhafs verði að átta sig á því að slíkt geti ekki verið satt. Miklar vangaveltur hafa verið uppi síðustu misserin um tengsl Donald Trump, Bandaríkjaforseta, við Rússa en nú síðast kom í ljós að dómsmálaráðherrann í ríkisstjórn hans, Jeff Session, átti í samskiptum við rússneska ráðamenn á meðan kosningabaráttu Trump stóð en áður hafði hann sagt undir eiðstaf að slíkt hefði ekki átt sér stað. Sessions sagði sig meðal annars frá rannsókn alríkislögreglunnar á tölvuárásum Rússa vegna þessa. Þá varð þjóðaröryggisráðgjafi Trump, Michael Flynn, að segja af sér vegna samskonar samskipta við rússneska ráðamenn. Peskov heldur því fram að Rússar hafi ekki komið nálægt bandarískum stjórnmálum. „Við ætlum okkur alls ekki að skipta okkur af. Það eina sem ég get sagt ykkur er að öll þessi móðursýki sem má finna í opinberum fjölmiðlum í Washington og í Bandaríkjunum, er að stórskaða samskipti þessa ríkja.“ Hann segir að staða Bandaríkjanna innan alþjóðasamfélagsins sé hreinlega of mikilvæg til þess að það geti verið Rússum í hag að vinna gegn stöðugleika í stjórnkerfi landsins. Peskov telur að þrátt fyrir að samskipti ríkjanna séu slæm um þessar mundir sé einungis tímaspursmál hvenær þau batni. „Ég held þau muni batna á einhverjum tímapunkti, já. Við ættum ekki að hugsa í dögum eða mánuðum, heldur ættum við að reyna að hugsa þetta lengra eins og Kínverjar, þeir hugsa mörg ár fram í tímann.“ Samskipti ríkjanna hafa verið afar stirð í langan tíma, allt frá innlimun Rússa á Krímsskaga árið 2014 en samskiptin náðu nýjum lægðum í nóvember síðastliðnum þegar Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ákvað að reka 35 rússneska erindreka úr landi vegna tölvuárása Rússa. Donald Trump Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Dimitry Peskov, talsmaður Vladimír Pútín, Rússlandsforseta, segir að móðursýkisleg umfjöllun í bandarískum fjölmiðlum sé um að kenna fyrir versnandi samskipti ríkjanna tveggja. Þetta kemur fram í viðtali CNN fréttastofunnar við Peskov. Hann segir að ásakanir um að Rússar hafi gert tölvuárásir á bandarískar stofnanir í aðdraganda forsetakosninganna þar í landi í nóvember síðastliðnum, standist ekki skoðun. „Það er kominn tími á að einhver í Bandaríkjunum hugsi: „Erum við virkilega svo veikburða land að annað land geti hreinlega skipt sér af innanlandsmálum okkar og haft áhrif á kosningakerfið okkar?“ Peskov segir að fjölmiðlar vestanhafs verði að átta sig á því að slíkt geti ekki verið satt. Miklar vangaveltur hafa verið uppi síðustu misserin um tengsl Donald Trump, Bandaríkjaforseta, við Rússa en nú síðast kom í ljós að dómsmálaráðherrann í ríkisstjórn hans, Jeff Session, átti í samskiptum við rússneska ráðamenn á meðan kosningabaráttu Trump stóð en áður hafði hann sagt undir eiðstaf að slíkt hefði ekki átt sér stað. Sessions sagði sig meðal annars frá rannsókn alríkislögreglunnar á tölvuárásum Rússa vegna þessa. Þá varð þjóðaröryggisráðgjafi Trump, Michael Flynn, að segja af sér vegna samskonar samskipta við rússneska ráðamenn. Peskov heldur því fram að Rússar hafi ekki komið nálægt bandarískum stjórnmálum. „Við ætlum okkur alls ekki að skipta okkur af. Það eina sem ég get sagt ykkur er að öll þessi móðursýki sem má finna í opinberum fjölmiðlum í Washington og í Bandaríkjunum, er að stórskaða samskipti þessa ríkja.“ Hann segir að staða Bandaríkjanna innan alþjóðasamfélagsins sé hreinlega of mikilvæg til þess að það geti verið Rússum í hag að vinna gegn stöðugleika í stjórnkerfi landsins. Peskov telur að þrátt fyrir að samskipti ríkjanna séu slæm um þessar mundir sé einungis tímaspursmál hvenær þau batni. „Ég held þau muni batna á einhverjum tímapunkti, já. Við ættum ekki að hugsa í dögum eða mánuðum, heldur ættum við að reyna að hugsa þetta lengra eins og Kínverjar, þeir hugsa mörg ár fram í tímann.“ Samskipti ríkjanna hafa verið afar stirð í langan tíma, allt frá innlimun Rússa á Krímsskaga árið 2014 en samskiptin náðu nýjum lægðum í nóvember síðastliðnum þegar Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ákvað að reka 35 rússneska erindreka úr landi vegna tölvuárása Rússa.
Donald Trump Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira