Ákjósanleg fjarreikistjarna til að leita að lífi fundin Kjartan Kjartansson skrifar 20. apríl 2017 12:45 Fjarreikistjarnan LHS 1140b ásamt móðurstjörnu sinni á teikningu listamanns ESO. Teikning/ESO/spaceengine.org Stjörnufræðingar hafa fundið fjarreikistjörnu sem þeir telja heppilegasta staðinn til að leita að lífi utan sólkerfisins til þessa. Reikistjarnan er úr bergi og er nokkuð stærri og massameiri en jörðin. Staðsetning fjarreikistjörnunnar þykir lofa góðu, bæði fyrir möguleikann á að þar geti lífvænlegar aðstæður verið að finna og til rannsókna á henni. Alþjóðlegur hópur stjörnufræðinga fann reikistjörnuna með mælitækjum Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO). Þannig situr reikistjarnan í miðju lífbelti rauða dvergsins LHS 1140 sem er í fjörutíu ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hún er jafnframt í nær beinni sjónlínu við móðurstjörnuna frá jörðinni séð og gengur því fyrir hana í hverri hringferð. Því gefst stjörnufræðingum tækifæri að skoða hana á 25 daga fresti, samkvæmt frétt á vef ESO. Rauðir dvergar eins og LHS 1140 eru mun minni og kaldari en sólin okkar. Því er fjarreikistjarnan í lífbelti stjörnunnar jafnvel þótt hún sé tífallt nær henni en jörðin er sólinni. Hún fær aðeins um helming þeirrar geislunar sem jörðin fær frá sólinni. Þrátt fyrir þetta eru rauðir dvergar almennt taldir fjandsamlegir lofthjúpum reikistjarna. Snemma á líftíma sínum gefa rauðir dvergar frá sér orkuríka geislun sem getur bókstaflega feykt lofthjúpi reikistjarna út í geim.Mögulega vænlegri kostur en Proxima b og Trappist-1 Tvennt er hins vegar talið fjarreikistjörnunni, sem gengur undir nafninu LHS 1140b, til tekna. Annars vegar snýst rauði dvergurinn hægar og gefur frá sér minni háorkugeislun en aðrar sambærilegar stjörnur. Hins vegar er eðli reikistjörnunnar talið hafa getað bjargað lofthjúpi hennar. Áætlað er að reikistjarnan sé að minnsta kosti fimm milljarða ára gömul. Hún er 40% breiðari en jörðin og næstum því sjö sinnum massameiri. Það telja vísindamennirnir vísbendingu um að hún sé úr bergi og með þéttan járnkjarna eins og jörðin. Reikistjarnan er því nægileg stór til að kvikuhaf gæti hafa verið til staðar á yfirborði hennar í milljónir ára. Gas sem streymdi úr því hefði getað endurnýjað vatn í lofthjúpnum þegar rauði dvergurinn hafði lokið órólegasta skeiði sínu. Af þessum sökum gæti LHS 1140b reynst vænlegri kostur á meðal fjarreikistjarna til að leita að merkjum um líf en Proxima b, næsta fjarreikistjarnan við jörðina, og Trappist-1, þar sem sjö fjarreikistjörnur á stærð við jörðina fundust nýlega. Hugsa vísindamennirnir sér nú gott til glóðarinnar að rannsaka lofthjúp reikistjörnunnar, sé hann til staðar, með enn öflugari mælitækjum. Tengdar fréttir Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00 Ein merkilegasta reikistjörnuuppgötvun síðari ára Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu á braut um Proxima Centauri sem er nálægasta stjarnan við sólkerfið okkar. Reikistjarnan er kölluð Proxima b og snýst um kalda og rauða móðurstjörnuna á ellefu dögum. 24. ágúst 2016 18:49 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira
Stjörnufræðingar hafa fundið fjarreikistjörnu sem þeir telja heppilegasta staðinn til að leita að lífi utan sólkerfisins til þessa. Reikistjarnan er úr bergi og er nokkuð stærri og massameiri en jörðin. Staðsetning fjarreikistjörnunnar þykir lofa góðu, bæði fyrir möguleikann á að þar geti lífvænlegar aðstæður verið að finna og til rannsókna á henni. Alþjóðlegur hópur stjörnufræðinga fann reikistjörnuna með mælitækjum Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO). Þannig situr reikistjarnan í miðju lífbelti rauða dvergsins LHS 1140 sem er í fjörutíu ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hún er jafnframt í nær beinni sjónlínu við móðurstjörnuna frá jörðinni séð og gengur því fyrir hana í hverri hringferð. Því gefst stjörnufræðingum tækifæri að skoða hana á 25 daga fresti, samkvæmt frétt á vef ESO. Rauðir dvergar eins og LHS 1140 eru mun minni og kaldari en sólin okkar. Því er fjarreikistjarnan í lífbelti stjörnunnar jafnvel þótt hún sé tífallt nær henni en jörðin er sólinni. Hún fær aðeins um helming þeirrar geislunar sem jörðin fær frá sólinni. Þrátt fyrir þetta eru rauðir dvergar almennt taldir fjandsamlegir lofthjúpum reikistjarna. Snemma á líftíma sínum gefa rauðir dvergar frá sér orkuríka geislun sem getur bókstaflega feykt lofthjúpi reikistjarna út í geim.Mögulega vænlegri kostur en Proxima b og Trappist-1 Tvennt er hins vegar talið fjarreikistjörnunni, sem gengur undir nafninu LHS 1140b, til tekna. Annars vegar snýst rauði dvergurinn hægar og gefur frá sér minni háorkugeislun en aðrar sambærilegar stjörnur. Hins vegar er eðli reikistjörnunnar talið hafa getað bjargað lofthjúpi hennar. Áætlað er að reikistjarnan sé að minnsta kosti fimm milljarða ára gömul. Hún er 40% breiðari en jörðin og næstum því sjö sinnum massameiri. Það telja vísindamennirnir vísbendingu um að hún sé úr bergi og með þéttan járnkjarna eins og jörðin. Reikistjarnan er því nægileg stór til að kvikuhaf gæti hafa verið til staðar á yfirborði hennar í milljónir ára. Gas sem streymdi úr því hefði getað endurnýjað vatn í lofthjúpnum þegar rauði dvergurinn hafði lokið órólegasta skeiði sínu. Af þessum sökum gæti LHS 1140b reynst vænlegri kostur á meðal fjarreikistjarna til að leita að merkjum um líf en Proxima b, næsta fjarreikistjarnan við jörðina, og Trappist-1, þar sem sjö fjarreikistjörnur á stærð við jörðina fundust nýlega. Hugsa vísindamennirnir sér nú gott til glóðarinnar að rannsaka lofthjúp reikistjörnunnar, sé hann til staðar, með enn öflugari mælitækjum.
Tengdar fréttir Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00 Ein merkilegasta reikistjörnuuppgötvun síðari ára Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu á braut um Proxima Centauri sem er nálægasta stjarnan við sólkerfið okkar. Reikistjarnan er kölluð Proxima b og snýst um kalda og rauða móðurstjörnuna á ellefu dögum. 24. ágúst 2016 18:49 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira
Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00
Ein merkilegasta reikistjörnuuppgötvun síðari ára Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu á braut um Proxima Centauri sem er nálægasta stjarnan við sólkerfið okkar. Reikistjarnan er kölluð Proxima b og snýst um kalda og rauða móðurstjörnuna á ellefu dögum. 24. ágúst 2016 18:49