Síðasti fótboltaleikur ársins á Íslandi fór fram í kvöld er úrslitaleikur Bose-mótsins fór fram.
Þar mættust Breiðablik og Stjarnan og höfðu Blikar betur, 2-0.
Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik en þau skoruðu Arnþór Ari Atlason og Gísli Eyjólfsson.
Ágúst Gylfason er því búinn að vinna sinn fyrsta bikar sem þjálfari Breiðabliks.
