Tveggja þrennu jól hjá Kane Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. desember 2017 06:00 Son Heung-Min pússar markaskóna hjá Harry Kane sem hefur skorað þrennu í tveimur leikjum í röð. vísir/getty Jólin eru hátíð ljóss og friðar og þau voru líka hátíðin hans Harrys Kane þetta árið. Þessi magnaði framherji skoraði þrennu í báðum leikjum Tottenham um jólin og er orðinn markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 18 mörk. „Ég þarf að finna herbergi fyrir þá. Núna eru þeir bara allir inni í skáp,“ sagði Kane aðspurður hvað hann gerði við alla boltana sem hann fengi að eiga eftir að hafa skorað þrennu.Sló met Shearers Kane skoraði átta þrennur á árinu 2017 og endaði það með 56 mörk, fleiri en kappar á borð við Lionel Messi (54) og Cristiano Ronaldo (53). Hann bætti einnig 22 ára gamalt met Alans Shearer yfir flest mörk í ensku úrvalsdeildinni á einu ári. Kane skoraði 39 mörk í aðeins 36 deildarleikjum árið 2017. „Þetta var frábært ár. Að vera líkt við leikmenn á borð við Shearer og Messi er það sem þetta snýst allt um. Það var frábært að enda árið með þrennu,“ sagði Kane. Tölfræði skiptir ekki öllu máli í stóra samhenginu. En hún sýnir að Harry Kane skorar alltaf og á móti öllum. Nema í ágúst.Skorar meira með vinstri Það er alveg sama hvort Kane lætur vaða með hægri eða vinstri fæti. Það er allt inni. Á þessu tímabili hefur hann skorað átta deildarmörk með vinstri, sjö með hægri og þrjú með skalla. Kane getur skotið úr nánast öllum mögulegum og ómögulegum stöðum og kemur boltanum oftast nær á markið. Þótt Kane hafi verið óstöðvandi hefur frammistaða Tottenham á tímabilinu verið upp og ofan. Liðið hefur tapað fleiri deildarleikjum en það gerði allt tímabilið í fyrra og er löngu búið að stimpla sig út úr baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Frammistaðan í Meistaradeild Evrópu hefur hins vegar verið frábær. Tottenham fékk flest stig allra í riðlakeppninni (16) og vann riðil sem innihélt Real Madrid og Borussia Dortmund. Framfarirnar í Meistaradeildinni eru miklar frá því á síðasta tímabili.Þurfa að byrja að vinna titla Tottenham verður að halda áfram að þroskast og það hratt. Þrátt fyrir góða spilamennsku síðan Mauricio Pochettino tók við Tottenham 2014 hefur liðið ekki enn unnið titil undir hans stjórn. Það þarf að breytast fyrr en seinna ef Tottenham ætlar að halda sama leikmannahópi. Það er engin vöntun á stórum liðum sem hafa áhuga á helstu stjörnum Tottenham. Hjá þeim stærstu eiga stjörnur Spurs meiri möguleika á að vinna titla og fá hærri laun. Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, heldur fast um veskið og leikmenn liðsins eru á frekar lágum launum miðað við stærstu stjörnurnar í ensku úrvalsdeildinni. Það eru ekki bara leikmenn Tottenham sem eru eftirsóttir heldur einnig Pochettino. Argentínumaðurinn hefur m.a. verið orðaður við Paris Saint-Germain sem hann lék með á árum áður. Pochettino hefur búið til frábært lið hjá Tottenham og stuðningsmenn þess vonast auðvitað til þess að sami kjarni haldist hjá liðinu og hjálpi því að bæta bikurum í bikaraskápinn á nýjum White Hart Lane sem verður tekinn í gagnið á næsta tímabili. Tottenham vann síðast titil 2008 og stuðningsmennina lengir eftir öðrum.Stóru málin eftir helgina í enska boltanumStærstu úrslitin Stoke vann 3-1 sigur á West Brom á Þorláksmessu og það bjargaði líklega starfi Marks Hughes sem þótti sitja í afar heitu sæti eftir slakt gengi í vetur. Stoke kom svo til baka og náði í stig gegn Huddersfield í gær. Stoke er komið upp í 13. sæti deildarinnar.Hvað kom á óvart? Sam Allardyce hefur unnið mikið í varnarleik Everton. Liðið hélt hreinu í báðum leikjum sínum um jólin; gegn Chelsea og gegn West Brom. Í þeim sex leikjum sem Stóri Sam hefur stýrt Everton í hefur Jordan Pickford, markvörður liðsins, aðeins tvisvar sinnum þurft að sækja boltann í netið.Mestu vonbrigðin Manchester United gerði 2-2 jafntefli í báðum leikjum sínum um jólin. Liðið fékk á sig jöfnunarmark í uppbótartíma gegn 10 Leicester-mönnum á Þorláksmessu og í gær lenti United 0-2 undir gegn Burnley á Old Trafford. Jesse Lingard tryggði United stig með tveimur mörkum. Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira
Jólin eru hátíð ljóss og friðar og þau voru líka hátíðin hans Harrys Kane þetta árið. Þessi magnaði framherji skoraði þrennu í báðum leikjum Tottenham um jólin og er orðinn markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 18 mörk. „Ég þarf að finna herbergi fyrir þá. Núna eru þeir bara allir inni í skáp,“ sagði Kane aðspurður hvað hann gerði við alla boltana sem hann fengi að eiga eftir að hafa skorað þrennu.Sló met Shearers Kane skoraði átta þrennur á árinu 2017 og endaði það með 56 mörk, fleiri en kappar á borð við Lionel Messi (54) og Cristiano Ronaldo (53). Hann bætti einnig 22 ára gamalt met Alans Shearer yfir flest mörk í ensku úrvalsdeildinni á einu ári. Kane skoraði 39 mörk í aðeins 36 deildarleikjum árið 2017. „Þetta var frábært ár. Að vera líkt við leikmenn á borð við Shearer og Messi er það sem þetta snýst allt um. Það var frábært að enda árið með þrennu,“ sagði Kane. Tölfræði skiptir ekki öllu máli í stóra samhenginu. En hún sýnir að Harry Kane skorar alltaf og á móti öllum. Nema í ágúst.Skorar meira með vinstri Það er alveg sama hvort Kane lætur vaða með hægri eða vinstri fæti. Það er allt inni. Á þessu tímabili hefur hann skorað átta deildarmörk með vinstri, sjö með hægri og þrjú með skalla. Kane getur skotið úr nánast öllum mögulegum og ómögulegum stöðum og kemur boltanum oftast nær á markið. Þótt Kane hafi verið óstöðvandi hefur frammistaða Tottenham á tímabilinu verið upp og ofan. Liðið hefur tapað fleiri deildarleikjum en það gerði allt tímabilið í fyrra og er löngu búið að stimpla sig út úr baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Frammistaðan í Meistaradeild Evrópu hefur hins vegar verið frábær. Tottenham fékk flest stig allra í riðlakeppninni (16) og vann riðil sem innihélt Real Madrid og Borussia Dortmund. Framfarirnar í Meistaradeildinni eru miklar frá því á síðasta tímabili.Þurfa að byrja að vinna titla Tottenham verður að halda áfram að þroskast og það hratt. Þrátt fyrir góða spilamennsku síðan Mauricio Pochettino tók við Tottenham 2014 hefur liðið ekki enn unnið titil undir hans stjórn. Það þarf að breytast fyrr en seinna ef Tottenham ætlar að halda sama leikmannahópi. Það er engin vöntun á stórum liðum sem hafa áhuga á helstu stjörnum Tottenham. Hjá þeim stærstu eiga stjörnur Spurs meiri möguleika á að vinna titla og fá hærri laun. Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, heldur fast um veskið og leikmenn liðsins eru á frekar lágum launum miðað við stærstu stjörnurnar í ensku úrvalsdeildinni. Það eru ekki bara leikmenn Tottenham sem eru eftirsóttir heldur einnig Pochettino. Argentínumaðurinn hefur m.a. verið orðaður við Paris Saint-Germain sem hann lék með á árum áður. Pochettino hefur búið til frábært lið hjá Tottenham og stuðningsmenn þess vonast auðvitað til þess að sami kjarni haldist hjá liðinu og hjálpi því að bæta bikurum í bikaraskápinn á nýjum White Hart Lane sem verður tekinn í gagnið á næsta tímabili. Tottenham vann síðast titil 2008 og stuðningsmennina lengir eftir öðrum.Stóru málin eftir helgina í enska boltanumStærstu úrslitin Stoke vann 3-1 sigur á West Brom á Þorláksmessu og það bjargaði líklega starfi Marks Hughes sem þótti sitja í afar heitu sæti eftir slakt gengi í vetur. Stoke kom svo til baka og náði í stig gegn Huddersfield í gær. Stoke er komið upp í 13. sæti deildarinnar.Hvað kom á óvart? Sam Allardyce hefur unnið mikið í varnarleik Everton. Liðið hélt hreinu í báðum leikjum sínum um jólin; gegn Chelsea og gegn West Brom. Í þeim sex leikjum sem Stóri Sam hefur stýrt Everton í hefur Jordan Pickford, markvörður liðsins, aðeins tvisvar sinnum þurft að sækja boltann í netið.Mestu vonbrigðin Manchester United gerði 2-2 jafntefli í báðum leikjum sínum um jólin. Liðið fékk á sig jöfnunarmark í uppbótartíma gegn 10 Leicester-mönnum á Þorláksmessu og í gær lenti United 0-2 undir gegn Burnley á Old Trafford. Jesse Lingard tryggði United stig með tveimur mörkum.
Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira