Tveggja þrennu jól hjá Kane Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. desember 2017 06:00 Son Heung-Min pússar markaskóna hjá Harry Kane sem hefur skorað þrennu í tveimur leikjum í röð. vísir/getty Jólin eru hátíð ljóss og friðar og þau voru líka hátíðin hans Harrys Kane þetta árið. Þessi magnaði framherji skoraði þrennu í báðum leikjum Tottenham um jólin og er orðinn markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 18 mörk. „Ég þarf að finna herbergi fyrir þá. Núna eru þeir bara allir inni í skáp,“ sagði Kane aðspurður hvað hann gerði við alla boltana sem hann fengi að eiga eftir að hafa skorað þrennu.Sló met Shearers Kane skoraði átta þrennur á árinu 2017 og endaði það með 56 mörk, fleiri en kappar á borð við Lionel Messi (54) og Cristiano Ronaldo (53). Hann bætti einnig 22 ára gamalt met Alans Shearer yfir flest mörk í ensku úrvalsdeildinni á einu ári. Kane skoraði 39 mörk í aðeins 36 deildarleikjum árið 2017. „Þetta var frábært ár. Að vera líkt við leikmenn á borð við Shearer og Messi er það sem þetta snýst allt um. Það var frábært að enda árið með þrennu,“ sagði Kane. Tölfræði skiptir ekki öllu máli í stóra samhenginu. En hún sýnir að Harry Kane skorar alltaf og á móti öllum. Nema í ágúst.Skorar meira með vinstri Það er alveg sama hvort Kane lætur vaða með hægri eða vinstri fæti. Það er allt inni. Á þessu tímabili hefur hann skorað átta deildarmörk með vinstri, sjö með hægri og þrjú með skalla. Kane getur skotið úr nánast öllum mögulegum og ómögulegum stöðum og kemur boltanum oftast nær á markið. Þótt Kane hafi verið óstöðvandi hefur frammistaða Tottenham á tímabilinu verið upp og ofan. Liðið hefur tapað fleiri deildarleikjum en það gerði allt tímabilið í fyrra og er löngu búið að stimpla sig út úr baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Frammistaðan í Meistaradeild Evrópu hefur hins vegar verið frábær. Tottenham fékk flest stig allra í riðlakeppninni (16) og vann riðil sem innihélt Real Madrid og Borussia Dortmund. Framfarirnar í Meistaradeildinni eru miklar frá því á síðasta tímabili.Þurfa að byrja að vinna titla Tottenham verður að halda áfram að þroskast og það hratt. Þrátt fyrir góða spilamennsku síðan Mauricio Pochettino tók við Tottenham 2014 hefur liðið ekki enn unnið titil undir hans stjórn. Það þarf að breytast fyrr en seinna ef Tottenham ætlar að halda sama leikmannahópi. Það er engin vöntun á stórum liðum sem hafa áhuga á helstu stjörnum Tottenham. Hjá þeim stærstu eiga stjörnur Spurs meiri möguleika á að vinna titla og fá hærri laun. Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, heldur fast um veskið og leikmenn liðsins eru á frekar lágum launum miðað við stærstu stjörnurnar í ensku úrvalsdeildinni. Það eru ekki bara leikmenn Tottenham sem eru eftirsóttir heldur einnig Pochettino. Argentínumaðurinn hefur m.a. verið orðaður við Paris Saint-Germain sem hann lék með á árum áður. Pochettino hefur búið til frábært lið hjá Tottenham og stuðningsmenn þess vonast auðvitað til þess að sami kjarni haldist hjá liðinu og hjálpi því að bæta bikurum í bikaraskápinn á nýjum White Hart Lane sem verður tekinn í gagnið á næsta tímabili. Tottenham vann síðast titil 2008 og stuðningsmennina lengir eftir öðrum.Stóru málin eftir helgina í enska boltanumStærstu úrslitin Stoke vann 3-1 sigur á West Brom á Þorláksmessu og það bjargaði líklega starfi Marks Hughes sem þótti sitja í afar heitu sæti eftir slakt gengi í vetur. Stoke kom svo til baka og náði í stig gegn Huddersfield í gær. Stoke er komið upp í 13. sæti deildarinnar.Hvað kom á óvart? Sam Allardyce hefur unnið mikið í varnarleik Everton. Liðið hélt hreinu í báðum leikjum sínum um jólin; gegn Chelsea og gegn West Brom. Í þeim sex leikjum sem Stóri Sam hefur stýrt Everton í hefur Jordan Pickford, markvörður liðsins, aðeins tvisvar sinnum þurft að sækja boltann í netið.Mestu vonbrigðin Manchester United gerði 2-2 jafntefli í báðum leikjum sínum um jólin. Liðið fékk á sig jöfnunarmark í uppbótartíma gegn 10 Leicester-mönnum á Þorláksmessu og í gær lenti United 0-2 undir gegn Burnley á Old Trafford. Jesse Lingard tryggði United stig með tveimur mörkum. Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Sjá meira
Jólin eru hátíð ljóss og friðar og þau voru líka hátíðin hans Harrys Kane þetta árið. Þessi magnaði framherji skoraði þrennu í báðum leikjum Tottenham um jólin og er orðinn markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 18 mörk. „Ég þarf að finna herbergi fyrir þá. Núna eru þeir bara allir inni í skáp,“ sagði Kane aðspurður hvað hann gerði við alla boltana sem hann fengi að eiga eftir að hafa skorað þrennu.Sló met Shearers Kane skoraði átta þrennur á árinu 2017 og endaði það með 56 mörk, fleiri en kappar á borð við Lionel Messi (54) og Cristiano Ronaldo (53). Hann bætti einnig 22 ára gamalt met Alans Shearer yfir flest mörk í ensku úrvalsdeildinni á einu ári. Kane skoraði 39 mörk í aðeins 36 deildarleikjum árið 2017. „Þetta var frábært ár. Að vera líkt við leikmenn á borð við Shearer og Messi er það sem þetta snýst allt um. Það var frábært að enda árið með þrennu,“ sagði Kane. Tölfræði skiptir ekki öllu máli í stóra samhenginu. En hún sýnir að Harry Kane skorar alltaf og á móti öllum. Nema í ágúst.Skorar meira með vinstri Það er alveg sama hvort Kane lætur vaða með hægri eða vinstri fæti. Það er allt inni. Á þessu tímabili hefur hann skorað átta deildarmörk með vinstri, sjö með hægri og þrjú með skalla. Kane getur skotið úr nánast öllum mögulegum og ómögulegum stöðum og kemur boltanum oftast nær á markið. Þótt Kane hafi verið óstöðvandi hefur frammistaða Tottenham á tímabilinu verið upp og ofan. Liðið hefur tapað fleiri deildarleikjum en það gerði allt tímabilið í fyrra og er löngu búið að stimpla sig út úr baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Frammistaðan í Meistaradeild Evrópu hefur hins vegar verið frábær. Tottenham fékk flest stig allra í riðlakeppninni (16) og vann riðil sem innihélt Real Madrid og Borussia Dortmund. Framfarirnar í Meistaradeildinni eru miklar frá því á síðasta tímabili.Þurfa að byrja að vinna titla Tottenham verður að halda áfram að þroskast og það hratt. Þrátt fyrir góða spilamennsku síðan Mauricio Pochettino tók við Tottenham 2014 hefur liðið ekki enn unnið titil undir hans stjórn. Það þarf að breytast fyrr en seinna ef Tottenham ætlar að halda sama leikmannahópi. Það er engin vöntun á stórum liðum sem hafa áhuga á helstu stjörnum Tottenham. Hjá þeim stærstu eiga stjörnur Spurs meiri möguleika á að vinna titla og fá hærri laun. Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, heldur fast um veskið og leikmenn liðsins eru á frekar lágum launum miðað við stærstu stjörnurnar í ensku úrvalsdeildinni. Það eru ekki bara leikmenn Tottenham sem eru eftirsóttir heldur einnig Pochettino. Argentínumaðurinn hefur m.a. verið orðaður við Paris Saint-Germain sem hann lék með á árum áður. Pochettino hefur búið til frábært lið hjá Tottenham og stuðningsmenn þess vonast auðvitað til þess að sami kjarni haldist hjá liðinu og hjálpi því að bæta bikurum í bikaraskápinn á nýjum White Hart Lane sem verður tekinn í gagnið á næsta tímabili. Tottenham vann síðast titil 2008 og stuðningsmennina lengir eftir öðrum.Stóru málin eftir helgina í enska boltanumStærstu úrslitin Stoke vann 3-1 sigur á West Brom á Þorláksmessu og það bjargaði líklega starfi Marks Hughes sem þótti sitja í afar heitu sæti eftir slakt gengi í vetur. Stoke kom svo til baka og náði í stig gegn Huddersfield í gær. Stoke er komið upp í 13. sæti deildarinnar.Hvað kom á óvart? Sam Allardyce hefur unnið mikið í varnarleik Everton. Liðið hélt hreinu í báðum leikjum sínum um jólin; gegn Chelsea og gegn West Brom. Í þeim sex leikjum sem Stóri Sam hefur stýrt Everton í hefur Jordan Pickford, markvörður liðsins, aðeins tvisvar sinnum þurft að sækja boltann í netið.Mestu vonbrigðin Manchester United gerði 2-2 jafntefli í báðum leikjum sínum um jólin. Liðið fékk á sig jöfnunarmark í uppbótartíma gegn 10 Leicester-mönnum á Þorláksmessu og í gær lenti United 0-2 undir gegn Burnley á Old Trafford. Jesse Lingard tryggði United stig með tveimur mörkum.
Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Sjá meira