Enski boltinn

Telegraph: Van Dijk á leið til Liverpool fyrir 75 milljónir punda

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Virgil Van Dijk hefur væntanlega leikið sinn síðasta leik fyrir Southampton.
Virgil Van Dijk hefur væntanlega leikið sinn síðasta leik fyrir Southampton. vísir/getty
Hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk gengur í raðir Liverpool frá Southampton þegar félagaskiptaglugginn opnar á mánudaginn. The Telegraph greinir frá.

Liverpool borgar 75 milljónir punda fyrir Van Dijk sem verður dýrasti varnarmaður allra tíma.

Liverpool eltist við Van Dijk í sumar en ekkert varð af félagaskiptunum. Manchester City og Chelsea voru einnig á eftir Hollendingnum en svo virðist sem Liverpool hafi unnið kapphlaupið um hann.

Samkvæmt frétt The Telegraph fær Van Dijk um 180.000 pund í vikulaun hjá Liverpool.

Van Dijk hóf ferilinn hjá Groningen en gekk í raðir Celtic 2013. Hann lék í tvö ár með skoska liðinu áður en hann fór til Southampton 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×