Linda Wenzel gæti hlotið dauðadóm í Írak: „Mig langar bara að komast burt“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. júlí 2017 11:15 Talið er að Linda hafi gengið til liðs við hin alræmdu hryðjuverkasamtök ISIS. Hún fannst heil á húfi í Írak. Vísir/AP Það var fyrir um ári sem foreldrar Lindu Wenzel, þýskrar unglingsstúlku sem handtekin var á meðal ISIS-liða í Mósúl í Írak í síðustu viku, byrjuðu að leita að dóttur sinni eftir að hún hvarf frá heimabæ þeirra Pulsnitz nálægt borginni Dresden. Þýsk yfirvöld staðfestu í gær að Linda væri fundin heil á húfi, það er ekkert amar að henni líkamlega en óljóst er hvernig andleg líðan stúlkunnar er. Talið er að Linda hafi flúið að heiman fyrir ári síðan til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS en hún var ein af fimm konum sem öryggissveit írakska hersins handtók þegar herinn tók yfir gömlu borgina í Mósúl. En hver er Linda, þessi unglingsstúlka frá smábænum Pulsnitz, sem gekk, að því virðist, til liðs við alræmd hryðjuverkasamtök?Gríðarleg eyðilegging blasir við í borginni Mósúl eftir bardagana þar undanfarið.vísir/gettyGóður námsmaður sem komst í kynni við öfgamenn á netinu Írakski blaðamaðurinn Amir Musawy heimsótti Lindu í síðustu viku en hann var hluti af rannsóknarteymi þýska blaðsins Süddeutsche Zeitung og ríkisstöðvanna NDR og WDR. Musawy segir að hann hafi verið fyrsti blaðamaðurinn til að hitta Lindu eftir að öryggissveitirnar fundu hana. „Mér virtist sem hún skildi ekki alveg hvað hafði komið fyrir hana eða hvað hún hafði gert,“ er haft eftir Musawy á vef CNN. Þar er vísað í umfjöllun Süddeutsche Zeitung og viðtals Musawy við Lindu. „Mig langar bara að komast burt. Mig langar að komast burt frá þessu stríði, burt frá öllum þessu vopnum, burt úr hávaðanum,“ sagði Linda. Þá kvaðst hún einnig vera tilbúin að bera vitni. Talið er að Linda hafa flúið að heiman stuttu eftir að hún tók upp íslamstrú. Hún var góður námsmaður sem komst í kynni við öfgamenn á internetinu. Hún var allt í einu að hlusta á arabíska tónlist í staðinn fyrir rapp og ekki leið á löngu þar til hún var farin að ganga með slæðu.Giftist vígamanni ISIS sem lést skömmu eftir brúðkaupið Linda hitti tilvonandi eiginmann sinn, vígamann fyrir ISIS-samtökin, á netinu. Hún ferðaðist til Istanbúl í Tyrklandi í júlí í fyrra og sagði við Musawy að það hafi hún verið flutt, gegn vilja sínum, til Mósúl. Þegar þangað var komið giftist hún vígamanni ISIS en hann lét lífið í bardaga skömmu síðar. Að því er fram kemur í umfjöllun New York Times var Linda í felum í kjallara í Mósúl þegar öryggissveitirnar fundu hana og handtóku. Hún var þá með sár á fótlegg sem hún sagði vera eftir loftárás en kvaðst að öðru leyti hafa það ágætt. Haft var eftir föður Lindu í þýskum fjölmiðlum að hann hefði brotnað saman þegar hann fékk fregnir af því að hún væri á lífi. „Ég vona svo sannarlega að Linda komist heilu og höldnu heim. Ég mun alltaf vera til staðar fyrir hana.“ Ekki liggur enn fyrir hvort að Linda muni snúa heim til Þýskalands þar sem hennar gætu beðið réttarhöld í Írak verði það staðfest að hún hafi gengið til liðs við ISIS. Þá er hugsanlegt að hún verði dæmd til dauða. Meira en 930 manns, þar á meðal börn, hafa farið frá Þýskalandi til Íraks og Sýrlands til að berjast með ISIS. Þýsk yfirvöld telja að um 20 prósent af þessum fjölda séu ungar stúlkar og konur. Tengdar fréttir Þýska stúlkan fundin heil á húfi í Írak Yfirvöld í Þýskalandi staðfestu í dag að þýska stúlkan, sem strauk að heiman árið 2016 til að ganga til liðs við samtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki, er fundin heil á húfi í Írak. 24. júlí 2017 20:20 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira
Það var fyrir um ári sem foreldrar Lindu Wenzel, þýskrar unglingsstúlku sem handtekin var á meðal ISIS-liða í Mósúl í Írak í síðustu viku, byrjuðu að leita að dóttur sinni eftir að hún hvarf frá heimabæ þeirra Pulsnitz nálægt borginni Dresden. Þýsk yfirvöld staðfestu í gær að Linda væri fundin heil á húfi, það er ekkert amar að henni líkamlega en óljóst er hvernig andleg líðan stúlkunnar er. Talið er að Linda hafi flúið að heiman fyrir ári síðan til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS en hún var ein af fimm konum sem öryggissveit írakska hersins handtók þegar herinn tók yfir gömlu borgina í Mósúl. En hver er Linda, þessi unglingsstúlka frá smábænum Pulsnitz, sem gekk, að því virðist, til liðs við alræmd hryðjuverkasamtök?Gríðarleg eyðilegging blasir við í borginni Mósúl eftir bardagana þar undanfarið.vísir/gettyGóður námsmaður sem komst í kynni við öfgamenn á netinu Írakski blaðamaðurinn Amir Musawy heimsótti Lindu í síðustu viku en hann var hluti af rannsóknarteymi þýska blaðsins Süddeutsche Zeitung og ríkisstöðvanna NDR og WDR. Musawy segir að hann hafi verið fyrsti blaðamaðurinn til að hitta Lindu eftir að öryggissveitirnar fundu hana. „Mér virtist sem hún skildi ekki alveg hvað hafði komið fyrir hana eða hvað hún hafði gert,“ er haft eftir Musawy á vef CNN. Þar er vísað í umfjöllun Süddeutsche Zeitung og viðtals Musawy við Lindu. „Mig langar bara að komast burt. Mig langar að komast burt frá þessu stríði, burt frá öllum þessu vopnum, burt úr hávaðanum,“ sagði Linda. Þá kvaðst hún einnig vera tilbúin að bera vitni. Talið er að Linda hafa flúið að heiman stuttu eftir að hún tók upp íslamstrú. Hún var góður námsmaður sem komst í kynni við öfgamenn á internetinu. Hún var allt í einu að hlusta á arabíska tónlist í staðinn fyrir rapp og ekki leið á löngu þar til hún var farin að ganga með slæðu.Giftist vígamanni ISIS sem lést skömmu eftir brúðkaupið Linda hitti tilvonandi eiginmann sinn, vígamann fyrir ISIS-samtökin, á netinu. Hún ferðaðist til Istanbúl í Tyrklandi í júlí í fyrra og sagði við Musawy að það hafi hún verið flutt, gegn vilja sínum, til Mósúl. Þegar þangað var komið giftist hún vígamanni ISIS en hann lét lífið í bardaga skömmu síðar. Að því er fram kemur í umfjöllun New York Times var Linda í felum í kjallara í Mósúl þegar öryggissveitirnar fundu hana og handtóku. Hún var þá með sár á fótlegg sem hún sagði vera eftir loftárás en kvaðst að öðru leyti hafa það ágætt. Haft var eftir föður Lindu í þýskum fjölmiðlum að hann hefði brotnað saman þegar hann fékk fregnir af því að hún væri á lífi. „Ég vona svo sannarlega að Linda komist heilu og höldnu heim. Ég mun alltaf vera til staðar fyrir hana.“ Ekki liggur enn fyrir hvort að Linda muni snúa heim til Þýskalands þar sem hennar gætu beðið réttarhöld í Írak verði það staðfest að hún hafi gengið til liðs við ISIS. Þá er hugsanlegt að hún verði dæmd til dauða. Meira en 930 manns, þar á meðal börn, hafa farið frá Þýskalandi til Íraks og Sýrlands til að berjast með ISIS. Þýsk yfirvöld telja að um 20 prósent af þessum fjölda séu ungar stúlkar og konur.
Tengdar fréttir Þýska stúlkan fundin heil á húfi í Írak Yfirvöld í Þýskalandi staðfestu í dag að þýska stúlkan, sem strauk að heiman árið 2016 til að ganga til liðs við samtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki, er fundin heil á húfi í Írak. 24. júlí 2017 20:20 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira
Þýska stúlkan fundin heil á húfi í Írak Yfirvöld í Þýskalandi staðfestu í dag að þýska stúlkan, sem strauk að heiman árið 2016 til að ganga til liðs við samtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki, er fundin heil á húfi í Írak. 24. júlí 2017 20:20