Segja Trump brjóta gegn stjórnarskránni og höfða mál Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2017 14:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Samtökin Citizens for Responsibility and Ethics in Washington, eða CREW, ætla sér að höfða mál gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í dag. Samtökin segja hann brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna með því að taka við peningum frá erlendum ríkisstjórnum í gegnum fyrirtæki sín. Málið verður höfðað í dag.CREW samanstendur af sérfræðingum um stjórnarskrá Bandaríkjanna, hæstaréttarlögmönnum og fyrrverandi siðferðislögmönnum Hvíta hússins. Þeir segja klausu í stjórnarskrá Bandaríkjanna segja til um að forseti megi ekki taka við peningum frá öðrum ríkisstjórnum og segja Trump vera að gera það með hótelum og annars konar fyrirtækjum sem hann rekur og tengjast honum um heim allan.Samkvæmt New York Times er þetta einungis ein af fjölmörum lögsóknum sem samtök sem halla til vinstri hafa og ætla sér að beita gegn ríkisstjórn Trump. Í frétt þeirra segir að slíkar lögsóknir séu ein af fáum leiðum sem standi Demókrötum opnar til að berjast gegn ríkisstjórninni þar sem Repúblikanar stjórna báðum deildum þingsins. „Við vildum ekki enda í þessari stöðu,“ segir Noah Bookbinder, framkvæmdastjóri CREW við CNN. „Við vonuðumst til þess að Trump myndi taka nauðsynleg skref til að koma í veg fyrir stjórnarskrárbrot áður en hann tók við embætti. Það gerði hann ekki. Stjórnarskrárbrot hans eru alvarleg og við neyddumst til að grípa til lagalegra aðgerða.“ Samkvæmt greiningu CNN á Trump, að fullu eða að hluta til, minnst 564 fyrirtæki sem hafa átt í viðskiptum við minnst 25 önnur ríki.Trump hefur verið hvattur til þess að selja eignir sínar, setja þær í sjóð og fá utanaðkomandi aðila til að reka hann.Erfitt að seljaTrump Organization, er regnhlífarfélag og kemur að hundruðum fyrirtækja um allan heim. Enginn forseti Bandaríkjanna hefur verið nálægt því að eiga svo mikið og svo víða um heiminn. Þá er ekki hægt að selja fasteignir eins hratt og hlutabréf og þar að auki væri erfitt að aðskilja Trump frá byggingunum þar sem nafnið hans er í stórum gylltum stöfum utan á þeim byggingum. Lögfræðingur Trump sagði í gær að ef fasteignir hans yrðu seldar væri hægt að velta vöngum yfir því hvort að söluverðið hefði verið réttmætt eða hvort erlendur aðili væri að reyna að borga of mikla peninga til forsetans. Þar að auki myndi sala á öllum eignunum á skömmum tíma draga verulega úr verðmæti þeirra og í raun gera út af við fyrirtæki sem Trump hefur varið ævi sinni í að byggja upp.Sjá einnig: Trump þyrfti að selja alltTrump sagði á blaðamannafundi þann 11. janúar að synir hans tveir myndu taka yfir rekstri fyrirtækisins og að hann yrði ekki meðvitaður um hvað færi þar fram. Þá yrðu allir peningar sem erlendir erindrekar borga fyrir gistingu á hótelum Trump gefnar til ríkissjóðs. Hann mun áfram eiga fyrirtækið og sérfræðingar segja það skapa hættu á að hann hagi ákvörðunum sínum með sinn eigin hag í huga. Lögfræðingar Trump segja hins vegar að klausa stjórnarskrárinnar fjalli ekki um greiðslur vegna einkafyrirtækja, einungis um sérstakar greiðslur og gjafi. Á áðurnefndum blaðamannafundi sagði Sheri A. Dillon að þegar stjórnarskráin hafi verið samin hefði engum dottið í hug að það væru mútur að borga hótelreikning. Meðlimir CREW segja hins vegar barnalegt að halda því fram að erlend ríki muni ekki nota sér fyrirtæki Trump til að ná fram eigin hagsmunum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Samtökin Citizens for Responsibility and Ethics in Washington, eða CREW, ætla sér að höfða mál gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í dag. Samtökin segja hann brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna með því að taka við peningum frá erlendum ríkisstjórnum í gegnum fyrirtæki sín. Málið verður höfðað í dag.CREW samanstendur af sérfræðingum um stjórnarskrá Bandaríkjanna, hæstaréttarlögmönnum og fyrrverandi siðferðislögmönnum Hvíta hússins. Þeir segja klausu í stjórnarskrá Bandaríkjanna segja til um að forseti megi ekki taka við peningum frá öðrum ríkisstjórnum og segja Trump vera að gera það með hótelum og annars konar fyrirtækjum sem hann rekur og tengjast honum um heim allan.Samkvæmt New York Times er þetta einungis ein af fjölmörum lögsóknum sem samtök sem halla til vinstri hafa og ætla sér að beita gegn ríkisstjórn Trump. Í frétt þeirra segir að slíkar lögsóknir séu ein af fáum leiðum sem standi Demókrötum opnar til að berjast gegn ríkisstjórninni þar sem Repúblikanar stjórna báðum deildum þingsins. „Við vildum ekki enda í þessari stöðu,“ segir Noah Bookbinder, framkvæmdastjóri CREW við CNN. „Við vonuðumst til þess að Trump myndi taka nauðsynleg skref til að koma í veg fyrir stjórnarskrárbrot áður en hann tók við embætti. Það gerði hann ekki. Stjórnarskrárbrot hans eru alvarleg og við neyddumst til að grípa til lagalegra aðgerða.“ Samkvæmt greiningu CNN á Trump, að fullu eða að hluta til, minnst 564 fyrirtæki sem hafa átt í viðskiptum við minnst 25 önnur ríki.Trump hefur verið hvattur til þess að selja eignir sínar, setja þær í sjóð og fá utanaðkomandi aðila til að reka hann.Erfitt að seljaTrump Organization, er regnhlífarfélag og kemur að hundruðum fyrirtækja um allan heim. Enginn forseti Bandaríkjanna hefur verið nálægt því að eiga svo mikið og svo víða um heiminn. Þá er ekki hægt að selja fasteignir eins hratt og hlutabréf og þar að auki væri erfitt að aðskilja Trump frá byggingunum þar sem nafnið hans er í stórum gylltum stöfum utan á þeim byggingum. Lögfræðingur Trump sagði í gær að ef fasteignir hans yrðu seldar væri hægt að velta vöngum yfir því hvort að söluverðið hefði verið réttmætt eða hvort erlendur aðili væri að reyna að borga of mikla peninga til forsetans. Þar að auki myndi sala á öllum eignunum á skömmum tíma draga verulega úr verðmæti þeirra og í raun gera út af við fyrirtæki sem Trump hefur varið ævi sinni í að byggja upp.Sjá einnig: Trump þyrfti að selja alltTrump sagði á blaðamannafundi þann 11. janúar að synir hans tveir myndu taka yfir rekstri fyrirtækisins og að hann yrði ekki meðvitaður um hvað færi þar fram. Þá yrðu allir peningar sem erlendir erindrekar borga fyrir gistingu á hótelum Trump gefnar til ríkissjóðs. Hann mun áfram eiga fyrirtækið og sérfræðingar segja það skapa hættu á að hann hagi ákvörðunum sínum með sinn eigin hag í huga. Lögfræðingar Trump segja hins vegar að klausa stjórnarskrárinnar fjalli ekki um greiðslur vegna einkafyrirtækja, einungis um sérstakar greiðslur og gjafi. Á áðurnefndum blaðamannafundi sagði Sheri A. Dillon að þegar stjórnarskráin hafi verið samin hefði engum dottið í hug að það væru mútur að borga hótelreikning. Meðlimir CREW segja hins vegar barnalegt að halda því fram að erlend ríki muni ekki nota sér fyrirtæki Trump til að ná fram eigin hagsmunum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent