Eiður Smári hættur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. september 2017 22:23 Eiður Smári Guðjohnsen hefur spilað sinn síðasta keppnisleik á fótboltaferlinum. Þetta kemur fram í viðtalsþættinum 1 á 1 með Gumma Ben sem er á dagskrá Stöðvar 2 Sport í kvöld. Eiður hefur ekkert spilað síðan hann yfirgaf Molde í byrjun ágúst á síðasta ári. Seinna í mánuðinum samdi hann við Pune City á Indlandi en meiðsli komu í veg fyrir að hann spilaði með liðinu.Eiði bauðst að spila með Breiðabliki seinni hluta tímabilsins í Pepsi-deildinni en hafnaði því. „Ég held að ég muni aldrei hætta í fótbolta. Ég mun mæta á æfingar og leika mér. Ég mun spila fótbolta þangað til ég get ekki labbað. En með atvinnumannaknattspyrnu, ég held að það sé löngu ljóst. Það er ár síðan ég spilaði síðast og ég er enn stífur þegar ég vakna á morgnana,“ sagði Eiður þegar Gummi spurði hann hvort hann væri hættur. Eiður, sem verður 39 ára síðar í mánuðinum, átti langan og farsælan feril. Hann skaust fram á sjónarsviðið með Val árið 1994, aðeins 15 ára gamall, og fór í kjölfarið til PSV Eindhoven í Hollandi.Eiður Smári lék í sex ár með Chelsea og varð tvisvar sinnum Englandsmeistari með liðinu.vísir/gettyEiður lenti í erfiðum meiðslum en komst aftur á ferðina með Bolton Wanderers. Þaðan var hann seldur til Chelsea þar sem hann lék í sex ár. Eiður lék alls 261 leiki fyrir Chelsea og skoraði 78 mörk. Hann varð Englandsmeistari með liðinu 2005 og 2006 og vann deildabikarinn 2005. Eiður gekk í raðir Barcelona sumarið 2006. Hann lék í þrjú ár með Katalóníuliðinu. Á síðasta tímabili sínu með Barcelona vann Eiður þrennuna svokölluðu; spænsku úrvalsdeildina, spænsku bikarkeppnina og Meistaradeild Evrópu. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur unnið Meistaradeildina. Eiður fór víða á síðustu árunum á ferlinum og lék í Frakklandi, Englandi, Grikklandi, Belgíu, Kína og Noregi. Eiður lék sinn fyrsta landsleik 1996 þegar hann kom inn á fyrir föður sinn, Arnór Guðjohnsen, í vináttulandsleik gegn Eistlandi. Eiður lék alls 88 landsleiki og skoraði 26 mörk. Hann er markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Eiður var í íslenska liðinu sem fór á EM í Frakklandi í fyrra. Hann kom við sögu í tveimur af fimm leikjum Íslands á mótinu. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Eiður Smári í 1 á 1: Af hverju vildi hann ekki fara til Breiðabliks? Eiður Smári Guðjohnsen er gestur Guðmundar Benediktssonar í viðtalsþættinum 1 á 1 í kvöld. Þátturinn hefst klukkan 22:10 og verður sýndur á Stöð 2 Sport HD. 8. september 2017 19:38 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen hefur spilað sinn síðasta keppnisleik á fótboltaferlinum. Þetta kemur fram í viðtalsþættinum 1 á 1 með Gumma Ben sem er á dagskrá Stöðvar 2 Sport í kvöld. Eiður hefur ekkert spilað síðan hann yfirgaf Molde í byrjun ágúst á síðasta ári. Seinna í mánuðinum samdi hann við Pune City á Indlandi en meiðsli komu í veg fyrir að hann spilaði með liðinu.Eiði bauðst að spila með Breiðabliki seinni hluta tímabilsins í Pepsi-deildinni en hafnaði því. „Ég held að ég muni aldrei hætta í fótbolta. Ég mun mæta á æfingar og leika mér. Ég mun spila fótbolta þangað til ég get ekki labbað. En með atvinnumannaknattspyrnu, ég held að það sé löngu ljóst. Það er ár síðan ég spilaði síðast og ég er enn stífur þegar ég vakna á morgnana,“ sagði Eiður þegar Gummi spurði hann hvort hann væri hættur. Eiður, sem verður 39 ára síðar í mánuðinum, átti langan og farsælan feril. Hann skaust fram á sjónarsviðið með Val árið 1994, aðeins 15 ára gamall, og fór í kjölfarið til PSV Eindhoven í Hollandi.Eiður Smári lék í sex ár með Chelsea og varð tvisvar sinnum Englandsmeistari með liðinu.vísir/gettyEiður lenti í erfiðum meiðslum en komst aftur á ferðina með Bolton Wanderers. Þaðan var hann seldur til Chelsea þar sem hann lék í sex ár. Eiður lék alls 261 leiki fyrir Chelsea og skoraði 78 mörk. Hann varð Englandsmeistari með liðinu 2005 og 2006 og vann deildabikarinn 2005. Eiður gekk í raðir Barcelona sumarið 2006. Hann lék í þrjú ár með Katalóníuliðinu. Á síðasta tímabili sínu með Barcelona vann Eiður þrennuna svokölluðu; spænsku úrvalsdeildina, spænsku bikarkeppnina og Meistaradeild Evrópu. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur unnið Meistaradeildina. Eiður fór víða á síðustu árunum á ferlinum og lék í Frakklandi, Englandi, Grikklandi, Belgíu, Kína og Noregi. Eiður lék sinn fyrsta landsleik 1996 þegar hann kom inn á fyrir föður sinn, Arnór Guðjohnsen, í vináttulandsleik gegn Eistlandi. Eiður lék alls 88 landsleiki og skoraði 26 mörk. Hann er markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Eiður var í íslenska liðinu sem fór á EM í Frakklandi í fyrra. Hann kom við sögu í tveimur af fimm leikjum Íslands á mótinu.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Eiður Smári í 1 á 1: Af hverju vildi hann ekki fara til Breiðabliks? Eiður Smári Guðjohnsen er gestur Guðmundar Benediktssonar í viðtalsþættinum 1 á 1 í kvöld. Þátturinn hefst klukkan 22:10 og verður sýndur á Stöð 2 Sport HD. 8. september 2017 19:38 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Eiður Smári í 1 á 1: Af hverju vildi hann ekki fara til Breiðabliks? Eiður Smári Guðjohnsen er gestur Guðmundar Benediktssonar í viðtalsþættinum 1 á 1 í kvöld. Þátturinn hefst klukkan 22:10 og verður sýndur á Stöð 2 Sport HD. 8. september 2017 19:38