Harvey Weinstein rekinn úr Óskarsakademíunni eftir fordæmalausa ákvörðun stjórnarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 14. október 2017 20:49 Harvey Weinstein. Vísir/Getty Bandaríska kvikmyndaakademían, sem meðal annars úthlutar Óskarsverðlaununum ár hvert, hefur ákveðið að reka kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein umsvifalaust úr akademíunni. Var þetta ákveðið á neyðarfundi akademíunnar í dag þar sem yfirgnæfandi meirihluti kaus með brottvikningu Weinstein. Stjórn akademíunnar telur 54 manns en boðað var til neyðarfundarins eftir að ásakanir á hendur Weinstein um kynferðisbrot gegn fjölda kvenna voru opinberaðar í umfangsmiklum umfjöllunum The New York Times og The New Yorker. The New York Times greinir frá innihaldi tilkynningar akademíunnar vegna málsins en þar kemur fram að tveir þriðju af stjórninni hafi ákveðið að reka Weinstein. „Við gerum það ekki einungis til að aðskilja okkar frá einhverjum sem á ekki skilið virðingu frá kollegum sínum, heldur einnig til að senda þau skilaboð að tímabil þess að loka augum fyrir kynferðisbrotum og áreitni á vinnustað í okkar iðnaði er lokið,“ segir í tilkynningunni. Akademían státar af 8.400 meðlimum en New York Times segir þessa ákvörðun stjórnarinnar marka tímamót því ekki hafi verið gripið til þess ráðs áður að reka einhvern úr akademíunni fyrir þessar sakir, eftir því sem best verður komist. New York Times nefnir til dæmis að leikstjórinn Roman Polanski, sem játaði sök í kynferðisbrotamáli fyrir að hafa haft samræði við þrettán ára gamla stúlku, hafi ekki verið rekinn úr akademíunni og þá hafi grínistinn Bill Cosby ekki heldur verið rekinn þrátt fyrir að fjöldi kvenna hafi sakað hann um kynferðisbrot. Það eigi jafnframt við um leikarann og leikstjórann Mel Gibson sem játaði að hafa beitt kærustu sína ofbeldi árið 2011, auk þess að hafa látið fordómafull orð falla um gyðinga. Weinstein hefur átt afar farsælan feril þegar kemur að Óskarsverðlaunahátíðinni, en myndir sem hann hefur framleitt hafa í það heila hlotið 300 tilnefningar. New York Times segir aðild leikarans Carmine Caridi hafa verið afturkallaða árið 2004 fyrir að hafa brotið gegn reglum Óskarsverðlaunanna með því að lána eintök af kvikmyndunum sem höfðu verið tilnefndar það árið. Ólöglegar útgáfur af myndunum í fullum gæðum enduðu á netinu í kjölfarið. Á meðal þeirra sem sitja í stjórn akademíunnar eru leikstjórinn Steven Spielberg, leikkonan Whoopi Goldberg, Kathleen Kennedy forstjóri Lucasfilm, leikarinn Tom Hanks, heimildarmyndaleikstjórinn Rory Kennedy og Jim Gianopulos, stjórnarformaður kvikmyndaversins Paramount Pictures. Óskarinn MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30 Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Tarantino rýfur þögnina varðandi mál Weinstein Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. 13. október 2017 10:50 Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Bandaríska kvikmyndaakademían, sem meðal annars úthlutar Óskarsverðlaununum ár hvert, hefur ákveðið að reka kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein umsvifalaust úr akademíunni. Var þetta ákveðið á neyðarfundi akademíunnar í dag þar sem yfirgnæfandi meirihluti kaus með brottvikningu Weinstein. Stjórn akademíunnar telur 54 manns en boðað var til neyðarfundarins eftir að ásakanir á hendur Weinstein um kynferðisbrot gegn fjölda kvenna voru opinberaðar í umfangsmiklum umfjöllunum The New York Times og The New Yorker. The New York Times greinir frá innihaldi tilkynningar akademíunnar vegna málsins en þar kemur fram að tveir þriðju af stjórninni hafi ákveðið að reka Weinstein. „Við gerum það ekki einungis til að aðskilja okkar frá einhverjum sem á ekki skilið virðingu frá kollegum sínum, heldur einnig til að senda þau skilaboð að tímabil þess að loka augum fyrir kynferðisbrotum og áreitni á vinnustað í okkar iðnaði er lokið,“ segir í tilkynningunni. Akademían státar af 8.400 meðlimum en New York Times segir þessa ákvörðun stjórnarinnar marka tímamót því ekki hafi verið gripið til þess ráðs áður að reka einhvern úr akademíunni fyrir þessar sakir, eftir því sem best verður komist. New York Times nefnir til dæmis að leikstjórinn Roman Polanski, sem játaði sök í kynferðisbrotamáli fyrir að hafa haft samræði við þrettán ára gamla stúlku, hafi ekki verið rekinn úr akademíunni og þá hafi grínistinn Bill Cosby ekki heldur verið rekinn þrátt fyrir að fjöldi kvenna hafi sakað hann um kynferðisbrot. Það eigi jafnframt við um leikarann og leikstjórann Mel Gibson sem játaði að hafa beitt kærustu sína ofbeldi árið 2011, auk þess að hafa látið fordómafull orð falla um gyðinga. Weinstein hefur átt afar farsælan feril þegar kemur að Óskarsverðlaunahátíðinni, en myndir sem hann hefur framleitt hafa í það heila hlotið 300 tilnefningar. New York Times segir aðild leikarans Carmine Caridi hafa verið afturkallaða árið 2004 fyrir að hafa brotið gegn reglum Óskarsverðlaunanna með því að lána eintök af kvikmyndunum sem höfðu verið tilnefndar það árið. Ólöglegar útgáfur af myndunum í fullum gæðum enduðu á netinu í kjölfarið. Á meðal þeirra sem sitja í stjórn akademíunnar eru leikstjórinn Steven Spielberg, leikkonan Whoopi Goldberg, Kathleen Kennedy forstjóri Lucasfilm, leikarinn Tom Hanks, heimildarmyndaleikstjórinn Rory Kennedy og Jim Gianopulos, stjórnarformaður kvikmyndaversins Paramount Pictures.
Óskarinn MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30 Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Tarantino rýfur þögnina varðandi mál Weinstein Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. 13. október 2017 10:50 Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45
Tarantino rýfur þögnina varðandi mál Weinstein Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. 13. október 2017 10:50
Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34