Þroskandi að vera fyrirliði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. maí 2017 06:00 Katrín í leik gegn KR sem Stjarnan mætir í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins. vísir/anton Það er engum ofsögum sagt að Katrín Ásbjörnsdóttir hafi byrjað tímabilið af krafti. Þessi 24 ára gamli Vesturbæingur hefur skorað í öllum fimm leikjum Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna, alls sex mörk. Enginn leikmaður hefur skorað jafn mikið í Pepsi-deildinni það sem af er tímabili. Auk þess að skora sex mörk hefur Katrín gefið tvær stoðsendingar. Það hefur ekki bara gengið vel hjá Katrínu sjálfri heldur hefur Stjarnan farið afar vel af stað og náð í 13 stig af 15 mögulegum í fyrstu fimm umferðunum. Garðbæingar hafa verið sérstaklega sókndjarfir og skorað 15 mörk, eða þrjú mörk að meðaltali í leik. „Við erum sáttar og byggjum ofan á það. Við erum með 13 stig og erum ánægðar með það,“ sagði Katrín í samtali við Fréttablaðið í gær. Nokkrar breytingar urðu á Stjörnuliðinu milli ára, eins og gengur og gerist. Katrín kveðst ánægð með nýju leikmennina í liði Stjörnunnar. „Við erum farnar að spila vel saman. Þær sem eru nýjar og hafa komið inn í þetta hafa staðið sig vel, sérstaklega Gumma [Guðmunda Brynja Óladóttir] uppi á toppi. Hún hefur komið vel inn í þetta. Það sama má segja um þær sem við fengum frá FH, Nótt [Jónsdóttur] og Viktoríu [Valdísi Guðrúnardóttir]. Við erum með stóran hóp og breiðari en í fyrra. Þetta lítur vel út,“ sagði Katrín sem er ánægð með hvernig gengið hefur hjá henni í sumar. „Ég er á góðum stað og mér líður vel. Mér finnst ég vera í góðu formi. Svo fæ ég líka að taka vítin og það hjálpar,“ sagði Katrín sem hefur skorað þrjú mörk af vítapunktinum í sumar.Laus við meiðsli Meiðsli hafa gert Katrínu erfitt fyrir á undanförnum árum. Í fyrra spilaði hún t.a.m. aðeins 12 deildarleiki en skoraði samt níu mörk. Árið 2015, þegar Katrín lék með Klepp í Noregi, sleit hún liðbönd í ökkla og missti þ.a.l. af seinni helmingi tímabilsins. Hún segist laus við meiðsli í dag. „Ég er meiðslalaus og hef verið það í langan tíma. Þetta lofar góðu og vonandi heldur það áfram,“ sagði Katrín sem fékk fyrirliðabandið hjá Stjörnunni í vor eftir að Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, sem hefur verið fyrirliði Garðabæjarliðsins undanfarin ár, þurfti að draga sig í hlé vegna þess að hún er barnshafandi. En hefur fyrirliðastaðan breytt einhverju fyrir Katrínu? „Eflaust eitthvað. Það er meiri ábyrgð og mér finnst þetta hafa þroskað mig,“ sagði Katrín sem ætlar að halda fyrirliðabandinu þegar Harpa Þorsteinsdóttir snýr aftur á völlinn seinna í sumar. „Ég ætla bara að gera það. Hún fær ekki að taka það af mér,“ sagði Katrín í léttum dúr.Katrín hefur komið við sögu í síðustu níu landsleikjum Íslands.vísir/gettyStefnir á EM Fyrir hálfu ári hafði Katrín aðeins leikið tvo A-landsleiki. Eftir tímabilið í fyrra var hún valinn í íslenska landsliðshópinn sem fór til Kína til að spila á æfingamóti þar í landi. Katrín kom inn á sem varamaður í fyrsta leik mótsins gegn Kínverjum og stimplaði sig rækilega inn og skoraði jöfnunarmark Íslands þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. Síðan þá hefur Katrín komið við sögu í öllum landsleikjum Íslands og það verður að teljast líklegt að hún verði í íslenska hópnum sem fer á EM í Hollandi í júlí. Katrín stefnir allavega þangað en segir mikilvægt að lifa í núinu. „Jú, auðvitað. Ég hugsa fyrst um Stjörnuna og svo kemur EM. Maður þarf að passa sig að hugsa ekki of mikið um það á þessari stundu. Maður þarf að klára þetta með Stjörnunni út júní og svo kemur EM,“ sagði Katrín sem viðurkennir að sæti í EM-hópnum hafi verið gulrót komandi inn í tímabilið. „Maður er alltaf aðeins að hugsa um þetta. En maður þarf að passa sig að gleyma ekki Stjörnunni. Þetta er maraþon í maí. Það eru leikir tvisvar í viku og maður þarf að vera með hugann við það.“Líst vel á að fá uppeldisfélagið Katrín hóf ferilinn með KR og lék með liðinu til 2011 þegar hún gekk í raðir Þórs/KA sem hún varð Íslandsmeistari með ári seinna. Í gær var dregið í 16-liða úrslit Borgunarbikars kvenna og þar drógust KR og Stjarnan saman. „Mér líst mjög vel á það, ég fæ uppeldisfélagið mitt og það er mjög ánægjulegt að fara í Vesturbæinn,“ sagði Katrín og bætti við að það mætti ekki vanmeta lið KR þótt það hafi farið illa af stað í sumar. „Þetta eru allt erfiðir leikir og það hefði verið sama hvaða lið við hefðum fengið. Það hefði alltaf verið erfitt. KR veitti okkur hörku keppni þegar við mættum þeim síðast þannig að við erum á leið í spennandi leik.“ Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Bikarmeistararnir fá toppliðið í heimsókn Stórleikur 16 liða úrslita Borgunarbikars kvenna er viðureign Breiðabliks og Þórs/KA en dregið var í dag. 24. maí 2017 12:22 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Sjá meira
Það er engum ofsögum sagt að Katrín Ásbjörnsdóttir hafi byrjað tímabilið af krafti. Þessi 24 ára gamli Vesturbæingur hefur skorað í öllum fimm leikjum Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna, alls sex mörk. Enginn leikmaður hefur skorað jafn mikið í Pepsi-deildinni það sem af er tímabili. Auk þess að skora sex mörk hefur Katrín gefið tvær stoðsendingar. Það hefur ekki bara gengið vel hjá Katrínu sjálfri heldur hefur Stjarnan farið afar vel af stað og náð í 13 stig af 15 mögulegum í fyrstu fimm umferðunum. Garðbæingar hafa verið sérstaklega sókndjarfir og skorað 15 mörk, eða þrjú mörk að meðaltali í leik. „Við erum sáttar og byggjum ofan á það. Við erum með 13 stig og erum ánægðar með það,“ sagði Katrín í samtali við Fréttablaðið í gær. Nokkrar breytingar urðu á Stjörnuliðinu milli ára, eins og gengur og gerist. Katrín kveðst ánægð með nýju leikmennina í liði Stjörnunnar. „Við erum farnar að spila vel saman. Þær sem eru nýjar og hafa komið inn í þetta hafa staðið sig vel, sérstaklega Gumma [Guðmunda Brynja Óladóttir] uppi á toppi. Hún hefur komið vel inn í þetta. Það sama má segja um þær sem við fengum frá FH, Nótt [Jónsdóttur] og Viktoríu [Valdísi Guðrúnardóttir]. Við erum með stóran hóp og breiðari en í fyrra. Þetta lítur vel út,“ sagði Katrín sem er ánægð með hvernig gengið hefur hjá henni í sumar. „Ég er á góðum stað og mér líður vel. Mér finnst ég vera í góðu formi. Svo fæ ég líka að taka vítin og það hjálpar,“ sagði Katrín sem hefur skorað þrjú mörk af vítapunktinum í sumar.Laus við meiðsli Meiðsli hafa gert Katrínu erfitt fyrir á undanförnum árum. Í fyrra spilaði hún t.a.m. aðeins 12 deildarleiki en skoraði samt níu mörk. Árið 2015, þegar Katrín lék með Klepp í Noregi, sleit hún liðbönd í ökkla og missti þ.a.l. af seinni helmingi tímabilsins. Hún segist laus við meiðsli í dag. „Ég er meiðslalaus og hef verið það í langan tíma. Þetta lofar góðu og vonandi heldur það áfram,“ sagði Katrín sem fékk fyrirliðabandið hjá Stjörnunni í vor eftir að Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, sem hefur verið fyrirliði Garðabæjarliðsins undanfarin ár, þurfti að draga sig í hlé vegna þess að hún er barnshafandi. En hefur fyrirliðastaðan breytt einhverju fyrir Katrínu? „Eflaust eitthvað. Það er meiri ábyrgð og mér finnst þetta hafa þroskað mig,“ sagði Katrín sem ætlar að halda fyrirliðabandinu þegar Harpa Þorsteinsdóttir snýr aftur á völlinn seinna í sumar. „Ég ætla bara að gera það. Hún fær ekki að taka það af mér,“ sagði Katrín í léttum dúr.Katrín hefur komið við sögu í síðustu níu landsleikjum Íslands.vísir/gettyStefnir á EM Fyrir hálfu ári hafði Katrín aðeins leikið tvo A-landsleiki. Eftir tímabilið í fyrra var hún valinn í íslenska landsliðshópinn sem fór til Kína til að spila á æfingamóti þar í landi. Katrín kom inn á sem varamaður í fyrsta leik mótsins gegn Kínverjum og stimplaði sig rækilega inn og skoraði jöfnunarmark Íslands þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. Síðan þá hefur Katrín komið við sögu í öllum landsleikjum Íslands og það verður að teljast líklegt að hún verði í íslenska hópnum sem fer á EM í Hollandi í júlí. Katrín stefnir allavega þangað en segir mikilvægt að lifa í núinu. „Jú, auðvitað. Ég hugsa fyrst um Stjörnuna og svo kemur EM. Maður þarf að passa sig að hugsa ekki of mikið um það á þessari stundu. Maður þarf að klára þetta með Stjörnunni út júní og svo kemur EM,“ sagði Katrín sem viðurkennir að sæti í EM-hópnum hafi verið gulrót komandi inn í tímabilið. „Maður er alltaf aðeins að hugsa um þetta. En maður þarf að passa sig að gleyma ekki Stjörnunni. Þetta er maraþon í maí. Það eru leikir tvisvar í viku og maður þarf að vera með hugann við það.“Líst vel á að fá uppeldisfélagið Katrín hóf ferilinn með KR og lék með liðinu til 2011 þegar hún gekk í raðir Þórs/KA sem hún varð Íslandsmeistari með ári seinna. Í gær var dregið í 16-liða úrslit Borgunarbikars kvenna og þar drógust KR og Stjarnan saman. „Mér líst mjög vel á það, ég fæ uppeldisfélagið mitt og það er mjög ánægjulegt að fara í Vesturbæinn,“ sagði Katrín og bætti við að það mætti ekki vanmeta lið KR þótt það hafi farið illa af stað í sumar. „Þetta eru allt erfiðir leikir og það hefði verið sama hvaða lið við hefðum fengið. Það hefði alltaf verið erfitt. KR veitti okkur hörku keppni þegar við mættum þeim síðast þannig að við erum á leið í spennandi leik.“
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Bikarmeistararnir fá toppliðið í heimsókn Stórleikur 16 liða úrslita Borgunarbikars kvenna er viðureign Breiðabliks og Þórs/KA en dregið var í dag. 24. maí 2017 12:22 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Sjá meira
Bikarmeistararnir fá toppliðið í heimsókn Stórleikur 16 liða úrslita Borgunarbikars kvenna er viðureign Breiðabliks og Þórs/KA en dregið var í dag. 24. maí 2017 12:22