Síðustu dagar kalífadæmisins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. nóvember 2017 07:00 Sýrlenskur hermaður fagnar sigri í gær. Nordicphotos/AFP Deir al-Zour, síðasta stóra vígi hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, féll í hendur Sýrlandshers í gær. Frá þessu greindi ríkissjónvarpið þar í landi en aðrir miðlar greindu jafnframt frá því að herinn væri nú að hrekja ISIS burt af öðrum smærri svæðum á sama tíma. Þá var sömu sögu að segja af störfum írakska hersins sem rekur um þessar mundir hryðjuverkamenn frá síðustu bæjum þeirra sín megin við landamæri ríkjanna. ISIS hefur verið við völd í Deir al-Zour undanfarin þrjú ár en borgin gegndi lykilhlutverki í hinu svokallaða kalífadæmi samtakanna vegna nálægðar við landamærin að Írak. Á undanförnum mánuðum hafa hryðjuverkasamtökin einnig misst höfuðvígin Mósúl og Raqqa. Er því farið að syrta allverulega í álinn fyrir ISIS. Þessir stóru ósigrar hafa leitt til þess að hið svokallaða kalífadæmi ISIS virðist vera á enda. Lýst var yfir stofnun kalífadæmis í júní 2014 og gerðu forsprakkar þess tilkall til trúarlegra, pólitískra og hernaðarlegra yfirvalda yfir öllum múslimum heimsins. Það var jafnframt á þessum tíma sem samtökin hófu að kenna sig við íslamskt ríki. Engin sjálfstæð ríki viðurkenndu sjálfstæði þessa kalífadæmis. Að mati utanríkismálagreinanda BBC, Jonathans Marcus, er góður árangur Sýrlandshers góð áminning um að stríðið gegn kalífadæminu sé að vinnast. Þrátt fyrir það sé staðan að flækjast. Marcus hélt því fram í gær að vegna stríðsins hafi sýrlenskir uppreisnarmenn, ríkisstjórnarherinn og Kúrdar beint sjónum sínum að ISIS en nú gæti það farið að breytast. Kalífadæmið spannar nú einungis brotabrot af því sem var þegar það var sem stærst. Fara liðsmenn ISIS einungis með völd á litlum svæðum í Deir al-Zour-héraði sem og Íraksmegin við landamærin. Eins og áður segir sækja herir beggja ríkja þó stíft og er útlit fyrir að samtökin missi allt sitt landsvæði á næstunni. Samkvæmt hernaðarbandalaginu gegn ISIS, sem Bandaríkin eru í forsvari fyrir, hefur tekist að hrekja samtökin á brott frá 95 prósentum þess landsvæðis sem áður voru undir hæl hryðjuverkasamtakanna. Jafnframt hefur tekist að frelsa 4,4 milljónir írakskra borgara undan samtökunum, að því er bandalagið greinir frá. Undir lok októbermánaðar voru liðsmenn samtakanna á Filippseyjum hraktir frá borginni Marawi eftir fimm mánaða orrustu. Er borgin nú öll á valdi ríkisstjórnarinnar en talið er að 87 almennir borgarar hafi látið lífið í átökunum og rúm milljón misst heimili sín. Þótt kalífadæmið sé á síðasta snúningi hafa hryðjuverkasamtökin ekki verið sigruð, að því er kemur fram í fréttaskýringu The Guardian. Enn eru liðsmenn þeirra margir og dreifðir víða um Mið-Austurlönd og jafnframt heiminn og verður því erfitt að uppræta starfsemi samtakanna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Deir al-Zour, síðasta stóra vígi hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, féll í hendur Sýrlandshers í gær. Frá þessu greindi ríkissjónvarpið þar í landi en aðrir miðlar greindu jafnframt frá því að herinn væri nú að hrekja ISIS burt af öðrum smærri svæðum á sama tíma. Þá var sömu sögu að segja af störfum írakska hersins sem rekur um þessar mundir hryðjuverkamenn frá síðustu bæjum þeirra sín megin við landamæri ríkjanna. ISIS hefur verið við völd í Deir al-Zour undanfarin þrjú ár en borgin gegndi lykilhlutverki í hinu svokallaða kalífadæmi samtakanna vegna nálægðar við landamærin að Írak. Á undanförnum mánuðum hafa hryðjuverkasamtökin einnig misst höfuðvígin Mósúl og Raqqa. Er því farið að syrta allverulega í álinn fyrir ISIS. Þessir stóru ósigrar hafa leitt til þess að hið svokallaða kalífadæmi ISIS virðist vera á enda. Lýst var yfir stofnun kalífadæmis í júní 2014 og gerðu forsprakkar þess tilkall til trúarlegra, pólitískra og hernaðarlegra yfirvalda yfir öllum múslimum heimsins. Það var jafnframt á þessum tíma sem samtökin hófu að kenna sig við íslamskt ríki. Engin sjálfstæð ríki viðurkenndu sjálfstæði þessa kalífadæmis. Að mati utanríkismálagreinanda BBC, Jonathans Marcus, er góður árangur Sýrlandshers góð áminning um að stríðið gegn kalífadæminu sé að vinnast. Þrátt fyrir það sé staðan að flækjast. Marcus hélt því fram í gær að vegna stríðsins hafi sýrlenskir uppreisnarmenn, ríkisstjórnarherinn og Kúrdar beint sjónum sínum að ISIS en nú gæti það farið að breytast. Kalífadæmið spannar nú einungis brotabrot af því sem var þegar það var sem stærst. Fara liðsmenn ISIS einungis með völd á litlum svæðum í Deir al-Zour-héraði sem og Íraksmegin við landamærin. Eins og áður segir sækja herir beggja ríkja þó stíft og er útlit fyrir að samtökin missi allt sitt landsvæði á næstunni. Samkvæmt hernaðarbandalaginu gegn ISIS, sem Bandaríkin eru í forsvari fyrir, hefur tekist að hrekja samtökin á brott frá 95 prósentum þess landsvæðis sem áður voru undir hæl hryðjuverkasamtakanna. Jafnframt hefur tekist að frelsa 4,4 milljónir írakskra borgara undan samtökunum, að því er bandalagið greinir frá. Undir lok októbermánaðar voru liðsmenn samtakanna á Filippseyjum hraktir frá borginni Marawi eftir fimm mánaða orrustu. Er borgin nú öll á valdi ríkisstjórnarinnar en talið er að 87 almennir borgarar hafi látið lífið í átökunum og rúm milljón misst heimili sín. Þótt kalífadæmið sé á síðasta snúningi hafa hryðjuverkasamtökin ekki verið sigruð, að því er kemur fram í fréttaskýringu The Guardian. Enn eru liðsmenn þeirra margir og dreifðir víða um Mið-Austurlönd og jafnframt heiminn og verður því erfitt að uppræta starfsemi samtakanna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira