Enski boltinn

Lukaku búinn að kveðja stuðningsmenn Everton

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lukaku í leik með Everton.
Lukaku í leik með Everton. vísir/getty
Romelu Lukaku sendi stuðningsmönnum Everton skilaboð í gær en hann verður væntanlega orðinn formlega leikmaður Man. Utd í dag.

Lukaku gekkst undir læknisskoðun hjá Man. Utd í Los Angeles í gær og mun svo koma til móts við hópinn sem flaug einmitt til Bandaríkjanna í gær. Það verður því stutt fyrir hann að fara.

Hinn 24 ára gamli Lukaku hefur verið hjá Everton í fjögur ár.

„Ég vil þakka öllum hjá Everton og stuðningsmönnum fyrir allan stuðninginn. Þið hjálpuðuð mér mikið og það var heiður að spila fyrir ykkur. Öllum hjá félaginu þakka ég fyrir að hafa látið mér líða eins og heima hjá mér frá fyrsta degi,“ skrifaði Lukaku á Instagram.


Tengdar fréttir

Lukaku handtekinn í Los Angeles

Belgíski framherjinn Romelu Lukaku var handtekinn í síðustu viku eftir að lögreglan mætti á svæðið í íbúðina sem Lukaku leigir á meðan hann er í sumarfríi í Los Angeles í Bandaríkjunum.

United fullkomið tækifæri segir Lukaku

Belgíski framherjinn Romelu Lukaku, sem mun líklega ganga til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Manchester United á næstu dögum, segist ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um að vilja ganga frá samningum við félagið.

Manchester United staðfestir komu Lukaku

Enska úrvalsdeildarliðið Manchester United gaf frá sér yfirlýsingu í morgun um að belgíski framherjinn Romelu Lukaku væri á leið til félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×