Enski boltinn

United fullkomið tækifæri segir Lukaku

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lukaku hefur skorað mikið fyrir Everton undanfarin ár.
Lukaku hefur skorað mikið fyrir Everton undanfarin ár. vísir/getty
Belgíski framherjinn Romelu Lukaku sagði í viðtali við ESPN að hann hefði ekki þurft að hugsa sig tvisvar um þegar forráðamenn Manchester United höfðu samband við hann því félagið veitti honum fullkomið tækifæri. 

Þessi 24 ára framherji mun líklega skrifa undir samninga við United á næstu dögum. Kaupverð hans er sagt vera 75 milljónir punda.

„United er félag sem hungrar eftir því að vinna deildina aftur, að verða aftur einn af bestu klúbbum heims,“ sagði Lukaku við ESPN eftir að hann gekkst undir læknisskoðun félagsins í Los Angeles.

„Ég þurfti ekki að hugsa mig um þegar ég fékk símtalið frá United. Ég er hæstánægður með að fá að vera hluti af þessu sögulega félagi. Hver myndi neita stærsta félagi heims, með stærsta völl Englands og bestu stuðningsmennina.“

Lukaku deildi myndum af læknisskoðuninni hjá United á Instagram-aðgangi sínum í gær.mynd/romelu lukaku

Tengdar fréttir

Lukaku handtekinn í Los Angeles

Belgíski framherjinn Romelu Lukaku var handtekinn í síðustu viku eftir að lögreglan mætti á svæðið í íbúðina sem Lukaku leigir á meðan hann er í sumarfríi í Los Angeles í Bandaríkjunum.

Pogba byrjaður að æfa með Lukaku

Í gær var greint frá því að Romelu Lukaku væri á leið frá Everton til Man. Utd en beðið er nú eftir því að félögin staðfesti þessi vistaskipti.

Manchester United staðfestir komu Lukaku

Enska úrvalsdeildarliðið Manchester United gaf frá sér yfirlýsingu í morgun um að belgíski framherjinn Romelu Lukaku væri á leið til félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×