Wood er ætlað að fylla skarð Andre Gray í framlínu Burnley en félagið seldi hann til Watford í þarsíðustu viku.
Wood átti frábært tímabil með Leeds í fyrra og varð markakóngur ensku B-deildarinnar með 27 mörk. Alls skoraði Nýsjálendingurinn 44 mörk í 88 leikjum fyrir Leeds.
Wood hefur einnig leikið með Waikato í heimalandinu og West Brom, Barnsley, Brighton, Birmingham City, Bristol City, Millwall, Leicester City og Ipswich Town á Englandi. Fimm af 11 liðum sem Wood hefur spilað með byrja á B.
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley eru með þrjú stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni.
SIGNING: Burnley Football Club is delighted to confirm the signing of Chris Wood from Leeds United for a club record fee.
— Burnley FC (@BurnleyOfficial) August 21, 2017
More to come... pic.twitter.com/hYgQ6fOHnF