Sex hópar mótmæla sameiningu FÁ og Tækniskólans á Austurvelli Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. maí 2017 09:39 Tækniskólinn á Skólavörðuholti VÍSIR/PJETUR Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan 15 vegna umræðunnar um sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla. Á bak við mótmælin standa Samband íslenskra framhaldsskólanema, Nemendafélag FÁ, Jæja-hópurinn, Ungir Píratar, Ungir Jafnaðarmenn og Ung vinstri græn. Að auki mun kennarasamfélag FÁ eiga fulltrúa meðal ræðufólks. „Við mótmælum ólýðræðislegum vinnubrögðum við sameiningu FÁ og Tækniskólans.Opin umræða um mikilvægar breytingar á samfélagi okkar er grunnstoð lýðræðisins. Menntakerfið þarf alvöru stefnumótun og fyrirsjáanleika. Samráð þarf að hafa við stórar breytingar,“ segja aðstandendur mótmælana í tilkynningu sem send var til fjölmiðla í morgun.Sjá einnig: Kennarar FÁ slegnir: „Fyrst og fremst ósátt við alla þessa óvissu og þessa leyndarhyggju“ „Við krefjumst þess að einkavæðingaráform, eins og hefur verið fjallað um í fjölmiðlum undanfarið um sameiningu FÁ og Tækniskólans, fari í gegnum lýðræðislega ferla til að tryggja gæði menntakerfisins og hag nemenda og kennara. Það er með öllu óásættanlegt að það sé reynt að koma svo stórum breytingum í gegn án almennilegrar umræðu, samráðs við nemendur og starfsfólk skólans og meðhöndlun þings. Ríkisstjórnin er í vinnu fyrir þing og þjóð. Við krefjumst þess að hún standi sig og hlusti á og virði vinnuveitendur sína!“ segja þeir jafnframt. Erindi flytja -Andrés Ingi Jónsson, nefndarmaður í allsherjar- og menntamálanfnd og þingmaður VG -Ísabella Ýrr Hallgrímsdóttir, fulltrúi nemenda FÁ -Björn Leví Gunnarsson, nefndarmaður í allsherjar- og menntamálanefnd og þingmaður Pírata -Róbert Örvar Ferdinandsson, kennari í FÁ *Tónlist flytur Dagný Halla Ágústsdóttir *Fundarstjórn er í höndum Söru Oskarsson frá Jæja-hópnum Hér má nálgast Facebook-viðburð mótmælanna þar sem finna má ítarupplýsingar. Tengdar fréttir Kristján Þór: Eðlilegt að starfsmenn hafi áhyggjur af stöðunni Krstján Þór Júlíusson menntamálaráðherra segist ekki geta fullyrt um að starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla muni halda sinni réttarstöðu sem opinberir starfsmenn ef af sameiningu Tækniskólans og FÁ verður. Hann skilji efasemdir þeirra og áhyggjur. 13. maí 2017 13:21 Skólameistari FÁ færir sig yfir í Hamrahlíðina Steinn Jóhannsson segir að ólíkt öðru starfsfólki FÁ hafi hann ekki haft tryggingu um áframhaldandi starf. 11. maí 2017 11:46 Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49 Áformin feli ekki í sér einkavæðingu Ármúlaskóla Samtöl um sameiningu Tækniskólans og FÁ hófust seint í febrúar. Skólameistari Tækniskólans segir töluverða samlegð nást með sameiningu. Enginn kennari myndi missa vinnuna ef af sameiningu yrði. 6. maí 2017 07:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Sjá meira
Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan 15 vegna umræðunnar um sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla. Á bak við mótmælin standa Samband íslenskra framhaldsskólanema, Nemendafélag FÁ, Jæja-hópurinn, Ungir Píratar, Ungir Jafnaðarmenn og Ung vinstri græn. Að auki mun kennarasamfélag FÁ eiga fulltrúa meðal ræðufólks. „Við mótmælum ólýðræðislegum vinnubrögðum við sameiningu FÁ og Tækniskólans.Opin umræða um mikilvægar breytingar á samfélagi okkar er grunnstoð lýðræðisins. Menntakerfið þarf alvöru stefnumótun og fyrirsjáanleika. Samráð þarf að hafa við stórar breytingar,“ segja aðstandendur mótmælana í tilkynningu sem send var til fjölmiðla í morgun.Sjá einnig: Kennarar FÁ slegnir: „Fyrst og fremst ósátt við alla þessa óvissu og þessa leyndarhyggju“ „Við krefjumst þess að einkavæðingaráform, eins og hefur verið fjallað um í fjölmiðlum undanfarið um sameiningu FÁ og Tækniskólans, fari í gegnum lýðræðislega ferla til að tryggja gæði menntakerfisins og hag nemenda og kennara. Það er með öllu óásættanlegt að það sé reynt að koma svo stórum breytingum í gegn án almennilegrar umræðu, samráðs við nemendur og starfsfólk skólans og meðhöndlun þings. Ríkisstjórnin er í vinnu fyrir þing og þjóð. Við krefjumst þess að hún standi sig og hlusti á og virði vinnuveitendur sína!“ segja þeir jafnframt. Erindi flytja -Andrés Ingi Jónsson, nefndarmaður í allsherjar- og menntamálanfnd og þingmaður VG -Ísabella Ýrr Hallgrímsdóttir, fulltrúi nemenda FÁ -Björn Leví Gunnarsson, nefndarmaður í allsherjar- og menntamálanefnd og þingmaður Pírata -Róbert Örvar Ferdinandsson, kennari í FÁ *Tónlist flytur Dagný Halla Ágústsdóttir *Fundarstjórn er í höndum Söru Oskarsson frá Jæja-hópnum Hér má nálgast Facebook-viðburð mótmælanna þar sem finna má ítarupplýsingar.
Tengdar fréttir Kristján Þór: Eðlilegt að starfsmenn hafi áhyggjur af stöðunni Krstján Þór Júlíusson menntamálaráðherra segist ekki geta fullyrt um að starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla muni halda sinni réttarstöðu sem opinberir starfsmenn ef af sameiningu Tækniskólans og FÁ verður. Hann skilji efasemdir þeirra og áhyggjur. 13. maí 2017 13:21 Skólameistari FÁ færir sig yfir í Hamrahlíðina Steinn Jóhannsson segir að ólíkt öðru starfsfólki FÁ hafi hann ekki haft tryggingu um áframhaldandi starf. 11. maí 2017 11:46 Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49 Áformin feli ekki í sér einkavæðingu Ármúlaskóla Samtöl um sameiningu Tækniskólans og FÁ hófust seint í febrúar. Skólameistari Tækniskólans segir töluverða samlegð nást með sameiningu. Enginn kennari myndi missa vinnuna ef af sameiningu yrði. 6. maí 2017 07:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Sjá meira
Kristján Þór: Eðlilegt að starfsmenn hafi áhyggjur af stöðunni Krstján Þór Júlíusson menntamálaráðherra segist ekki geta fullyrt um að starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla muni halda sinni réttarstöðu sem opinberir starfsmenn ef af sameiningu Tækniskólans og FÁ verður. Hann skilji efasemdir þeirra og áhyggjur. 13. maí 2017 13:21
Skólameistari FÁ færir sig yfir í Hamrahlíðina Steinn Jóhannsson segir að ólíkt öðru starfsfólki FÁ hafi hann ekki haft tryggingu um áframhaldandi starf. 11. maí 2017 11:46
Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49
Áformin feli ekki í sér einkavæðingu Ármúlaskóla Samtöl um sameiningu Tækniskólans og FÁ hófust seint í febrúar. Skólameistari Tækniskólans segir töluverða samlegð nást með sameiningu. Enginn kennari myndi missa vinnuna ef af sameiningu yrði. 6. maí 2017 07:00