Keown sér enn þá eftir því að Zlatan samdi ekki við Arsenal um aldamótin Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. mars 2017 09:00 Zlatan Ibrahimovic er búinn að skora 26 mörk fyrir Manchester United. vísir/getty Martin Keown, fyrrverandi miðvörður Arsenal sem nú starfar sem sparkspekingur BBC, er enn þá í rusli yfir því að Arsene Wenger náði ekki að ganga frá kaupum á Zlatan Ibrahimovic fyrir 17 árum síðan. Zlatan, sem nú er að slá í gegn með Manchester United, var boðið á reynslu til Arsenal árið 2000 þegar hann var 19 ára gamall leikmaður Malmö og flestir sáu að þarna var einstakur leikmaður á ferð. Sænski framherjinn hefur verið meðvitaður um eigið ágæti frá unga aldri og hafði engan áhuga á að fara á reynslu til nokkurs liðs. Hann hafnaði boðinu og gekk í raðir Ajax ári síðar. „Ég sé enn þá eftir því að Zlatan gekk aldrei í raðir Arsenal,“ segir Martin Keown, sem varð þrisvar sinnum Englandsmeistari með Skyttunum, í pistli sínum í Daily Mail. „Hann heimsótti félagið árið 2000 sem unglingur. Hann var svo stór og sterkur að strákarnir í liðinu grínuðust með að hann væri að koma til að leysa mig af í miðvarðarstöðunni.“ „Maður sá meira að segja þá hversu flottur leikmaður þetta var. Nú þegar hann er að slá í gegn hjá Manchester United er ekki hægt að komast hjá því að bera hann saman við Eric Cantona,“ segir Keown. Arsenal-maðurinn fyrrverandi er ekki fyrsti maðurinn til að bera Zlatan saman við Cantona en hann segir þá ekki vera mjög líka innan vallar. „Cantona var snjall leikmaður en mér leið aldrei eins og hann myndi stinga mig af. Þegar maður var með Cantona í sigtinu vissi ég að ég gat ráðið við hann. Það er allt annað að reyna að stöðva Zlatan, maður á mann. Hann er stærri, sterkari og kraftmeiri,“ segir Martin Keown. Enski boltinn Tengdar fréttir Zlatan segist vera ljón: Ég er af gamla skólanum þar sem menn vinna fyrir sínu Zlatan Ibrahimovic hélt áfram að fara á kostum í viðtölum eftir úrslitaleik deildabikarsins. 28. febrúar 2017 09:00 Zlatan hetjan er Manchester United vann deildarbikarinn í fimmta sinn | Sjáðu mörkin Zlatan Ibrahimovic var hetja Manchester United í 3-2 sigri á Southampton í enska deildarbikarnum í dag en sænski framherjinn skoraði seinna mark sitt í leiknum undir lok leiksins en það reyndist vera sigurmarkið þegar skammt var til leiksloka. 26. febrúar 2017 18:15 Zlatan færði Man Utd bikar Þrátt fyrir að hafa bara spilað með Manchester United í sjö mánuði er Zlatan Ibrahimovic kominn í guðatölu á Old Trafford. 27. febrúar 2017 08:30 Stuðningsmenn Man United eiga strákunum hans Zlatans mikið að þakka Zlatan Ibrahimovic kom til Manchester United á frjálsri sölu. Hann hefði getað valið mörg önnur lið en nú er komið í ljós af hverju hann valdi Manchester United. 27. febrúar 2017 23:30 Sjáðu brot úr viðtalinu við Zlatan sem allir eru að tala um: „Ég spáði þessu“ Zlatan Ibrahimovic fór á kostum í viðtali við Sky Sports eftir sigurinn í deildarbikarnum í gær. 27. febrúar 2017 11:30 Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
Martin Keown, fyrrverandi miðvörður Arsenal sem nú starfar sem sparkspekingur BBC, er enn þá í rusli yfir því að Arsene Wenger náði ekki að ganga frá kaupum á Zlatan Ibrahimovic fyrir 17 árum síðan. Zlatan, sem nú er að slá í gegn með Manchester United, var boðið á reynslu til Arsenal árið 2000 þegar hann var 19 ára gamall leikmaður Malmö og flestir sáu að þarna var einstakur leikmaður á ferð. Sænski framherjinn hefur verið meðvitaður um eigið ágæti frá unga aldri og hafði engan áhuga á að fara á reynslu til nokkurs liðs. Hann hafnaði boðinu og gekk í raðir Ajax ári síðar. „Ég sé enn þá eftir því að Zlatan gekk aldrei í raðir Arsenal,“ segir Martin Keown, sem varð þrisvar sinnum Englandsmeistari með Skyttunum, í pistli sínum í Daily Mail. „Hann heimsótti félagið árið 2000 sem unglingur. Hann var svo stór og sterkur að strákarnir í liðinu grínuðust með að hann væri að koma til að leysa mig af í miðvarðarstöðunni.“ „Maður sá meira að segja þá hversu flottur leikmaður þetta var. Nú þegar hann er að slá í gegn hjá Manchester United er ekki hægt að komast hjá því að bera hann saman við Eric Cantona,“ segir Keown. Arsenal-maðurinn fyrrverandi er ekki fyrsti maðurinn til að bera Zlatan saman við Cantona en hann segir þá ekki vera mjög líka innan vallar. „Cantona var snjall leikmaður en mér leið aldrei eins og hann myndi stinga mig af. Þegar maður var með Cantona í sigtinu vissi ég að ég gat ráðið við hann. Það er allt annað að reyna að stöðva Zlatan, maður á mann. Hann er stærri, sterkari og kraftmeiri,“ segir Martin Keown.
Enski boltinn Tengdar fréttir Zlatan segist vera ljón: Ég er af gamla skólanum þar sem menn vinna fyrir sínu Zlatan Ibrahimovic hélt áfram að fara á kostum í viðtölum eftir úrslitaleik deildabikarsins. 28. febrúar 2017 09:00 Zlatan hetjan er Manchester United vann deildarbikarinn í fimmta sinn | Sjáðu mörkin Zlatan Ibrahimovic var hetja Manchester United í 3-2 sigri á Southampton í enska deildarbikarnum í dag en sænski framherjinn skoraði seinna mark sitt í leiknum undir lok leiksins en það reyndist vera sigurmarkið þegar skammt var til leiksloka. 26. febrúar 2017 18:15 Zlatan færði Man Utd bikar Þrátt fyrir að hafa bara spilað með Manchester United í sjö mánuði er Zlatan Ibrahimovic kominn í guðatölu á Old Trafford. 27. febrúar 2017 08:30 Stuðningsmenn Man United eiga strákunum hans Zlatans mikið að þakka Zlatan Ibrahimovic kom til Manchester United á frjálsri sölu. Hann hefði getað valið mörg önnur lið en nú er komið í ljós af hverju hann valdi Manchester United. 27. febrúar 2017 23:30 Sjáðu brot úr viðtalinu við Zlatan sem allir eru að tala um: „Ég spáði þessu“ Zlatan Ibrahimovic fór á kostum í viðtali við Sky Sports eftir sigurinn í deildarbikarnum í gær. 27. febrúar 2017 11:30 Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
Zlatan segist vera ljón: Ég er af gamla skólanum þar sem menn vinna fyrir sínu Zlatan Ibrahimovic hélt áfram að fara á kostum í viðtölum eftir úrslitaleik deildabikarsins. 28. febrúar 2017 09:00
Zlatan hetjan er Manchester United vann deildarbikarinn í fimmta sinn | Sjáðu mörkin Zlatan Ibrahimovic var hetja Manchester United í 3-2 sigri á Southampton í enska deildarbikarnum í dag en sænski framherjinn skoraði seinna mark sitt í leiknum undir lok leiksins en það reyndist vera sigurmarkið þegar skammt var til leiksloka. 26. febrúar 2017 18:15
Zlatan færði Man Utd bikar Þrátt fyrir að hafa bara spilað með Manchester United í sjö mánuði er Zlatan Ibrahimovic kominn í guðatölu á Old Trafford. 27. febrúar 2017 08:30
Stuðningsmenn Man United eiga strákunum hans Zlatans mikið að þakka Zlatan Ibrahimovic kom til Manchester United á frjálsri sölu. Hann hefði getað valið mörg önnur lið en nú er komið í ljós af hverju hann valdi Manchester United. 27. febrúar 2017 23:30
Sjáðu brot úr viðtalinu við Zlatan sem allir eru að tala um: „Ég spáði þessu“ Zlatan Ibrahimovic fór á kostum í viðtali við Sky Sports eftir sigurinn í deildarbikarnum í gær. 27. febrúar 2017 11:30