Keown sér enn þá eftir því að Zlatan samdi ekki við Arsenal um aldamótin Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. mars 2017 09:00 Zlatan Ibrahimovic er búinn að skora 26 mörk fyrir Manchester United. vísir/getty Martin Keown, fyrrverandi miðvörður Arsenal sem nú starfar sem sparkspekingur BBC, er enn þá í rusli yfir því að Arsene Wenger náði ekki að ganga frá kaupum á Zlatan Ibrahimovic fyrir 17 árum síðan. Zlatan, sem nú er að slá í gegn með Manchester United, var boðið á reynslu til Arsenal árið 2000 þegar hann var 19 ára gamall leikmaður Malmö og flestir sáu að þarna var einstakur leikmaður á ferð. Sænski framherjinn hefur verið meðvitaður um eigið ágæti frá unga aldri og hafði engan áhuga á að fara á reynslu til nokkurs liðs. Hann hafnaði boðinu og gekk í raðir Ajax ári síðar. „Ég sé enn þá eftir því að Zlatan gekk aldrei í raðir Arsenal,“ segir Martin Keown, sem varð þrisvar sinnum Englandsmeistari með Skyttunum, í pistli sínum í Daily Mail. „Hann heimsótti félagið árið 2000 sem unglingur. Hann var svo stór og sterkur að strákarnir í liðinu grínuðust með að hann væri að koma til að leysa mig af í miðvarðarstöðunni.“ „Maður sá meira að segja þá hversu flottur leikmaður þetta var. Nú þegar hann er að slá í gegn hjá Manchester United er ekki hægt að komast hjá því að bera hann saman við Eric Cantona,“ segir Keown. Arsenal-maðurinn fyrrverandi er ekki fyrsti maðurinn til að bera Zlatan saman við Cantona en hann segir þá ekki vera mjög líka innan vallar. „Cantona var snjall leikmaður en mér leið aldrei eins og hann myndi stinga mig af. Þegar maður var með Cantona í sigtinu vissi ég að ég gat ráðið við hann. Það er allt annað að reyna að stöðva Zlatan, maður á mann. Hann er stærri, sterkari og kraftmeiri,“ segir Martin Keown. Enski boltinn Tengdar fréttir Zlatan segist vera ljón: Ég er af gamla skólanum þar sem menn vinna fyrir sínu Zlatan Ibrahimovic hélt áfram að fara á kostum í viðtölum eftir úrslitaleik deildabikarsins. 28. febrúar 2017 09:00 Zlatan hetjan er Manchester United vann deildarbikarinn í fimmta sinn | Sjáðu mörkin Zlatan Ibrahimovic var hetja Manchester United í 3-2 sigri á Southampton í enska deildarbikarnum í dag en sænski framherjinn skoraði seinna mark sitt í leiknum undir lok leiksins en það reyndist vera sigurmarkið þegar skammt var til leiksloka. 26. febrúar 2017 18:15 Zlatan færði Man Utd bikar Þrátt fyrir að hafa bara spilað með Manchester United í sjö mánuði er Zlatan Ibrahimovic kominn í guðatölu á Old Trafford. 27. febrúar 2017 08:30 Stuðningsmenn Man United eiga strákunum hans Zlatans mikið að þakka Zlatan Ibrahimovic kom til Manchester United á frjálsri sölu. Hann hefði getað valið mörg önnur lið en nú er komið í ljós af hverju hann valdi Manchester United. 27. febrúar 2017 23:30 Sjáðu brot úr viðtalinu við Zlatan sem allir eru að tala um: „Ég spáði þessu“ Zlatan Ibrahimovic fór á kostum í viðtali við Sky Sports eftir sigurinn í deildarbikarnum í gær. 27. febrúar 2017 11:30 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira
Martin Keown, fyrrverandi miðvörður Arsenal sem nú starfar sem sparkspekingur BBC, er enn þá í rusli yfir því að Arsene Wenger náði ekki að ganga frá kaupum á Zlatan Ibrahimovic fyrir 17 árum síðan. Zlatan, sem nú er að slá í gegn með Manchester United, var boðið á reynslu til Arsenal árið 2000 þegar hann var 19 ára gamall leikmaður Malmö og flestir sáu að þarna var einstakur leikmaður á ferð. Sænski framherjinn hefur verið meðvitaður um eigið ágæti frá unga aldri og hafði engan áhuga á að fara á reynslu til nokkurs liðs. Hann hafnaði boðinu og gekk í raðir Ajax ári síðar. „Ég sé enn þá eftir því að Zlatan gekk aldrei í raðir Arsenal,“ segir Martin Keown, sem varð þrisvar sinnum Englandsmeistari með Skyttunum, í pistli sínum í Daily Mail. „Hann heimsótti félagið árið 2000 sem unglingur. Hann var svo stór og sterkur að strákarnir í liðinu grínuðust með að hann væri að koma til að leysa mig af í miðvarðarstöðunni.“ „Maður sá meira að segja þá hversu flottur leikmaður þetta var. Nú þegar hann er að slá í gegn hjá Manchester United er ekki hægt að komast hjá því að bera hann saman við Eric Cantona,“ segir Keown. Arsenal-maðurinn fyrrverandi er ekki fyrsti maðurinn til að bera Zlatan saman við Cantona en hann segir þá ekki vera mjög líka innan vallar. „Cantona var snjall leikmaður en mér leið aldrei eins og hann myndi stinga mig af. Þegar maður var með Cantona í sigtinu vissi ég að ég gat ráðið við hann. Það er allt annað að reyna að stöðva Zlatan, maður á mann. Hann er stærri, sterkari og kraftmeiri,“ segir Martin Keown.
Enski boltinn Tengdar fréttir Zlatan segist vera ljón: Ég er af gamla skólanum þar sem menn vinna fyrir sínu Zlatan Ibrahimovic hélt áfram að fara á kostum í viðtölum eftir úrslitaleik deildabikarsins. 28. febrúar 2017 09:00 Zlatan hetjan er Manchester United vann deildarbikarinn í fimmta sinn | Sjáðu mörkin Zlatan Ibrahimovic var hetja Manchester United í 3-2 sigri á Southampton í enska deildarbikarnum í dag en sænski framherjinn skoraði seinna mark sitt í leiknum undir lok leiksins en það reyndist vera sigurmarkið þegar skammt var til leiksloka. 26. febrúar 2017 18:15 Zlatan færði Man Utd bikar Þrátt fyrir að hafa bara spilað með Manchester United í sjö mánuði er Zlatan Ibrahimovic kominn í guðatölu á Old Trafford. 27. febrúar 2017 08:30 Stuðningsmenn Man United eiga strákunum hans Zlatans mikið að þakka Zlatan Ibrahimovic kom til Manchester United á frjálsri sölu. Hann hefði getað valið mörg önnur lið en nú er komið í ljós af hverju hann valdi Manchester United. 27. febrúar 2017 23:30 Sjáðu brot úr viðtalinu við Zlatan sem allir eru að tala um: „Ég spáði þessu“ Zlatan Ibrahimovic fór á kostum í viðtali við Sky Sports eftir sigurinn í deildarbikarnum í gær. 27. febrúar 2017 11:30 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira
Zlatan segist vera ljón: Ég er af gamla skólanum þar sem menn vinna fyrir sínu Zlatan Ibrahimovic hélt áfram að fara á kostum í viðtölum eftir úrslitaleik deildabikarsins. 28. febrúar 2017 09:00
Zlatan hetjan er Manchester United vann deildarbikarinn í fimmta sinn | Sjáðu mörkin Zlatan Ibrahimovic var hetja Manchester United í 3-2 sigri á Southampton í enska deildarbikarnum í dag en sænski framherjinn skoraði seinna mark sitt í leiknum undir lok leiksins en það reyndist vera sigurmarkið þegar skammt var til leiksloka. 26. febrúar 2017 18:15
Zlatan færði Man Utd bikar Þrátt fyrir að hafa bara spilað með Manchester United í sjö mánuði er Zlatan Ibrahimovic kominn í guðatölu á Old Trafford. 27. febrúar 2017 08:30
Stuðningsmenn Man United eiga strákunum hans Zlatans mikið að þakka Zlatan Ibrahimovic kom til Manchester United á frjálsri sölu. Hann hefði getað valið mörg önnur lið en nú er komið í ljós af hverju hann valdi Manchester United. 27. febrúar 2017 23:30
Sjáðu brot úr viðtalinu við Zlatan sem allir eru að tala um: „Ég spáði þessu“ Zlatan Ibrahimovic fór á kostum í viðtali við Sky Sports eftir sigurinn í deildarbikarnum í gær. 27. febrúar 2017 11:30