Keown sér enn þá eftir því að Zlatan samdi ekki við Arsenal um aldamótin Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. mars 2017 09:00 Zlatan Ibrahimovic er búinn að skora 26 mörk fyrir Manchester United. vísir/getty Martin Keown, fyrrverandi miðvörður Arsenal sem nú starfar sem sparkspekingur BBC, er enn þá í rusli yfir því að Arsene Wenger náði ekki að ganga frá kaupum á Zlatan Ibrahimovic fyrir 17 árum síðan. Zlatan, sem nú er að slá í gegn með Manchester United, var boðið á reynslu til Arsenal árið 2000 þegar hann var 19 ára gamall leikmaður Malmö og flestir sáu að þarna var einstakur leikmaður á ferð. Sænski framherjinn hefur verið meðvitaður um eigið ágæti frá unga aldri og hafði engan áhuga á að fara á reynslu til nokkurs liðs. Hann hafnaði boðinu og gekk í raðir Ajax ári síðar. „Ég sé enn þá eftir því að Zlatan gekk aldrei í raðir Arsenal,“ segir Martin Keown, sem varð þrisvar sinnum Englandsmeistari með Skyttunum, í pistli sínum í Daily Mail. „Hann heimsótti félagið árið 2000 sem unglingur. Hann var svo stór og sterkur að strákarnir í liðinu grínuðust með að hann væri að koma til að leysa mig af í miðvarðarstöðunni.“ „Maður sá meira að segja þá hversu flottur leikmaður þetta var. Nú þegar hann er að slá í gegn hjá Manchester United er ekki hægt að komast hjá því að bera hann saman við Eric Cantona,“ segir Keown. Arsenal-maðurinn fyrrverandi er ekki fyrsti maðurinn til að bera Zlatan saman við Cantona en hann segir þá ekki vera mjög líka innan vallar. „Cantona var snjall leikmaður en mér leið aldrei eins og hann myndi stinga mig af. Þegar maður var með Cantona í sigtinu vissi ég að ég gat ráðið við hann. Það er allt annað að reyna að stöðva Zlatan, maður á mann. Hann er stærri, sterkari og kraftmeiri,“ segir Martin Keown. Enski boltinn Tengdar fréttir Zlatan segist vera ljón: Ég er af gamla skólanum þar sem menn vinna fyrir sínu Zlatan Ibrahimovic hélt áfram að fara á kostum í viðtölum eftir úrslitaleik deildabikarsins. 28. febrúar 2017 09:00 Zlatan hetjan er Manchester United vann deildarbikarinn í fimmta sinn | Sjáðu mörkin Zlatan Ibrahimovic var hetja Manchester United í 3-2 sigri á Southampton í enska deildarbikarnum í dag en sænski framherjinn skoraði seinna mark sitt í leiknum undir lok leiksins en það reyndist vera sigurmarkið þegar skammt var til leiksloka. 26. febrúar 2017 18:15 Zlatan færði Man Utd bikar Þrátt fyrir að hafa bara spilað með Manchester United í sjö mánuði er Zlatan Ibrahimovic kominn í guðatölu á Old Trafford. 27. febrúar 2017 08:30 Stuðningsmenn Man United eiga strákunum hans Zlatans mikið að þakka Zlatan Ibrahimovic kom til Manchester United á frjálsri sölu. Hann hefði getað valið mörg önnur lið en nú er komið í ljós af hverju hann valdi Manchester United. 27. febrúar 2017 23:30 Sjáðu brot úr viðtalinu við Zlatan sem allir eru að tala um: „Ég spáði þessu“ Zlatan Ibrahimovic fór á kostum í viðtali við Sky Sports eftir sigurinn í deildarbikarnum í gær. 27. febrúar 2017 11:30 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Martin Keown, fyrrverandi miðvörður Arsenal sem nú starfar sem sparkspekingur BBC, er enn þá í rusli yfir því að Arsene Wenger náði ekki að ganga frá kaupum á Zlatan Ibrahimovic fyrir 17 árum síðan. Zlatan, sem nú er að slá í gegn með Manchester United, var boðið á reynslu til Arsenal árið 2000 þegar hann var 19 ára gamall leikmaður Malmö og flestir sáu að þarna var einstakur leikmaður á ferð. Sænski framherjinn hefur verið meðvitaður um eigið ágæti frá unga aldri og hafði engan áhuga á að fara á reynslu til nokkurs liðs. Hann hafnaði boðinu og gekk í raðir Ajax ári síðar. „Ég sé enn þá eftir því að Zlatan gekk aldrei í raðir Arsenal,“ segir Martin Keown, sem varð þrisvar sinnum Englandsmeistari með Skyttunum, í pistli sínum í Daily Mail. „Hann heimsótti félagið árið 2000 sem unglingur. Hann var svo stór og sterkur að strákarnir í liðinu grínuðust með að hann væri að koma til að leysa mig af í miðvarðarstöðunni.“ „Maður sá meira að segja þá hversu flottur leikmaður þetta var. Nú þegar hann er að slá í gegn hjá Manchester United er ekki hægt að komast hjá því að bera hann saman við Eric Cantona,“ segir Keown. Arsenal-maðurinn fyrrverandi er ekki fyrsti maðurinn til að bera Zlatan saman við Cantona en hann segir þá ekki vera mjög líka innan vallar. „Cantona var snjall leikmaður en mér leið aldrei eins og hann myndi stinga mig af. Þegar maður var með Cantona í sigtinu vissi ég að ég gat ráðið við hann. Það er allt annað að reyna að stöðva Zlatan, maður á mann. Hann er stærri, sterkari og kraftmeiri,“ segir Martin Keown.
Enski boltinn Tengdar fréttir Zlatan segist vera ljón: Ég er af gamla skólanum þar sem menn vinna fyrir sínu Zlatan Ibrahimovic hélt áfram að fara á kostum í viðtölum eftir úrslitaleik deildabikarsins. 28. febrúar 2017 09:00 Zlatan hetjan er Manchester United vann deildarbikarinn í fimmta sinn | Sjáðu mörkin Zlatan Ibrahimovic var hetja Manchester United í 3-2 sigri á Southampton í enska deildarbikarnum í dag en sænski framherjinn skoraði seinna mark sitt í leiknum undir lok leiksins en það reyndist vera sigurmarkið þegar skammt var til leiksloka. 26. febrúar 2017 18:15 Zlatan færði Man Utd bikar Þrátt fyrir að hafa bara spilað með Manchester United í sjö mánuði er Zlatan Ibrahimovic kominn í guðatölu á Old Trafford. 27. febrúar 2017 08:30 Stuðningsmenn Man United eiga strákunum hans Zlatans mikið að þakka Zlatan Ibrahimovic kom til Manchester United á frjálsri sölu. Hann hefði getað valið mörg önnur lið en nú er komið í ljós af hverju hann valdi Manchester United. 27. febrúar 2017 23:30 Sjáðu brot úr viðtalinu við Zlatan sem allir eru að tala um: „Ég spáði þessu“ Zlatan Ibrahimovic fór á kostum í viðtali við Sky Sports eftir sigurinn í deildarbikarnum í gær. 27. febrúar 2017 11:30 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Zlatan segist vera ljón: Ég er af gamla skólanum þar sem menn vinna fyrir sínu Zlatan Ibrahimovic hélt áfram að fara á kostum í viðtölum eftir úrslitaleik deildabikarsins. 28. febrúar 2017 09:00
Zlatan hetjan er Manchester United vann deildarbikarinn í fimmta sinn | Sjáðu mörkin Zlatan Ibrahimovic var hetja Manchester United í 3-2 sigri á Southampton í enska deildarbikarnum í dag en sænski framherjinn skoraði seinna mark sitt í leiknum undir lok leiksins en það reyndist vera sigurmarkið þegar skammt var til leiksloka. 26. febrúar 2017 18:15
Zlatan færði Man Utd bikar Þrátt fyrir að hafa bara spilað með Manchester United í sjö mánuði er Zlatan Ibrahimovic kominn í guðatölu á Old Trafford. 27. febrúar 2017 08:30
Stuðningsmenn Man United eiga strákunum hans Zlatans mikið að þakka Zlatan Ibrahimovic kom til Manchester United á frjálsri sölu. Hann hefði getað valið mörg önnur lið en nú er komið í ljós af hverju hann valdi Manchester United. 27. febrúar 2017 23:30
Sjáðu brot úr viðtalinu við Zlatan sem allir eru að tala um: „Ég spáði þessu“ Zlatan Ibrahimovic fór á kostum í viðtali við Sky Sports eftir sigurinn í deildarbikarnum í gær. 27. febrúar 2017 11:30