Oxford-háskóli fjarlægir málverk af Aung San Suu Kyi Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 30. september 2017 16:52 Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar. vísir/getty Oxford-háskóli hefur fjarlægt málverk af Aung San Suu Kyi, leiðtoga Búrma (nú Mjanmar), en verkið prýddi vegg í einni af byggingum skólans. Ástæðan fyrir ákvörðuninni er aðgerðarleysi Aung San Suu Kyi gagnvart hörmulegri meðferð búrmískra hersins í garð Rohingja-múslima sem hafa í kjölfarið flúið í tugþúsundatali yfir landamærin til Bangladess. Afskiptaleysi Aung San Suu Kyi hefur verið harðlega gagnrýnt, meðal annars af alþjóðlegum mannréttindasamtökum. Sjá einnig: Tugir Rohingja hafa drukknað á flóttaAung San Suu Kyi var nemi við Oxford-háskóla á árunum 1964 til 1967 en hún lauk þaðan bakkalársgráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Hún ruddi braut lýðræðissinna í Búrma á síðari hluta níunda áratugarins og leiddi stjórnmálaflokk sinn til sigurs í þingkosningum árið 1990. Suu Kyi var undir miklum áhrifum frá hugsjónum Mahatma Gandhi, fordæmdi ofbeldi og lagði áherslu á friðsamlegar lausnir í ágreiningsmálum. Suu Kyi sat í stofufangelsi í fimmtán ár og hlaut á því tímabili friðarverðlaun Nóbels. Stúdentablað Oxford-háskóla, The Swan, greindi frá því að málverkið af Aung San Suu Kyi hefði verið tekið niður á fimmtudaginn og að fyllt hefði verið upp í skarðið með málverki eftir Yoshihiro Takada. Að sögn Benjamin Jones, talsmanns háskólans, hefur málverkinu af Suu Kyi verið komið fyrir á öruggum stað og mun myndin eftir Takada prýða vegginn tímabundið. Tengdar fréttir Tugir Rohingja hafa drukknað á flótta Að minnsta kosti 23 fórust og fjörutíu er saknað eftir að báti flóttafólks af þjóðflokki Rohingja hvolfdi við strandir Bangladess. 30. september 2017 06:00 Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Suu Kyi óttast ekki alþjóðlega rannsókn á þjóðernishreinsunum í Rakhine-héraði Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur loksins tjáð sig um atburðina í Rakhine-héraði þar sem Sameinuðu þjóðirnar telja að nýverið hafi farið fram þjóðernishreinsanir á Rohingja-múslimum. 19. september 2017 09:10 Suu Kyi hvött til að grípa í taumana Tæp 90.000 manns sem tilheyra rohingjaættbálkinum hafa flúið ofsóknir í Búrma yfir landamærin til Bangladess. 4. september 2017 17:55 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Oxford-háskóli hefur fjarlægt málverk af Aung San Suu Kyi, leiðtoga Búrma (nú Mjanmar), en verkið prýddi vegg í einni af byggingum skólans. Ástæðan fyrir ákvörðuninni er aðgerðarleysi Aung San Suu Kyi gagnvart hörmulegri meðferð búrmískra hersins í garð Rohingja-múslima sem hafa í kjölfarið flúið í tugþúsundatali yfir landamærin til Bangladess. Afskiptaleysi Aung San Suu Kyi hefur verið harðlega gagnrýnt, meðal annars af alþjóðlegum mannréttindasamtökum. Sjá einnig: Tugir Rohingja hafa drukknað á flóttaAung San Suu Kyi var nemi við Oxford-háskóla á árunum 1964 til 1967 en hún lauk þaðan bakkalársgráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Hún ruddi braut lýðræðissinna í Búrma á síðari hluta níunda áratugarins og leiddi stjórnmálaflokk sinn til sigurs í þingkosningum árið 1990. Suu Kyi var undir miklum áhrifum frá hugsjónum Mahatma Gandhi, fordæmdi ofbeldi og lagði áherslu á friðsamlegar lausnir í ágreiningsmálum. Suu Kyi sat í stofufangelsi í fimmtán ár og hlaut á því tímabili friðarverðlaun Nóbels. Stúdentablað Oxford-háskóla, The Swan, greindi frá því að málverkið af Aung San Suu Kyi hefði verið tekið niður á fimmtudaginn og að fyllt hefði verið upp í skarðið með málverki eftir Yoshihiro Takada. Að sögn Benjamin Jones, talsmanns háskólans, hefur málverkinu af Suu Kyi verið komið fyrir á öruggum stað og mun myndin eftir Takada prýða vegginn tímabundið.
Tengdar fréttir Tugir Rohingja hafa drukknað á flótta Að minnsta kosti 23 fórust og fjörutíu er saknað eftir að báti flóttafólks af þjóðflokki Rohingja hvolfdi við strandir Bangladess. 30. september 2017 06:00 Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Suu Kyi óttast ekki alþjóðlega rannsókn á þjóðernishreinsunum í Rakhine-héraði Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur loksins tjáð sig um atburðina í Rakhine-héraði þar sem Sameinuðu þjóðirnar telja að nýverið hafi farið fram þjóðernishreinsanir á Rohingja-múslimum. 19. september 2017 09:10 Suu Kyi hvött til að grípa í taumana Tæp 90.000 manns sem tilheyra rohingjaættbálkinum hafa flúið ofsóknir í Búrma yfir landamærin til Bangladess. 4. september 2017 17:55 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Tugir Rohingja hafa drukknað á flótta Að minnsta kosti 23 fórust og fjörutíu er saknað eftir að báti flóttafólks af þjóðflokki Rohingja hvolfdi við strandir Bangladess. 30. september 2017 06:00
Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00
Suu Kyi óttast ekki alþjóðlega rannsókn á þjóðernishreinsunum í Rakhine-héraði Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur loksins tjáð sig um atburðina í Rakhine-héraði þar sem Sameinuðu þjóðirnar telja að nýverið hafi farið fram þjóðernishreinsanir á Rohingja-múslimum. 19. september 2017 09:10
Suu Kyi hvött til að grípa í taumana Tæp 90.000 manns sem tilheyra rohingjaættbálkinum hafa flúið ofsóknir í Búrma yfir landamærin til Bangladess. 4. september 2017 17:55