Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segist ekki ætla að koma í veg fyrir að leikmenn yfirgefi félagið í janúar svo lengi sem félagið fái sanngjarna upphæð fyrir þá.
Nokkrir leikmenn eru taldir vera á útleið frá félaginu en óvissa er um framtíð Luke Shaw, Matteo Darmian, Daley Blind og Marouane Fellaini sem á aðeins sex mánuði eftir af samningi sínum.
Þá er því slegið upp í enskum fjölmiðlum um helgina að Henrikh Mkhitaryan sé á leiðinni frá félaginu en hann hefur aðeins einu sinni verið í hóp í síðustu átta leikjum.
Félagið samþykkti að selja Morgan Schneiderlin og Memphis Depay í síðasta janúarglugga en Mourinho segir að í raun séu allir leikmenn liðsins falir sé upphæðin nægilega há.
„Það er verðmiði á öllum leikmönnum, komi leikmaður til okkar og segist vera óánægður á sama tíma og við erum með gott tilboð í hann þá mun ég aldrei neita leikmanni að fara.“
Mourinho segir alla leikmenn United fala fyrir rétt fé

Mest lesið

KR lætur þjálfarateymið fjúka
Íslenski boltinn


Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda
Íslenski boltinn

„Bara pæling sem kom frá Caulker“
Fótbolti




„Vorum búnir að vera miklu betri“
Fótbolti

