Munu hugsanlega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2017 20:18 Grenfell-turninn er gjörónýtur. Lögreglan telur afar ólíklegt að einhver finnist þar á lífi. vísir/getty Lögreglan í Lundúnum hefur gefið það út að hún muni mögulega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum í Grenfell Tower í vesturhluta borgarinnar aðfaranótt miðvikudags. Búið er að bera kennsl á sex þeirra sem létust. Lögreglan hefur ekki viljað gefa upp hversu margra er saknað en 120 íbúðir voru í turninum og er talið að á milli 400 og 600 manns hafi búið þar. Alls voru 75 fluttir særðir á sjúkrahús og slökkviliðið bjargaði 65 manns úr brennandi turninum. Aðrir komust út að sjálfsdáðum en ólíklegt er talið að nú finnist einhver á lífi í rústum hússins. Staðfest er að sautján manns hafi látist og þrjátíu liggja enn særðir á sjúkrahúsi, þar af eru fimmtán taldir vera í lífshættu. Theresa May, forsætisráðherra, hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á brunanum og þá hefur Alok Sharma, húsnæðismálaráðherra, sagt að ríkisstjórnin vinni nú að því ásamt borgaryfirvöldum að allar fjölskyldurnar sem bjuggu í turninum fái nýtt húsnæði í sama hverfi. Eldsupptök eru ókunn en margir telja að brunavarnir í turninum hafi verið ófullnægjandi og ný klæðning sem sett var á húsið fyrir ekki svo löngu síðan hafi jafnvel verið ástæða þess hversu hratt eldurinn breiddist út. Fjölda fólks er enn saknað og hafa ættingjar og vinir deilt myndum og upplýsingum á samfélagsmiðlum en BBC fjallaði um nokkra þeirra sem er saknað fyrr í kvöld. Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Óljóst um fjölda látinna í Grenfell-turninum Slökkviliðsstjóri Lundúna segir að það komi til með að taka margar vikur að fara í gegnum alla bygginguna. 15. júní 2017 08:33 Leituðu í brunarústunum í alla nótt Slökkiliðsmenn hafa unnið í alla nótt í brunarústum Grenfell turnsins Kensington í Lundúnum sem brann til kaldra kola í gærnótt. Enn logar í glóðum hér og þar í húsinu en björgunarfólk leitaði að manneskjum í húsinu í nótt og er nú staðfest að tólf hafi látist. 15. júní 2017 06:57 Staðfest að sautján hafi látist í brunanum í London Fastlega er búist við að fjöldi látinna komi til með að hækka. 15. júní 2017 10:13 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira
Lögreglan í Lundúnum hefur gefið það út að hún muni mögulega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum í Grenfell Tower í vesturhluta borgarinnar aðfaranótt miðvikudags. Búið er að bera kennsl á sex þeirra sem létust. Lögreglan hefur ekki viljað gefa upp hversu margra er saknað en 120 íbúðir voru í turninum og er talið að á milli 400 og 600 manns hafi búið þar. Alls voru 75 fluttir særðir á sjúkrahús og slökkviliðið bjargaði 65 manns úr brennandi turninum. Aðrir komust út að sjálfsdáðum en ólíklegt er talið að nú finnist einhver á lífi í rústum hússins. Staðfest er að sautján manns hafi látist og þrjátíu liggja enn særðir á sjúkrahúsi, þar af eru fimmtán taldir vera í lífshættu. Theresa May, forsætisráðherra, hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á brunanum og þá hefur Alok Sharma, húsnæðismálaráðherra, sagt að ríkisstjórnin vinni nú að því ásamt borgaryfirvöldum að allar fjölskyldurnar sem bjuggu í turninum fái nýtt húsnæði í sama hverfi. Eldsupptök eru ókunn en margir telja að brunavarnir í turninum hafi verið ófullnægjandi og ný klæðning sem sett var á húsið fyrir ekki svo löngu síðan hafi jafnvel verið ástæða þess hversu hratt eldurinn breiddist út. Fjölda fólks er enn saknað og hafa ættingjar og vinir deilt myndum og upplýsingum á samfélagsmiðlum en BBC fjallaði um nokkra þeirra sem er saknað fyrr í kvöld.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Óljóst um fjölda látinna í Grenfell-turninum Slökkviliðsstjóri Lundúna segir að það komi til með að taka margar vikur að fara í gegnum alla bygginguna. 15. júní 2017 08:33 Leituðu í brunarústunum í alla nótt Slökkiliðsmenn hafa unnið í alla nótt í brunarústum Grenfell turnsins Kensington í Lundúnum sem brann til kaldra kola í gærnótt. Enn logar í glóðum hér og þar í húsinu en björgunarfólk leitaði að manneskjum í húsinu í nótt og er nú staðfest að tólf hafi látist. 15. júní 2017 06:57 Staðfest að sautján hafi látist í brunanum í London Fastlega er búist við að fjöldi látinna komi til með að hækka. 15. júní 2017 10:13 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira
Óljóst um fjölda látinna í Grenfell-turninum Slökkviliðsstjóri Lundúna segir að það komi til með að taka margar vikur að fara í gegnum alla bygginguna. 15. júní 2017 08:33
Leituðu í brunarústunum í alla nótt Slökkiliðsmenn hafa unnið í alla nótt í brunarústum Grenfell turnsins Kensington í Lundúnum sem brann til kaldra kola í gærnótt. Enn logar í glóðum hér og þar í húsinu en björgunarfólk leitaði að manneskjum í húsinu í nótt og er nú staðfest að tólf hafi látist. 15. júní 2017 06:57
Staðfest að sautján hafi látist í brunanum í London Fastlega er búist við að fjöldi látinna komi til með að hækka. 15. júní 2017 10:13