Erlent

Óljóst um fjölda látinna í Grenfell-turninum

Atli Ísleifsson skrifar
Slökkiliðsmenn unnu í alla nótt í brunarústum byggingarinnar sem er í Norður-Kensington.
Slökkiliðsmenn unnu í alla nótt í brunarústum byggingarinnar sem er í Norður-Kensington. Vísir/AFP
Dana Cotton, slökkviliðsstjóri Lundúna, segir enn ekki ljóst um hve margir hafi látið lífið í brunanum í Grenfell-turninum aðfaranótt gærdagsins. Cotton segir að það komi til með að taka margar vikur að fara í gegnum alla bygginguna.

Hún segir að ekki sé búist við að finna fleira fólk á lífi í bygginunni.

Þegar hefur verið staðfest að tólf manns hafi látið lífið í brunanum þó að fastlega sé búist við að talan komi til með að hækka.

Slökkiliðsmenn unnu í alla nótt í brunarústum byggingarinnar sem er í Norður-Kensington. Enn logar í glóðum í húsinu.

65 manns var bjargað úr húsinu en ekki liggur nákvæmlega fyrir hversu margir bjuggu þar, en í turninum voru 120 íbúðir. 34 eru enn á spítala og þar af eru átján á gjörgæslu.


Tengdar fréttir

Leituðu í brunarústunum í alla nótt

Slökkiliðsmenn hafa unnið í alla nótt í brunarústum Grenfell turnsins Kensington í Lundúnum sem brann til kaldra kola í gærnótt. Enn logar í glóðum hér og þar í húsinu en björgunarfólk leitaði að manneskjum í húsinu í nótt og er nú staðfest að tólf hafi látist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×