Enski boltinn

Varar knattspyrnumenn við að koma úr skápnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Greg Clarke, stjórnarformaður enska knattspyrnusambandsins.
Greg Clarke, stjórnarformaður enska knattspyrnusambandsins. Vísir/Getty
Greg Clarke, stjórnarformaður enska knattspyrnusambandsins, segir að vondur veruleiki myndi blasa við knattspyrnumönnum sem myndu koma úr skápnum.

„Ég hika við það að hvetja fólk til að koma úr skápnum þar til að okkur hefur tekist að vinna okkar vinnu og útrýma svívirðingum og úthúðunum,“ sagði Clarke þegar hann kom fyrir þingnefnd í Bretlandi.

„Ég skammast mín fyrir þá staðreynd að þeir finnst ekki öruggt að koma úr skápnum,“ bætti hann við.

Justin Fashanu kom fyrstur atvinnumanna í knattspyrnu úr skápnum í Englandi árið 1990 en hann framdi sjálfsvíg árið 1998. Enginn leikmaður hefur síðan þá komið úr skápnum á meðan hann hefur spilað í englandi.

Justin Fashanu.vísir/getty
Þjóðverjinn Thomas Hitzlsperger kom opinberlega fram árið 2014 og greindi frá því að hann væri samkynhneigður en það var eftir að hann var hættur að spila í Englandi.

„Það kæmi mér mjög á óvart ef það væri ekki til samkynhneigður leikmaður í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Clarke enn fremur.

Fjölmörg dæmi eru til um að áhorfendur syngji enn þann daginn í dag níðandi söngva um samkynhneigða. Síðast var sagt frá því vegna uppákomu í leiks Leyton Orient og Luton Town í ensku D-deildinni.

„Ef ég væri samkynhneigður myndi ég vilja bjóða sjálfum mér upp á þetta?“ spurði Clarke.


Tengdar fréttir

Hómófóbía í íþróttum

Ungt hinsegin fólk þessa lands sem stundar íþróttir á skilið að alast upp í samfélagi þar sem það óttast ekki að greina frá kynhneigð sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×