Enski boltinn

Rétti tíminn fyrir fótboltamenn að koma út úr skápnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Richard Scudamore.
Richard Scudamore. vísir/getty
Richard Scudamore, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, segir að ef samkynhneigðir fótboltamenn myndu koma út úr skápnum yrði þeim mætt með virðingu.

„Umhverfið er þannig núna að það væri allt í lagi fyrir þá að koma út úr skápnum,“ sagði Scudamore í viðtali í BBC Newsnight í gærkvöldi.

Justin Fashanu, fyrrverandi framherji Norwich, er eini leikmaðurinn á Englandi sem komið hefur út úr skápnum, en það gerði hann árið 1990.

Breska götublaðið Daily Mirror greindi frá því í lok október að leikmaður enska landsliðsins og önnur stjarna úr úrvalsdeildinni ætla brátt að koma út úr skápnum.

„Þeim yrði tekið með opnum örmum og ég held að fólk myndi sýna þeim umburðarlyndi. Þetta er rétti tíminn til að koma út úr skápnum,“ segir Richard Scudamore.

Casey Stone, fyrirliði kvennalandsliðsins Englands, var fyrsti fótboltamaðurinn enn að spila sem kom út úr skápnum síðan Fashanu gerði það fyrir fimmtán árum. Stone opinberaði kynhneigð sína í febrúar í fyrra.

Thomas Hitzlsperger, fyrrverandi leikmaður Aston Villa, kom út úr skápnum árið 2014 eftir að hann lagði skóna á hilluna og þá sagði Robbie Rogers, fyrrverandi framhjá Leeds og bandaríska landsliðsins, frá því að hann væri samkynhneigður í byrjun árs 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×