Kalt stríð Sáda og Írana í kjölfar aftöku Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 4. janúar 2016 07:00 Mótmælendur héldu á myndum af Sheikh Nimr al-Nimr í mótmælum fyrir utan sádíarabíska sendiráðið í Íran. Fréttablaðið/EPA „Óréttlát blóðsúthelling hins kúgaða #SheikhNimr kallar á stigvaxandi og guðlega refsingu sem mun heltaka stjórnmálamenn Sáda,“ skrifaði Khameini, erkiklerkur og æðsti embættismaður Írans, á Twitter í gær. Hann mótmælti aftöku sjía-klerksins Sheikh Nimr al-Nimr og 46 annarra í Sádi-Arabíu sem fram fór á laugardaginn. Einstaklingunum 47 er gert að sök að hafa lagt á ráðin um og ýtt undir hryðjuverk í Sádi-Arabíu. „Þessi kúgaði fræðimaður boðaði aldrei vopnaða hreyfingu, né var hann viðriðinn leynileg samsæri,“ skrifaði erkiklerkurinn. Þá sagði hann Sheikh Nimr hafa stundað friðsæl mótmæli gegn súnní-stjórninni í Sádi-Arabíu. Sheikh Nimr al-Nimr var einn helsti leiðtogi mótmælenda gegn ríkisstjórn Sádi-Arabíu frá því að arabíska vorið hófst árið 2012. Fjöldi manna hefur mótmælt um Mið-Austurlönd vegna aftökunnar en hundruð manna komu saman fyrir utan sendiráð Sádi-Arabíu í Teheran á laugardagskvöld og aftur í gær til að mótmæla. Á laugardag var kveikt í sendiráðsbyggingunni auk þess sem mótmælendur brenndu veggspjöld með myndum af Salman bin Abdulaziz Al Saud, konungi Sádi-Arabíu. Fjörutíu mótmælendur voru handteknir í lögregluaðgerðum. Sádi-Arabar hafa kallað sendiherra Írans á sinn fund til að fá skýringu á harðri afstöðu Írans. Þá hafa Sádi-Arabar slitið stjórnmálatengsl við Íran og Íransstjórn gert að flytja alla diplómata úr landinu innan 48 klukkustunda. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Sádi-Arabíu segir að með því að fordæma aftökurnar hafi Íranir afhjúpað sig sem stuðningsmenn hryðjuverka. Hassan Rouhani, forseti Írans, fordæmdi mótmælin við sendiráð Sádi-Arabíu en ítrekaði þó þá afstöðu sína að aftökurnar hefðu verið óréttlátar. Margir fjölmiðlar í Sádi-Arabíu verja aftökurnar og segja landið öruggara fyrir vikið og ekki skipta máli hvort sjía- eða súnní-múslimar væru þar á ferð. Íranir hafa verið sterkir stuðningsmenn samfélaga sjía-múslima víða um Mið-Austurlönd. Fjölmiðlar í Íran fordæma aftökurnar og segja þær einungis virka sem olíu á eldinn og munu kalla á hefndaraðgerðir gegn ríkisstjórn Sáda. Hreyfing sem spratt upp úr arabíska vorinuSjía-klerkurinn Sheikh Nimr al-Nimr sem var tekinn af lífi á laugardaginn var einn höfuðpaura mótmælahreyfingar gegn súnní-stjórn Sádi-Arabíu. Hreyfingin spratt upp úr arabíska vorinu. Sheikh Nimr kallaði meðal annars eftir því að austurhéruð Sádi-Arabíu lýstu yfir sjálfstæði en héruðin eru afar olíurík og þar búa um tvær milljónir sjía-múslima. Hann gagnrýndi ríkisstjórn Sádi-Arabíu harðlega fyrir að hliðsetja og einangra samfélög sjía-múslima í landinu. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
„Óréttlát blóðsúthelling hins kúgaða #SheikhNimr kallar á stigvaxandi og guðlega refsingu sem mun heltaka stjórnmálamenn Sáda,“ skrifaði Khameini, erkiklerkur og æðsti embættismaður Írans, á Twitter í gær. Hann mótmælti aftöku sjía-klerksins Sheikh Nimr al-Nimr og 46 annarra í Sádi-Arabíu sem fram fór á laugardaginn. Einstaklingunum 47 er gert að sök að hafa lagt á ráðin um og ýtt undir hryðjuverk í Sádi-Arabíu. „Þessi kúgaði fræðimaður boðaði aldrei vopnaða hreyfingu, né var hann viðriðinn leynileg samsæri,“ skrifaði erkiklerkurinn. Þá sagði hann Sheikh Nimr hafa stundað friðsæl mótmæli gegn súnní-stjórninni í Sádi-Arabíu. Sheikh Nimr al-Nimr var einn helsti leiðtogi mótmælenda gegn ríkisstjórn Sádi-Arabíu frá því að arabíska vorið hófst árið 2012. Fjöldi manna hefur mótmælt um Mið-Austurlönd vegna aftökunnar en hundruð manna komu saman fyrir utan sendiráð Sádi-Arabíu í Teheran á laugardagskvöld og aftur í gær til að mótmæla. Á laugardag var kveikt í sendiráðsbyggingunni auk þess sem mótmælendur brenndu veggspjöld með myndum af Salman bin Abdulaziz Al Saud, konungi Sádi-Arabíu. Fjörutíu mótmælendur voru handteknir í lögregluaðgerðum. Sádi-Arabar hafa kallað sendiherra Írans á sinn fund til að fá skýringu á harðri afstöðu Írans. Þá hafa Sádi-Arabar slitið stjórnmálatengsl við Íran og Íransstjórn gert að flytja alla diplómata úr landinu innan 48 klukkustunda. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Sádi-Arabíu segir að með því að fordæma aftökurnar hafi Íranir afhjúpað sig sem stuðningsmenn hryðjuverka. Hassan Rouhani, forseti Írans, fordæmdi mótmælin við sendiráð Sádi-Arabíu en ítrekaði þó þá afstöðu sína að aftökurnar hefðu verið óréttlátar. Margir fjölmiðlar í Sádi-Arabíu verja aftökurnar og segja landið öruggara fyrir vikið og ekki skipta máli hvort sjía- eða súnní-múslimar væru þar á ferð. Íranir hafa verið sterkir stuðningsmenn samfélaga sjía-múslima víða um Mið-Austurlönd. Fjölmiðlar í Íran fordæma aftökurnar og segja þær einungis virka sem olíu á eldinn og munu kalla á hefndaraðgerðir gegn ríkisstjórn Sáda. Hreyfing sem spratt upp úr arabíska vorinuSjía-klerkurinn Sheikh Nimr al-Nimr sem var tekinn af lífi á laugardaginn var einn höfuðpaura mótmælahreyfingar gegn súnní-stjórn Sádi-Arabíu. Hreyfingin spratt upp úr arabíska vorinu. Sheikh Nimr kallaði meðal annars eftir því að austurhéruð Sádi-Arabíu lýstu yfir sjálfstæði en héruðin eru afar olíurík og þar búa um tvær milljónir sjía-múslima. Hann gagnrýndi ríkisstjórn Sádi-Arabíu harðlega fyrir að hliðsetja og einangra samfélög sjía-múslima í landinu.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira