Dánarorsök Ali var ígerð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2016 09:36 Muhammad Ali var einn þekktasti íþróttamaður heims. vísir/getty Dánarorsök hnefaleikakappans Muhammad Ali var ígerð að sögn fjölskyldu hans. Var ígerðin tilkomin vegna ótilgreindra náttúrulegra orsaka en Ali lést á föstudagskvöld á spítala í Phoenix í Arizona, 74 ára aldri. Ali var með Parkinson-sjúkdóminn en hafði auk þess verið að glíma við veikindi í öndunarfærum dagana áður en hann lést. Opinber jarðarför Ali verður haldinn í heimabæ hans Louiseville í Kentucky á föstudag. Á meðal þeirra sem halda munu ræður er Bill Clinton fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Þá minntust bæði knattspyrnugoðsögnin Pele og Barack Obama forseti Bandaríkjanna Ali í gær. Sagði Obama að Ali hefði hrist upp í heiminum og að heimurinn væri betri fyrir vikið. Ali var einn þekktasti íþróttamaður sögunnar. Hann fæddist í Kentucky-ríki árið 1942 og var skírður Cassius Marcellus Clay. Hann öðlaðist fyrst heimsfrægð þegar hann vann gullverðlaun í hnefaleikum á Ólympíuleikunum í Róm árið 1960. Með sigri sínum á Sonny Liston árið 1964 varð Ali heimsmeistari í fyrsta sinn en hann átti eftir að vera fyrstur allra til að vinna þrjá heimsmeistaratitla í þungavigt. Hlaut hann viðurnefnið „Sá besti“ (e. The Greatest) fyrir erfiðið. Hann lagði hanskana á hilluna árið 1981 og hafði þá unnið 56 af 61 slag á ferlinum. Hann var þó einnig þekktur fyrir ummæli sín og störf utan hnefaleikahringsins. Ali var skáld, með eindæmum orðheppinn og ötull baráttumaður fyrir mannréttindum svertingja. Hann tók upp íslamstrú og nafnið Muhamad Ali á sjöunda áratugnum. Þá var hann sviptur keppnisréttindum í fjögur ár eftir að hann óhlýðnaðist herkvaðningu vegna andstöðu sinnar við Víetnam-stríðið. Hann greindist með Parkinsonsjúkdóm stuttu eftir að íþróttaferli hans lauk. Hann kom reglulega fram opinberlega nokkurn veginn allt til dauðadags. Tengdar fréttir Hin mörgu andlit Mohammad Ali | Sjáðu 100 myndir af goðsögninni Sem kunnugt er lést hnefaleikakappinn Muhammad Ali í gær, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 15:16 Stjörnurnar minnast Ali á Twitter Hnefaleikamaðurinn Muhammad Ali er látinn, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 12:45 Muhammad Ali fallinn frá Hnefaleikagoðsögnin var 74 ára að aldri. 4. júní 2016 07:30 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Dánarorsök hnefaleikakappans Muhammad Ali var ígerð að sögn fjölskyldu hans. Var ígerðin tilkomin vegna ótilgreindra náttúrulegra orsaka en Ali lést á föstudagskvöld á spítala í Phoenix í Arizona, 74 ára aldri. Ali var með Parkinson-sjúkdóminn en hafði auk þess verið að glíma við veikindi í öndunarfærum dagana áður en hann lést. Opinber jarðarför Ali verður haldinn í heimabæ hans Louiseville í Kentucky á föstudag. Á meðal þeirra sem halda munu ræður er Bill Clinton fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Þá minntust bæði knattspyrnugoðsögnin Pele og Barack Obama forseti Bandaríkjanna Ali í gær. Sagði Obama að Ali hefði hrist upp í heiminum og að heimurinn væri betri fyrir vikið. Ali var einn þekktasti íþróttamaður sögunnar. Hann fæddist í Kentucky-ríki árið 1942 og var skírður Cassius Marcellus Clay. Hann öðlaðist fyrst heimsfrægð þegar hann vann gullverðlaun í hnefaleikum á Ólympíuleikunum í Róm árið 1960. Með sigri sínum á Sonny Liston árið 1964 varð Ali heimsmeistari í fyrsta sinn en hann átti eftir að vera fyrstur allra til að vinna þrjá heimsmeistaratitla í þungavigt. Hlaut hann viðurnefnið „Sá besti“ (e. The Greatest) fyrir erfiðið. Hann lagði hanskana á hilluna árið 1981 og hafði þá unnið 56 af 61 slag á ferlinum. Hann var þó einnig þekktur fyrir ummæli sín og störf utan hnefaleikahringsins. Ali var skáld, með eindæmum orðheppinn og ötull baráttumaður fyrir mannréttindum svertingja. Hann tók upp íslamstrú og nafnið Muhamad Ali á sjöunda áratugnum. Þá var hann sviptur keppnisréttindum í fjögur ár eftir að hann óhlýðnaðist herkvaðningu vegna andstöðu sinnar við Víetnam-stríðið. Hann greindist með Parkinsonsjúkdóm stuttu eftir að íþróttaferli hans lauk. Hann kom reglulega fram opinberlega nokkurn veginn allt til dauðadags.
Tengdar fréttir Hin mörgu andlit Mohammad Ali | Sjáðu 100 myndir af goðsögninni Sem kunnugt er lést hnefaleikakappinn Muhammad Ali í gær, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 15:16 Stjörnurnar minnast Ali á Twitter Hnefaleikamaðurinn Muhammad Ali er látinn, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 12:45 Muhammad Ali fallinn frá Hnefaleikagoðsögnin var 74 ára að aldri. 4. júní 2016 07:30 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Hin mörgu andlit Mohammad Ali | Sjáðu 100 myndir af goðsögninni Sem kunnugt er lést hnefaleikakappinn Muhammad Ali í gær, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 15:16
Stjörnurnar minnast Ali á Twitter Hnefaleikamaðurinn Muhammad Ali er látinn, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 12:45