Sigurlaunin sæt á Stade de France í gær Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júní 2016 06:00 Kári Árnason, besti leikmaður íslenska liðsins á móti Austurríki í gær, fagnar hér sigri með því að veifa íslenska fánanum fyrir framan tíu þúsund syngjandi Íslendinga á Stade de France. Vísir/Vilhelm „Ég mun muna eftir þessari stundu þangað til ég dey,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, um fögnuðinn með 10.000 stuðningsmönnum Íslands eftir sigurinn á Austurríki, 2-1, á Stade de France í gærkvöldi. Stund í sögu þjóðar sem mun svo sannarlega aldrei gleymast. Sigurinn kom Íslandi í 16 liða úrslit EM í frumraun liðsins á stórmóti. Eftir að komast yfir með marki Jóns Daða Böðvarssonar á 18. mínútu fékk íslenska liðið á sig jöfnunarmark í seinni hálfleik þegar það, einu sinni sem oftar á mótinu, bakkaði of aftarlega og bauð hættunni heim. Eins og alltaf varðist íslenska liðið vel og Hannes var meira og minna frábær í markinu fyrir utan ein sprellitilþrif sem kostuðu næstum mark. En í gær var stundin okkar, stund strákanna, stund íslensku þjóðarinnar. Þegar Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið í uppbótartíma eftir sendingu frá Theodór Elmari Bjarnasyni ætlaði allt um koll að keyra hjá íslensku stuðningsmönnunum. Fullorðið fólk bókstaflega grét í stúkunni og ekki hættu tárin að flæða þegar pólski dómarinn flautaði til leiksloka. Litla Ísland komið áfram og það með sigri þegar jafntefli var nóg. Strákarnir unnu fyrir þessu, sköpuðu sér sína eigin heppni og skrifuðu enn og aftur nýjan kafla í íslenska fótboltasögu.Strákarnir fagna í leikslok á Stade de France.Vísir/Vilhelm Skipta um þjóðhátíðardag „Strákarnir börðust fyrir sigurmarkinu. Við vorum heppnir á köflum en sýndum frábært hugarfar út leikinn. Það voru margir þreyttir í lokin enda höfum við spilað nánast á sama liðinu í keppninni. En, eins og við höfum alltaf sagt, við erum stoltir af leikmönnunum okkar,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, eftir leikinn. Heimir og Lars gerðu enga breytingu á liðinu sem var búið að koma Íslandi í þessa stöðu. Þetta sama lið byrjaði leikinn aftur á móti mun betur en síðustu leiki og greinilegt að menn voru orðnir langþreyttir á að gera ekkert nema verjast. Jóhann Berg Guðmundsson var hársbreidd frá því að skora eitt af mörkum mótsins eftir nokkrar sekúndur. Saga íslenska liðsins er einstök og ekki að ástæðulausu að kastljós heimsins er á strákunum okkar. Sagan er stór og litlu sögurnar í stóru bókinni svo magnaðar. Fyrra markið í gær skoraði Jón Daði Böðvarsson. Selfyssingurinn sem átti ekki fyrir æfingagjöldum þegar hann var lítill og féll með Selfossi fyrir aðeins fjórum árum úr Pepsi-deildinni skoraði fyrir Ísland í stærsta leik liðsins frá upphafi á Stade de France. Einstakur strákur í einstöku liði. Fyrir utan það var Jón, ásamt Kára Árnasyni, besti maður vallarins. „Ég held að þýðing þessa sigurs fyrir íslensku þjóðina sé örugglega að nú sé vilji til þess að breyta þjóðhátíðardeginum úr 17. júní í 22. júní,“ sagði Heimir Hallgrímsson eftir leikinn.Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson.Vísir/Vilhelm England, Nice „Þegar við skoruðum sigurmarkið fór ég bara í eitthvað „zone“. Ég man ekki neitt. Svo eftir leikinn fer maður og fagnar með fólkinu og sér þar í stúkunni litla frænda sinn, besta vin, mömmu og bróður. Þetta er nákvæmlega það sem maður vill,“ sagði Aron Einar við blaðamenn eftir leik en fyrirliðinn, sem er að spila meiddur og fórna sér fyrir liðið, var enn í geðshræringu þegar hann reyndi að útskýra líðan sína. Ekki nóg með að Ísland hafi komist áfram heldur eru sigurlaunin eins sæt og þau verða. Í fyrsta sinn í sögunni mætir Ísland stórliði Englands með allar sínar stjörnur úr ensku úrvalsdeildinni. Í hvert sinn sem dregið er til undankeppni HM eða EM vonast íslenska þjóðin eftir að að mæta Englandi. Fyrst biðin er búin að vera svona löng var um að gera að gera þetta með stæl og mæta Englandi bara á stórmóti. „Það horfa allir Íslendingar á ensku úrvalsdeildina. Það er okkar deild og það þekkja allir þessa leikmenn sem við erum að fara að spila við. Það verður sérstaklega gaman að mæta Englandi á stórmóti því ég hef aldrei spilað á móti Englandi,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Gylfi Þór: Pressa á Englendingum að klára Ísland Gylfi var ánægður með sigurinn en ekki nógu ánægður með hversu illa liðinu gekk að halda boltanum í 2-1 sigri á Austurríki í kvöld en hann segir leikmennina vera spennta fyrir að mæta Englandi. 22. júní 2016 20:46 Aron Einar: Mun muna eftir þessu kvöldi þar til ég dey Landsliðsfyrirliðinn sagðist hafa átt frábæra stund með stuðningsmönnum íslenska liðsins eftir 2-1 sigur á Austurríki í F-riðli EM í knattspyrnu í kvöld en leikmenn liðsins voru þakklátir fyrir stuðninginn. 22. júní 2016 20:00 Sjá myndirnar: Óbærileg spenna með tilheyrandi spennufalli í París Vilhelm Gunnarsson var með myndavélina á lofti á Stade de France í kvöld. 22. júní 2016 20:38 Einkunnir íslenska liðsins: Kári bestur Miðvörðurinn Kári Árnason var besti leikmaður íslenska liðsins að mati Vísis í fræknum 2-1 sigri á Austurríki í kvöld en hann átti frábæran leik í hjarta varnarinnar. 22. júní 2016 20:00 Theodór Elmar: Gildra að vera með hausinn í lagi á bekknum Theodór Elmar Bjarnason kom inn af bekknum og nýtti tækifærið vel í 2-1 sigri Íslands á Austurríki í dag en hann lagði upp sigurmark Íslands á 94. mínútu. 22. júní 2016 21:29 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
„Ég mun muna eftir þessari stundu þangað til ég dey,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, um fögnuðinn með 10.000 stuðningsmönnum Íslands eftir sigurinn á Austurríki, 2-1, á Stade de France í gærkvöldi. Stund í sögu þjóðar sem mun svo sannarlega aldrei gleymast. Sigurinn kom Íslandi í 16 liða úrslit EM í frumraun liðsins á stórmóti. Eftir að komast yfir með marki Jóns Daða Böðvarssonar á 18. mínútu fékk íslenska liðið á sig jöfnunarmark í seinni hálfleik þegar það, einu sinni sem oftar á mótinu, bakkaði of aftarlega og bauð hættunni heim. Eins og alltaf varðist íslenska liðið vel og Hannes var meira og minna frábær í markinu fyrir utan ein sprellitilþrif sem kostuðu næstum mark. En í gær var stundin okkar, stund strákanna, stund íslensku þjóðarinnar. Þegar Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið í uppbótartíma eftir sendingu frá Theodór Elmari Bjarnasyni ætlaði allt um koll að keyra hjá íslensku stuðningsmönnunum. Fullorðið fólk bókstaflega grét í stúkunni og ekki hættu tárin að flæða þegar pólski dómarinn flautaði til leiksloka. Litla Ísland komið áfram og það með sigri þegar jafntefli var nóg. Strákarnir unnu fyrir þessu, sköpuðu sér sína eigin heppni og skrifuðu enn og aftur nýjan kafla í íslenska fótboltasögu.Strákarnir fagna í leikslok á Stade de France.Vísir/Vilhelm Skipta um þjóðhátíðardag „Strákarnir börðust fyrir sigurmarkinu. Við vorum heppnir á köflum en sýndum frábært hugarfar út leikinn. Það voru margir þreyttir í lokin enda höfum við spilað nánast á sama liðinu í keppninni. En, eins og við höfum alltaf sagt, við erum stoltir af leikmönnunum okkar,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, eftir leikinn. Heimir og Lars gerðu enga breytingu á liðinu sem var búið að koma Íslandi í þessa stöðu. Þetta sama lið byrjaði leikinn aftur á móti mun betur en síðustu leiki og greinilegt að menn voru orðnir langþreyttir á að gera ekkert nema verjast. Jóhann Berg Guðmundsson var hársbreidd frá því að skora eitt af mörkum mótsins eftir nokkrar sekúndur. Saga íslenska liðsins er einstök og ekki að ástæðulausu að kastljós heimsins er á strákunum okkar. Sagan er stór og litlu sögurnar í stóru bókinni svo magnaðar. Fyrra markið í gær skoraði Jón Daði Böðvarsson. Selfyssingurinn sem átti ekki fyrir æfingagjöldum þegar hann var lítill og féll með Selfossi fyrir aðeins fjórum árum úr Pepsi-deildinni skoraði fyrir Ísland í stærsta leik liðsins frá upphafi á Stade de France. Einstakur strákur í einstöku liði. Fyrir utan það var Jón, ásamt Kára Árnasyni, besti maður vallarins. „Ég held að þýðing þessa sigurs fyrir íslensku þjóðina sé örugglega að nú sé vilji til þess að breyta þjóðhátíðardeginum úr 17. júní í 22. júní,“ sagði Heimir Hallgrímsson eftir leikinn.Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson.Vísir/Vilhelm England, Nice „Þegar við skoruðum sigurmarkið fór ég bara í eitthvað „zone“. Ég man ekki neitt. Svo eftir leikinn fer maður og fagnar með fólkinu og sér þar í stúkunni litla frænda sinn, besta vin, mömmu og bróður. Þetta er nákvæmlega það sem maður vill,“ sagði Aron Einar við blaðamenn eftir leik en fyrirliðinn, sem er að spila meiddur og fórna sér fyrir liðið, var enn í geðshræringu þegar hann reyndi að útskýra líðan sína. Ekki nóg með að Ísland hafi komist áfram heldur eru sigurlaunin eins sæt og þau verða. Í fyrsta sinn í sögunni mætir Ísland stórliði Englands með allar sínar stjörnur úr ensku úrvalsdeildinni. Í hvert sinn sem dregið er til undankeppni HM eða EM vonast íslenska þjóðin eftir að að mæta Englandi. Fyrst biðin er búin að vera svona löng var um að gera að gera þetta með stæl og mæta Englandi bara á stórmóti. „Það horfa allir Íslendingar á ensku úrvalsdeildina. Það er okkar deild og það þekkja allir þessa leikmenn sem við erum að fara að spila við. Það verður sérstaklega gaman að mæta Englandi á stórmóti því ég hef aldrei spilað á móti Englandi,“ sagði Aron Einar Gunnarsson.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Gylfi Þór: Pressa á Englendingum að klára Ísland Gylfi var ánægður með sigurinn en ekki nógu ánægður með hversu illa liðinu gekk að halda boltanum í 2-1 sigri á Austurríki í kvöld en hann segir leikmennina vera spennta fyrir að mæta Englandi. 22. júní 2016 20:46 Aron Einar: Mun muna eftir þessu kvöldi þar til ég dey Landsliðsfyrirliðinn sagðist hafa átt frábæra stund með stuðningsmönnum íslenska liðsins eftir 2-1 sigur á Austurríki í F-riðli EM í knattspyrnu í kvöld en leikmenn liðsins voru þakklátir fyrir stuðninginn. 22. júní 2016 20:00 Sjá myndirnar: Óbærileg spenna með tilheyrandi spennufalli í París Vilhelm Gunnarsson var með myndavélina á lofti á Stade de France í kvöld. 22. júní 2016 20:38 Einkunnir íslenska liðsins: Kári bestur Miðvörðurinn Kári Árnason var besti leikmaður íslenska liðsins að mati Vísis í fræknum 2-1 sigri á Austurríki í kvöld en hann átti frábæran leik í hjarta varnarinnar. 22. júní 2016 20:00 Theodór Elmar: Gildra að vera með hausinn í lagi á bekknum Theodór Elmar Bjarnason kom inn af bekknum og nýtti tækifærið vel í 2-1 sigri Íslands á Austurríki í dag en hann lagði upp sigurmark Íslands á 94. mínútu. 22. júní 2016 21:29 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Gylfi Þór: Pressa á Englendingum að klára Ísland Gylfi var ánægður með sigurinn en ekki nógu ánægður með hversu illa liðinu gekk að halda boltanum í 2-1 sigri á Austurríki í kvöld en hann segir leikmennina vera spennta fyrir að mæta Englandi. 22. júní 2016 20:46
Aron Einar: Mun muna eftir þessu kvöldi þar til ég dey Landsliðsfyrirliðinn sagðist hafa átt frábæra stund með stuðningsmönnum íslenska liðsins eftir 2-1 sigur á Austurríki í F-riðli EM í knattspyrnu í kvöld en leikmenn liðsins voru þakklátir fyrir stuðninginn. 22. júní 2016 20:00
Sjá myndirnar: Óbærileg spenna með tilheyrandi spennufalli í París Vilhelm Gunnarsson var með myndavélina á lofti á Stade de France í kvöld. 22. júní 2016 20:38
Einkunnir íslenska liðsins: Kári bestur Miðvörðurinn Kári Árnason var besti leikmaður íslenska liðsins að mati Vísis í fræknum 2-1 sigri á Austurríki í kvöld en hann átti frábæran leik í hjarta varnarinnar. 22. júní 2016 20:00
Theodór Elmar: Gildra að vera með hausinn í lagi á bekknum Theodór Elmar Bjarnason kom inn af bekknum og nýtti tækifærið vel í 2-1 sigri Íslands á Austurríki í dag en hann lagði upp sigurmark Íslands á 94. mínútu. 22. júní 2016 21:29