Fótbolti

Sjá myndirnar: Óbærileg spenna með tilheyrandi spennufalli í París

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hannes Þór Halldórsson með íslenska fánann.
Hannes Þór Halldórsson með íslenska fánann. Vísir/Vilhelm
Þvílíkt kvöld til að vera Íslendingur. Tíu þúsund slíkur fengu að upplifa ógleymanlega stund á Stade de France í París í kvöld þar sem karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum EM í fótbolta með 2-1 sigri á Austurríki.

 

Spennan var óbærileg í leiknum þar sem okkar menn komust yfir, Austurríkismenn jöfnuðu og sóttu svo stíft í leit að markinu sem þá vantaði. Það var hins vegar Njarðvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason sem gerði það sem hann gerir svo til alltaf með landsliðinu, skoraði í blálokin og tryggði sigurinn.

 

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fangaði stemninguna í París í kvöld eins og sjá má að ofan.

 

vísir/vilhelm
vísir/vilhelm
vísir/vilhelm
vísir/vilhelmFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.