Harvard dregur fótboltalið skólans úr keppni vegna kynferðislegra ummæla leikmanna Díana Sjöfn Jóhannsdóttir skrifar 4. nóvember 2016 13:34 Skólastjóri Harvard fordæmir hegðun leikmanna Vísir/ Harvard-háskóli hefur dregið karlalið skólans úr keppni vegna kynferðislegra ummæla leikmanna í garð meðlima kvennaliðsins. Stúdentablað háskólans upplýsti um skjal leikmanna sem innihélt stigagöf um útlit kvenkyns leikmannanna ásamt kynferðislegum ummælum sem beint var að þeim. Forseti háskólans hefur fordæmt hegðun karlaliðsins. Fjallað er um málið á vef BBC. Liðið sem er nú í fyrsta sæti háskóladeildarinnar í Bandaríkjunum þarf að gefa alla sína leiki sem eftir eru af tímabilinu. Talið er að skjöl sem innihalda myndir af leikmönnum kvennaliðsins sé árleg hefð leikmanna, þar sem karlarnir gefa konunum einkunn frá einum upp í tíu eftir eigin hentugleika ásamt ástæðum fyrir stigagjöf. Í skjalinu sést einnig hvaða kynlífsstellingar þeir töldu að hver kona myndi kjósa. Drew Faust, forseti háskólans, hefur gefið út tilkynningu þar sem hann segir að ákvörðun skólanefndar um að hætta við leiktímabil karlaliðsins sé útspil sem hafi verið nauðsynlegt til að gera leikmönnum og nemendum skólans ljóst að slík hegðun sé óásættanleg og eigi ekki heima innan Harvard-háskóla. Mikil nauðgunarmenning hefur verið við lýði í háskólasamfélögum Bandaríkjanna og sést það oft strax í byrjun skólaárs, til dæmis með hvatningarborðum með ummælum á borð við „Rowdy and fun. Hope your baby girl is ready for a good time“. Rannsóknir sýna fram á að nemendur sem eru í bræðrafélagi séu þrisvar sinnum líklegri til að nauðga heldur en aðrir nemendur. Auk þess eru konur í systrafélagi 74 prósent líklegri til að verða fyrir kynferðislegri áreitni. Eitt nýjasta málið tengt nauðgunarmenningu háskólasamfélagsins snýr að sundkappa í Stanford-háskóla sem var kærður fyrir að nauðga meðvitundarlausum kvenkyns samnemanda sínum en hann hlaut sex mánaða dóm, sem mörgum þótti of væg refsing fyrir slíkan glæp. Meðlimir í kvennaliðinu sögðu í viðtali að þeim blöskraði þá tilhneigingu að litið væri á líkamslegt útlit kvenna en ekki hæfileika þeirra og að þær væru orðnar langþreyttar á að þetta sé raunveruleikinn sem konur þurfa að búa við á hverjum degi. Þjálfari karlaliðsins sagði í yfirlýsingu til stúdentablaðsins Harvard Crimson að liðið væri svekkt yfir að leiktímabilið þurfti að enda á þennan hátt en að liðið virði ákvörðun skólastjórnar. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Harvard-háskóli hefur dregið karlalið skólans úr keppni vegna kynferðislegra ummæla leikmanna í garð meðlima kvennaliðsins. Stúdentablað háskólans upplýsti um skjal leikmanna sem innihélt stigagöf um útlit kvenkyns leikmannanna ásamt kynferðislegum ummælum sem beint var að þeim. Forseti háskólans hefur fordæmt hegðun karlaliðsins. Fjallað er um málið á vef BBC. Liðið sem er nú í fyrsta sæti háskóladeildarinnar í Bandaríkjunum þarf að gefa alla sína leiki sem eftir eru af tímabilinu. Talið er að skjöl sem innihalda myndir af leikmönnum kvennaliðsins sé árleg hefð leikmanna, þar sem karlarnir gefa konunum einkunn frá einum upp í tíu eftir eigin hentugleika ásamt ástæðum fyrir stigagjöf. Í skjalinu sést einnig hvaða kynlífsstellingar þeir töldu að hver kona myndi kjósa. Drew Faust, forseti háskólans, hefur gefið út tilkynningu þar sem hann segir að ákvörðun skólanefndar um að hætta við leiktímabil karlaliðsins sé útspil sem hafi verið nauðsynlegt til að gera leikmönnum og nemendum skólans ljóst að slík hegðun sé óásættanleg og eigi ekki heima innan Harvard-háskóla. Mikil nauðgunarmenning hefur verið við lýði í háskólasamfélögum Bandaríkjanna og sést það oft strax í byrjun skólaárs, til dæmis með hvatningarborðum með ummælum á borð við „Rowdy and fun. Hope your baby girl is ready for a good time“. Rannsóknir sýna fram á að nemendur sem eru í bræðrafélagi séu þrisvar sinnum líklegri til að nauðga heldur en aðrir nemendur. Auk þess eru konur í systrafélagi 74 prósent líklegri til að verða fyrir kynferðislegri áreitni. Eitt nýjasta málið tengt nauðgunarmenningu háskólasamfélagsins snýr að sundkappa í Stanford-háskóla sem var kærður fyrir að nauðga meðvitundarlausum kvenkyns samnemanda sínum en hann hlaut sex mánaða dóm, sem mörgum þótti of væg refsing fyrir slíkan glæp. Meðlimir í kvennaliðinu sögðu í viðtali að þeim blöskraði þá tilhneigingu að litið væri á líkamslegt útlit kvenna en ekki hæfileika þeirra og að þær væru orðnar langþreyttar á að þetta sé raunveruleikinn sem konur þurfa að búa við á hverjum degi. Þjálfari karlaliðsins sagði í yfirlýsingu til stúdentablaðsins Harvard Crimson að liðið væri svekkt yfir að leiktímabilið þurfti að enda á þennan hátt en að liðið virði ákvörðun skólastjórnar.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira