Harvard dregur fótboltalið skólans úr keppni vegna kynferðislegra ummæla leikmanna Díana Sjöfn Jóhannsdóttir skrifar 4. nóvember 2016 13:34 Skólastjóri Harvard fordæmir hegðun leikmanna Vísir/ Harvard-háskóli hefur dregið karlalið skólans úr keppni vegna kynferðislegra ummæla leikmanna í garð meðlima kvennaliðsins. Stúdentablað háskólans upplýsti um skjal leikmanna sem innihélt stigagöf um útlit kvenkyns leikmannanna ásamt kynferðislegum ummælum sem beint var að þeim. Forseti háskólans hefur fordæmt hegðun karlaliðsins. Fjallað er um málið á vef BBC. Liðið sem er nú í fyrsta sæti háskóladeildarinnar í Bandaríkjunum þarf að gefa alla sína leiki sem eftir eru af tímabilinu. Talið er að skjöl sem innihalda myndir af leikmönnum kvennaliðsins sé árleg hefð leikmanna, þar sem karlarnir gefa konunum einkunn frá einum upp í tíu eftir eigin hentugleika ásamt ástæðum fyrir stigagjöf. Í skjalinu sést einnig hvaða kynlífsstellingar þeir töldu að hver kona myndi kjósa. Drew Faust, forseti háskólans, hefur gefið út tilkynningu þar sem hann segir að ákvörðun skólanefndar um að hætta við leiktímabil karlaliðsins sé útspil sem hafi verið nauðsynlegt til að gera leikmönnum og nemendum skólans ljóst að slík hegðun sé óásættanleg og eigi ekki heima innan Harvard-háskóla. Mikil nauðgunarmenning hefur verið við lýði í háskólasamfélögum Bandaríkjanna og sést það oft strax í byrjun skólaárs, til dæmis með hvatningarborðum með ummælum á borð við „Rowdy and fun. Hope your baby girl is ready for a good time“. Rannsóknir sýna fram á að nemendur sem eru í bræðrafélagi séu þrisvar sinnum líklegri til að nauðga heldur en aðrir nemendur. Auk þess eru konur í systrafélagi 74 prósent líklegri til að verða fyrir kynferðislegri áreitni. Eitt nýjasta málið tengt nauðgunarmenningu háskólasamfélagsins snýr að sundkappa í Stanford-háskóla sem var kærður fyrir að nauðga meðvitundarlausum kvenkyns samnemanda sínum en hann hlaut sex mánaða dóm, sem mörgum þótti of væg refsing fyrir slíkan glæp. Meðlimir í kvennaliðinu sögðu í viðtali að þeim blöskraði þá tilhneigingu að litið væri á líkamslegt útlit kvenna en ekki hæfileika þeirra og að þær væru orðnar langþreyttar á að þetta sé raunveruleikinn sem konur þurfa að búa við á hverjum degi. Þjálfari karlaliðsins sagði í yfirlýsingu til stúdentablaðsins Harvard Crimson að liðið væri svekkt yfir að leiktímabilið þurfti að enda á þennan hátt en að liðið virði ákvörðun skólastjórnar. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Harvard-háskóli hefur dregið karlalið skólans úr keppni vegna kynferðislegra ummæla leikmanna í garð meðlima kvennaliðsins. Stúdentablað háskólans upplýsti um skjal leikmanna sem innihélt stigagöf um útlit kvenkyns leikmannanna ásamt kynferðislegum ummælum sem beint var að þeim. Forseti háskólans hefur fordæmt hegðun karlaliðsins. Fjallað er um málið á vef BBC. Liðið sem er nú í fyrsta sæti háskóladeildarinnar í Bandaríkjunum þarf að gefa alla sína leiki sem eftir eru af tímabilinu. Talið er að skjöl sem innihalda myndir af leikmönnum kvennaliðsins sé árleg hefð leikmanna, þar sem karlarnir gefa konunum einkunn frá einum upp í tíu eftir eigin hentugleika ásamt ástæðum fyrir stigagjöf. Í skjalinu sést einnig hvaða kynlífsstellingar þeir töldu að hver kona myndi kjósa. Drew Faust, forseti háskólans, hefur gefið út tilkynningu þar sem hann segir að ákvörðun skólanefndar um að hætta við leiktímabil karlaliðsins sé útspil sem hafi verið nauðsynlegt til að gera leikmönnum og nemendum skólans ljóst að slík hegðun sé óásættanleg og eigi ekki heima innan Harvard-háskóla. Mikil nauðgunarmenning hefur verið við lýði í háskólasamfélögum Bandaríkjanna og sést það oft strax í byrjun skólaárs, til dæmis með hvatningarborðum með ummælum á borð við „Rowdy and fun. Hope your baby girl is ready for a good time“. Rannsóknir sýna fram á að nemendur sem eru í bræðrafélagi séu þrisvar sinnum líklegri til að nauðga heldur en aðrir nemendur. Auk þess eru konur í systrafélagi 74 prósent líklegri til að verða fyrir kynferðislegri áreitni. Eitt nýjasta málið tengt nauðgunarmenningu háskólasamfélagsins snýr að sundkappa í Stanford-háskóla sem var kærður fyrir að nauðga meðvitundarlausum kvenkyns samnemanda sínum en hann hlaut sex mánaða dóm, sem mörgum þótti of væg refsing fyrir slíkan glæp. Meðlimir í kvennaliðinu sögðu í viðtali að þeim blöskraði þá tilhneigingu að litið væri á líkamslegt útlit kvenna en ekki hæfileika þeirra og að þær væru orðnar langþreyttar á að þetta sé raunveruleikinn sem konur þurfa að búa við á hverjum degi. Þjálfari karlaliðsins sagði í yfirlýsingu til stúdentablaðsins Harvard Crimson að liðið væri svekkt yfir að leiktímabilið þurfti að enda á þennan hátt en að liðið virði ákvörðun skólastjórnar.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira