Var nuddaður nakinn sem unglingur af manni sem var ákærður fyrir kynferðisofbeldi Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. desember 2016 09:00 Matthew Le Tissier er sá frægasti sem hefur opnað sig um kynferðisofbeldið. vísir/getty Matthew Le Tissier, fyrrverandi leikmaður Southampton og enska landsliðsins, var nuddaður nakinn sem unglingur af manni sem var ákærður fyrir kynferðisofbeldi en frá þessu greindi hann í viðtali við BBC. Hann er frægasti maðurinn sem hefur stigið fram og talað um kynferðisofbeldið sem nú skekur enska boltann. Þetta hófst allt saman fyrir þremur vikum síðan þegar Andy Woodward, fyrrverandi varnarmaður Crewe, steig fram og opinberaði að hann hefði verið kynferðislega misnotaður er hann var táningur í fótbolta. Það kom snjóbolta af stað sem stækkar nú og stækkar.Sjá einnig:Hvað hefur gerst í kynferðisofbeldismálinu á Englandi? Le Tissier segir að þessar sögur fótboltamannanna komi sér ekkert á óvart. Sjálfum finnst honum ekki að hann hafi verið misnotaður en það sem átti sér stað hafi verið „mjög rangt“. Maðurinn sem nuddaði nakinn líkana Le Tissier og fleiri ungra stráka hjá Southampton á níunda áratug síðustu aldar heitir Bob Higgins en hann var ákærður fyrir kynferðisofbeldi árið 1992. Higgins var sýknaður en yfirgaf Dýrlingana. BBC greinir frá því að hann hafi verið látinn fara vegna heimildamyndar þar sem átta fórnarlömb hans sögðu frá ofbeldinu. „Það voru allir naktir og hent á rúmið hjá honum og fengu stutt nudd. Þetta var mjög óþægilegt og virklega rangt. Maður veit að þetta var rangt núna en sem ungur maður spurði maður sig bara hvort þetta væri eðlilegt,“ segir Le Tissier í viðtali við BBC South. „Það er ekkert talað um svona hjá strákum á þessum aldri en síðan verður maður fullorðinn og áttar sig á því að þetta var ekki eðlilegt. Ég tel að hugrekki strákanna sem opnuðu á þetta muni leiða til þess að allir sem hafi lent í svona láti í sér heyra,“ segir Matthew Le Tissier.Sjá einnig:Chelsea reyndi að þagga niður í fórnarlambi misnotkunar Eftir viðtalið fór framherjinn fyrrverandi á Twitter og bætti við: „Svo því sé haldið til haga þá líður mér ekki eins og ég hafi verið misnotaður. Ekki vorkenna mér. Mér líður vel. Ég sagði bara frá því sem gerðist.“ Southampton er nú í samstarfi við lögregluna sem rannsakar það sem gerðist á þessum tíma. Bob Higgins hefur ekkert viljað tjá sig um málið við fjölmiðla.For the record. Ive never felt like ive been abused. Still dont. Please dont feel sorry for me, im all good just stated what happened— Matt Le Tissier (@mattletiss7) December 6, 2016 Enski boltinn Tengdar fréttir Gaf í skyn að fórnarlömb kynferðisofbeldis væru skræfur Fyrrum heimsmeistari í pílukasti var tekinn á teppið af Piers Morgan í bresku sjónvarpi. 30. nóvember 2016 16:15 „Ég vildi drepa þjálfarann minn“ Fyrrum leikmaður Newcastle greinir frá kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir sem barn af hendi þjálfara síns. 30. nóvember 2016 14:30 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
Matthew Le Tissier, fyrrverandi leikmaður Southampton og enska landsliðsins, var nuddaður nakinn sem unglingur af manni sem var ákærður fyrir kynferðisofbeldi en frá þessu greindi hann í viðtali við BBC. Hann er frægasti maðurinn sem hefur stigið fram og talað um kynferðisofbeldið sem nú skekur enska boltann. Þetta hófst allt saman fyrir þremur vikum síðan þegar Andy Woodward, fyrrverandi varnarmaður Crewe, steig fram og opinberaði að hann hefði verið kynferðislega misnotaður er hann var táningur í fótbolta. Það kom snjóbolta af stað sem stækkar nú og stækkar.Sjá einnig:Hvað hefur gerst í kynferðisofbeldismálinu á Englandi? Le Tissier segir að þessar sögur fótboltamannanna komi sér ekkert á óvart. Sjálfum finnst honum ekki að hann hafi verið misnotaður en það sem átti sér stað hafi verið „mjög rangt“. Maðurinn sem nuddaði nakinn líkana Le Tissier og fleiri ungra stráka hjá Southampton á níunda áratug síðustu aldar heitir Bob Higgins en hann var ákærður fyrir kynferðisofbeldi árið 1992. Higgins var sýknaður en yfirgaf Dýrlingana. BBC greinir frá því að hann hafi verið látinn fara vegna heimildamyndar þar sem átta fórnarlömb hans sögðu frá ofbeldinu. „Það voru allir naktir og hent á rúmið hjá honum og fengu stutt nudd. Þetta var mjög óþægilegt og virklega rangt. Maður veit að þetta var rangt núna en sem ungur maður spurði maður sig bara hvort þetta væri eðlilegt,“ segir Le Tissier í viðtali við BBC South. „Það er ekkert talað um svona hjá strákum á þessum aldri en síðan verður maður fullorðinn og áttar sig á því að þetta var ekki eðlilegt. Ég tel að hugrekki strákanna sem opnuðu á þetta muni leiða til þess að allir sem hafi lent í svona láti í sér heyra,“ segir Matthew Le Tissier.Sjá einnig:Chelsea reyndi að þagga niður í fórnarlambi misnotkunar Eftir viðtalið fór framherjinn fyrrverandi á Twitter og bætti við: „Svo því sé haldið til haga þá líður mér ekki eins og ég hafi verið misnotaður. Ekki vorkenna mér. Mér líður vel. Ég sagði bara frá því sem gerðist.“ Southampton er nú í samstarfi við lögregluna sem rannsakar það sem gerðist á þessum tíma. Bob Higgins hefur ekkert viljað tjá sig um málið við fjölmiðla.For the record. Ive never felt like ive been abused. Still dont. Please dont feel sorry for me, im all good just stated what happened— Matt Le Tissier (@mattletiss7) December 6, 2016
Enski boltinn Tengdar fréttir Gaf í skyn að fórnarlömb kynferðisofbeldis væru skræfur Fyrrum heimsmeistari í pílukasti var tekinn á teppið af Piers Morgan í bresku sjónvarpi. 30. nóvember 2016 16:15 „Ég vildi drepa þjálfarann minn“ Fyrrum leikmaður Newcastle greinir frá kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir sem barn af hendi þjálfara síns. 30. nóvember 2016 14:30 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
Gaf í skyn að fórnarlömb kynferðisofbeldis væru skræfur Fyrrum heimsmeistari í pílukasti var tekinn á teppið af Piers Morgan í bresku sjónvarpi. 30. nóvember 2016 16:15
„Ég vildi drepa þjálfarann minn“ Fyrrum leikmaður Newcastle greinir frá kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir sem barn af hendi þjálfara síns. 30. nóvember 2016 14:30