Var nuddaður nakinn sem unglingur af manni sem var ákærður fyrir kynferðisofbeldi Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. desember 2016 09:00 Matthew Le Tissier er sá frægasti sem hefur opnað sig um kynferðisofbeldið. vísir/getty Matthew Le Tissier, fyrrverandi leikmaður Southampton og enska landsliðsins, var nuddaður nakinn sem unglingur af manni sem var ákærður fyrir kynferðisofbeldi en frá þessu greindi hann í viðtali við BBC. Hann er frægasti maðurinn sem hefur stigið fram og talað um kynferðisofbeldið sem nú skekur enska boltann. Þetta hófst allt saman fyrir þremur vikum síðan þegar Andy Woodward, fyrrverandi varnarmaður Crewe, steig fram og opinberaði að hann hefði verið kynferðislega misnotaður er hann var táningur í fótbolta. Það kom snjóbolta af stað sem stækkar nú og stækkar.Sjá einnig:Hvað hefur gerst í kynferðisofbeldismálinu á Englandi? Le Tissier segir að þessar sögur fótboltamannanna komi sér ekkert á óvart. Sjálfum finnst honum ekki að hann hafi verið misnotaður en það sem átti sér stað hafi verið „mjög rangt“. Maðurinn sem nuddaði nakinn líkana Le Tissier og fleiri ungra stráka hjá Southampton á níunda áratug síðustu aldar heitir Bob Higgins en hann var ákærður fyrir kynferðisofbeldi árið 1992. Higgins var sýknaður en yfirgaf Dýrlingana. BBC greinir frá því að hann hafi verið látinn fara vegna heimildamyndar þar sem átta fórnarlömb hans sögðu frá ofbeldinu. „Það voru allir naktir og hent á rúmið hjá honum og fengu stutt nudd. Þetta var mjög óþægilegt og virklega rangt. Maður veit að þetta var rangt núna en sem ungur maður spurði maður sig bara hvort þetta væri eðlilegt,“ segir Le Tissier í viðtali við BBC South. „Það er ekkert talað um svona hjá strákum á þessum aldri en síðan verður maður fullorðinn og áttar sig á því að þetta var ekki eðlilegt. Ég tel að hugrekki strákanna sem opnuðu á þetta muni leiða til þess að allir sem hafi lent í svona láti í sér heyra,“ segir Matthew Le Tissier.Sjá einnig:Chelsea reyndi að þagga niður í fórnarlambi misnotkunar Eftir viðtalið fór framherjinn fyrrverandi á Twitter og bætti við: „Svo því sé haldið til haga þá líður mér ekki eins og ég hafi verið misnotaður. Ekki vorkenna mér. Mér líður vel. Ég sagði bara frá því sem gerðist.“ Southampton er nú í samstarfi við lögregluna sem rannsakar það sem gerðist á þessum tíma. Bob Higgins hefur ekkert viljað tjá sig um málið við fjölmiðla.For the record. Ive never felt like ive been abused. Still dont. Please dont feel sorry for me, im all good just stated what happened— Matt Le Tissier (@mattletiss7) December 6, 2016 Enski boltinn Tengdar fréttir Gaf í skyn að fórnarlömb kynferðisofbeldis væru skræfur Fyrrum heimsmeistari í pílukasti var tekinn á teppið af Piers Morgan í bresku sjónvarpi. 30. nóvember 2016 16:15 „Ég vildi drepa þjálfarann minn“ Fyrrum leikmaður Newcastle greinir frá kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir sem barn af hendi þjálfara síns. 30. nóvember 2016 14:30 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Sjá meira
Matthew Le Tissier, fyrrverandi leikmaður Southampton og enska landsliðsins, var nuddaður nakinn sem unglingur af manni sem var ákærður fyrir kynferðisofbeldi en frá þessu greindi hann í viðtali við BBC. Hann er frægasti maðurinn sem hefur stigið fram og talað um kynferðisofbeldið sem nú skekur enska boltann. Þetta hófst allt saman fyrir þremur vikum síðan þegar Andy Woodward, fyrrverandi varnarmaður Crewe, steig fram og opinberaði að hann hefði verið kynferðislega misnotaður er hann var táningur í fótbolta. Það kom snjóbolta af stað sem stækkar nú og stækkar.Sjá einnig:Hvað hefur gerst í kynferðisofbeldismálinu á Englandi? Le Tissier segir að þessar sögur fótboltamannanna komi sér ekkert á óvart. Sjálfum finnst honum ekki að hann hafi verið misnotaður en það sem átti sér stað hafi verið „mjög rangt“. Maðurinn sem nuddaði nakinn líkana Le Tissier og fleiri ungra stráka hjá Southampton á níunda áratug síðustu aldar heitir Bob Higgins en hann var ákærður fyrir kynferðisofbeldi árið 1992. Higgins var sýknaður en yfirgaf Dýrlingana. BBC greinir frá því að hann hafi verið látinn fara vegna heimildamyndar þar sem átta fórnarlömb hans sögðu frá ofbeldinu. „Það voru allir naktir og hent á rúmið hjá honum og fengu stutt nudd. Þetta var mjög óþægilegt og virklega rangt. Maður veit að þetta var rangt núna en sem ungur maður spurði maður sig bara hvort þetta væri eðlilegt,“ segir Le Tissier í viðtali við BBC South. „Það er ekkert talað um svona hjá strákum á þessum aldri en síðan verður maður fullorðinn og áttar sig á því að þetta var ekki eðlilegt. Ég tel að hugrekki strákanna sem opnuðu á þetta muni leiða til þess að allir sem hafi lent í svona láti í sér heyra,“ segir Matthew Le Tissier.Sjá einnig:Chelsea reyndi að þagga niður í fórnarlambi misnotkunar Eftir viðtalið fór framherjinn fyrrverandi á Twitter og bætti við: „Svo því sé haldið til haga þá líður mér ekki eins og ég hafi verið misnotaður. Ekki vorkenna mér. Mér líður vel. Ég sagði bara frá því sem gerðist.“ Southampton er nú í samstarfi við lögregluna sem rannsakar það sem gerðist á þessum tíma. Bob Higgins hefur ekkert viljað tjá sig um málið við fjölmiðla.For the record. Ive never felt like ive been abused. Still dont. Please dont feel sorry for me, im all good just stated what happened— Matt Le Tissier (@mattletiss7) December 6, 2016
Enski boltinn Tengdar fréttir Gaf í skyn að fórnarlömb kynferðisofbeldis væru skræfur Fyrrum heimsmeistari í pílukasti var tekinn á teppið af Piers Morgan í bresku sjónvarpi. 30. nóvember 2016 16:15 „Ég vildi drepa þjálfarann minn“ Fyrrum leikmaður Newcastle greinir frá kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir sem barn af hendi þjálfara síns. 30. nóvember 2016 14:30 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Sjá meira
Gaf í skyn að fórnarlömb kynferðisofbeldis væru skræfur Fyrrum heimsmeistari í pílukasti var tekinn á teppið af Piers Morgan í bresku sjónvarpi. 30. nóvember 2016 16:15
„Ég vildi drepa þjálfarann minn“ Fyrrum leikmaður Newcastle greinir frá kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir sem barn af hendi þjálfara síns. 30. nóvember 2016 14:30