Erla segir tafir á úrskurði endurupptökunefndar fela í sér áframhaldandi illa meðferð og kúgun Heimir Már Pétursson skrifar 22. nóvember 2016 20:00 Endurupptökunefnd Guðmundar- og Geirfinnsmálanna hefur tekið sér frest fram yfir áramót til að kveða upp úrskurð sinni gagnvart Erlu Bolladóttur vegna mögulegs nýs vitnisburðar um afdrif Geirfinns. Hún segir nefndina fara útfyrir verksvið sitt og um sé að ræða áframhaldandi illa meðferð og kúgun á henni sem staðið hafi yfir í 42 ár. Martröð Erlu Bolladóttur hófst árið 1975 þegar hún var handtekin ásamt öðrum sakborningum og sökuð um hlutdeild á morði á Geirfinni Einarssyni og Guðmundi Einarssyni sem hurfu með nokkurra mánaða millibili árið 1974. Erla boðaði til blaðamannafundar í dag vegna þess að endurupptökunefnd sem haft hefur málið til skoðunar frá árinu 2014 bað í gær um enn einn frestinn til að skila úrskurði sínum. Krafa um endurupptöku hinna svo kölluðu Guðmundar- og Geirfinnsmála hefur verið uppi frá því Sævari Ciesielski var hafnað um endurupptöku árið 1997 þegar tuttugu og tvö ár voru liðin frá handöku sex ungmenna sem síðar voru dæmd fyrir að hafa tekið þátt í að myrða Guðmund og Geirfinn, sem aldrei hafa fundist eftir að þeir hurfu árið 1974. En sýnt hefur verið fram á að sakborningar voru beittir harðræði í fangelsinu og við yfirheyrslur.Guðmundar og Geirfinnsmálið fyrir Hæstarétti í janúar 1980. Erla Bolladóttir sést fremst á myndinni.Mynd/Ljósmyndasafn ReykjavíkurErla undrast að endurupptökunefndin skuli enn fresta því að kveða upp úrskurð sinn sem búist var við í þessum mánuði. Erla las upp úr bréfi endurupptökunefndar sem henni barst í gær. „Í síðustu viku var endurupptökunefnd kynnt fyrir til tilhlutun setts ríkissaksóknara að einstaklingur byggi mögulega yfir upplýsingum er kynnu að varða hvarf Geirfinns Einarssonar 19. nóvember 1974.“ „Af þessum sökum meðal annars er óhjákvæmilegt að uppkvaðning úrskurðar endurupptökunefndar tefjist og þá væntanlega fram yfir áramót,“ segir í bréfi endurupptökunednar.Nefndin komin út fyrir verksvið sittErla segir endurupptökunefnd komna útfyrir verksvið sitt með því að úrskurða ekki hvort lög hafi verið brotin á henni við alla málsmeðferðina á áttunda áratugnum. „Mín umsókn um endurupptöku er grundvölluð á lögbrotum gegnumsneitt í málsmeðferðinni allri og hefur ekkert að gera með neitt annað. Endurupptökunefnd hefur ekki það hlutverk að komast að því hvað varð um þessa menn,“ segir Erla.Hefur þú jafnvel á tilfinningunni að þeir séu búnir að komast að niðurstöðu?„Ég hef það ekki bara á tilfinningunni. Í bréfinu eins og ég las fyrir ykkur, kemur fram að uppkvaðning úrskurðar tefjist,“ segir Erla.Erla Bolladóttir heldur lokaræðu sína fyrir Hæstarétti er Guðmundar- og Geirfinnsmálið var tekið fyrir árið 1980.Mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur.Það sé enn verið að brjóta á henni með þessari töf en frá því von kviknaði um endurupptöku hafi biðin tekin sinn toll. Og Erla kemst við þegar hún ræðir biðina. „Ég held þennan blaðamannafund núna af því að ég get ekki lengur gengið um grátandi heima hjá mér að bíða eftir einhverri niðurstöðu.“Finnst þér að þetta sé í raun og veru viðbótarrefsing fyrir glæp sem þú aldrei framdir?„Þetta er í rauninni áframhaldandi ill meðferð og kúgun sem byrjaði í desmber 1975 og henni hefur ekki linnt,“ segir Erla Bolladóttir.Þessa frétt má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en einlægt viðtal við Erlu í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sonur Sævars Ciesielski: Hinn raunverulegi ofbeldismaður er kerfið Gefur lítið fyrir kjaftasögur um Geirfinnsmálið. 10. ágúst 2016 14:12 Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Tveir menn handteknir og yfirheyrðir Morðin voru framin árið 1974 en eru til rannsóknar nú að nýju. 15. júní 2016 07:36 Segir vísbendingum um sakleysi Sævars vísvitandi hafa verið ýtt til hliðar Óhætt er að fullyrða að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum voru allir saklausir, að mati blaðamanns sem unnið hefur að bók um málin í mörg ár. Hann segir að öllum vísbendingum um sakleysi þeirra hafi vísvitandi verið ýtt til hliðar á sínum tíma. 3. ágúst 2016 18:59 Ónafngreindur segist hafa ekið á Geirfinn og komið líkinu fyrir í gjótu Í nýrri bók Ómars Ragnarssonar um Guðmundar- og Geirfinnsmál er sagt frá samtölum höfundar við karl og konu sem eru sögð tengjast hvarfi Geirfinns Einarssonar árið 1974. 8. ágúst 2016 23:54 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Endurupptökunefnd Guðmundar- og Geirfinnsmálanna hefur tekið sér frest fram yfir áramót til að kveða upp úrskurð sinni gagnvart Erlu Bolladóttur vegna mögulegs nýs vitnisburðar um afdrif Geirfinns. Hún segir nefndina fara útfyrir verksvið sitt og um sé að ræða áframhaldandi illa meðferð og kúgun á henni sem staðið hafi yfir í 42 ár. Martröð Erlu Bolladóttur hófst árið 1975 þegar hún var handtekin ásamt öðrum sakborningum og sökuð um hlutdeild á morði á Geirfinni Einarssyni og Guðmundi Einarssyni sem hurfu með nokkurra mánaða millibili árið 1974. Erla boðaði til blaðamannafundar í dag vegna þess að endurupptökunefnd sem haft hefur málið til skoðunar frá árinu 2014 bað í gær um enn einn frestinn til að skila úrskurði sínum. Krafa um endurupptöku hinna svo kölluðu Guðmundar- og Geirfinnsmála hefur verið uppi frá því Sævari Ciesielski var hafnað um endurupptöku árið 1997 þegar tuttugu og tvö ár voru liðin frá handöku sex ungmenna sem síðar voru dæmd fyrir að hafa tekið þátt í að myrða Guðmund og Geirfinn, sem aldrei hafa fundist eftir að þeir hurfu árið 1974. En sýnt hefur verið fram á að sakborningar voru beittir harðræði í fangelsinu og við yfirheyrslur.Guðmundar og Geirfinnsmálið fyrir Hæstarétti í janúar 1980. Erla Bolladóttir sést fremst á myndinni.Mynd/Ljósmyndasafn ReykjavíkurErla undrast að endurupptökunefndin skuli enn fresta því að kveða upp úrskurð sinn sem búist var við í þessum mánuði. Erla las upp úr bréfi endurupptökunefndar sem henni barst í gær. „Í síðustu viku var endurupptökunefnd kynnt fyrir til tilhlutun setts ríkissaksóknara að einstaklingur byggi mögulega yfir upplýsingum er kynnu að varða hvarf Geirfinns Einarssonar 19. nóvember 1974.“ „Af þessum sökum meðal annars er óhjákvæmilegt að uppkvaðning úrskurðar endurupptökunefndar tefjist og þá væntanlega fram yfir áramót,“ segir í bréfi endurupptökunednar.Nefndin komin út fyrir verksvið sittErla segir endurupptökunefnd komna útfyrir verksvið sitt með því að úrskurða ekki hvort lög hafi verið brotin á henni við alla málsmeðferðina á áttunda áratugnum. „Mín umsókn um endurupptöku er grundvölluð á lögbrotum gegnumsneitt í málsmeðferðinni allri og hefur ekkert að gera með neitt annað. Endurupptökunefnd hefur ekki það hlutverk að komast að því hvað varð um þessa menn,“ segir Erla.Hefur þú jafnvel á tilfinningunni að þeir séu búnir að komast að niðurstöðu?„Ég hef það ekki bara á tilfinningunni. Í bréfinu eins og ég las fyrir ykkur, kemur fram að uppkvaðning úrskurðar tefjist,“ segir Erla.Erla Bolladóttir heldur lokaræðu sína fyrir Hæstarétti er Guðmundar- og Geirfinnsmálið var tekið fyrir árið 1980.Mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur.Það sé enn verið að brjóta á henni með þessari töf en frá því von kviknaði um endurupptöku hafi biðin tekin sinn toll. Og Erla kemst við þegar hún ræðir biðina. „Ég held þennan blaðamannafund núna af því að ég get ekki lengur gengið um grátandi heima hjá mér að bíða eftir einhverri niðurstöðu.“Finnst þér að þetta sé í raun og veru viðbótarrefsing fyrir glæp sem þú aldrei framdir?„Þetta er í rauninni áframhaldandi ill meðferð og kúgun sem byrjaði í desmber 1975 og henni hefur ekki linnt,“ segir Erla Bolladóttir.Þessa frétt má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en einlægt viðtal við Erlu í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sonur Sævars Ciesielski: Hinn raunverulegi ofbeldismaður er kerfið Gefur lítið fyrir kjaftasögur um Geirfinnsmálið. 10. ágúst 2016 14:12 Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Tveir menn handteknir og yfirheyrðir Morðin voru framin árið 1974 en eru til rannsóknar nú að nýju. 15. júní 2016 07:36 Segir vísbendingum um sakleysi Sævars vísvitandi hafa verið ýtt til hliðar Óhætt er að fullyrða að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum voru allir saklausir, að mati blaðamanns sem unnið hefur að bók um málin í mörg ár. Hann segir að öllum vísbendingum um sakleysi þeirra hafi vísvitandi verið ýtt til hliðar á sínum tíma. 3. ágúst 2016 18:59 Ónafngreindur segist hafa ekið á Geirfinn og komið líkinu fyrir í gjótu Í nýrri bók Ómars Ragnarssonar um Guðmundar- og Geirfinnsmál er sagt frá samtölum höfundar við karl og konu sem eru sögð tengjast hvarfi Geirfinns Einarssonar árið 1974. 8. ágúst 2016 23:54 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Sonur Sævars Ciesielski: Hinn raunverulegi ofbeldismaður er kerfið Gefur lítið fyrir kjaftasögur um Geirfinnsmálið. 10. ágúst 2016 14:12
Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Tveir menn handteknir og yfirheyrðir Morðin voru framin árið 1974 en eru til rannsóknar nú að nýju. 15. júní 2016 07:36
Segir vísbendingum um sakleysi Sævars vísvitandi hafa verið ýtt til hliðar Óhætt er að fullyrða að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum voru allir saklausir, að mati blaðamanns sem unnið hefur að bók um málin í mörg ár. Hann segir að öllum vísbendingum um sakleysi þeirra hafi vísvitandi verið ýtt til hliðar á sínum tíma. 3. ágúst 2016 18:59
Ónafngreindur segist hafa ekið á Geirfinn og komið líkinu fyrir í gjótu Í nýrri bók Ómars Ragnarssonar um Guðmundar- og Geirfinnsmál er sagt frá samtölum höfundar við karl og konu sem eru sögð tengjast hvarfi Geirfinns Einarssonar árið 1974. 8. ágúst 2016 23:54