Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Tveir menn handteknir og yfirheyrðir Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. júní 2016 07:36 Tveir karlmenn voru í gær handteknir og yfirheyrðir á vegum endurupptökunefndar vegna rannsóknar á svonefndu Guðmundar- og Geirfinnsmáli. Málið má rekja má aftur til ársins 1974 en þeir Guðmundur Einarsson og Geirfinnur Einarsson hurfu í sitt hvoru lagi og hafa ekki fundist síðar. Handtökuskipun byggði á nýjum vitnisburði sem embætti setts saksóknara yfir málinu hefur undir höndum. Morgunblaðið greinir frá þessu og segist jafnframt hafa heimildir fyrir að mennirnir, sem handteknir voru í gær eigi sér báðir sakaferil, en þeim var sleppt að yfirheyrslum loknum.Handtökurnar varða aðeins Guðmundarmálið Þeir voru í raun aðeins færðir til yfirheyrslu vegna Guðmundarmálsins en þeir Guðmundur og Geirfinnur voru alls ótengdir í lifanda lífi en málum þeirra var spyrt saman eftir dauða þeirra. Í kjölfar rannsóknar málsins á sínum tíma var hópur ungmenna fundinn sekur um að hafa myrt Guðmund Einarsson og Geirfinn Einarsson og hlutu ungmennin þunga dóma. Þeir sem nú stýra endurupptöku á rannsókninni vildu ekki tjá sig um rannsóknina við Morgunblaðið. Ákveðið var að taka málið upp að nýju fyrr á árinu eftir margra ára vangaveltur um hvort rétt hafi verið að rannsókn málsins staðið og hvort raunverulegir gerendur hafi afplánað dóm vegna málsins. Þau fjögur sem handtekin voru og dæmd til refsingar vegna málsins hafa ætíð haldið fram sakleysi sínu og krafist endurupptöku málsins. Erla Bolladóttir, ein þeirra fjögurra sem dæmd var, fór formlega fram á endurupptöku í júní árið 2014. Hér að neðan má sjá umfjöllun frá árinu 2011 þar sem málið er rifjað upp: Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Vill að ættingjar eigi kost á endurupptöku Ögmundur Jónasson, þingmaður VG og fyrrverandi innanríkisráðherra , hefur lagt fram frumvarp á Alþingi í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. 11. nóvember 2014 14:54 Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Skýrslutaka af vitnum í héraðsdómi í dag Skýrslutökunum er ætlað að byggja frekar undir skýrslu starfshóps innanríkisráðherra um málið. 28. janúar 2016 09:12 Telur ekki að dómur Hæstaréttar hafi áhrif á Guðmundar-og Geirfinnsmálið Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, telur ekki að dómur Hæstaréttar um að endurupptökunefnd sé andstæð stjórnarskrá muni hafa áhrif á það hvort Guðmundar-og Geirfinnsmálið verður tekið upp að nýju en beiðnir nokkurra sakborninga í málinu þess efnis er nú til meðferðar hjá nefndinni. 25. febrúar 2016 19:45 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Tveir karlmenn voru í gær handteknir og yfirheyrðir á vegum endurupptökunefndar vegna rannsóknar á svonefndu Guðmundar- og Geirfinnsmáli. Málið má rekja má aftur til ársins 1974 en þeir Guðmundur Einarsson og Geirfinnur Einarsson hurfu í sitt hvoru lagi og hafa ekki fundist síðar. Handtökuskipun byggði á nýjum vitnisburði sem embætti setts saksóknara yfir málinu hefur undir höndum. Morgunblaðið greinir frá þessu og segist jafnframt hafa heimildir fyrir að mennirnir, sem handteknir voru í gær eigi sér báðir sakaferil, en þeim var sleppt að yfirheyrslum loknum.Handtökurnar varða aðeins Guðmundarmálið Þeir voru í raun aðeins færðir til yfirheyrslu vegna Guðmundarmálsins en þeir Guðmundur og Geirfinnur voru alls ótengdir í lifanda lífi en málum þeirra var spyrt saman eftir dauða þeirra. Í kjölfar rannsóknar málsins á sínum tíma var hópur ungmenna fundinn sekur um að hafa myrt Guðmund Einarsson og Geirfinn Einarsson og hlutu ungmennin þunga dóma. Þeir sem nú stýra endurupptöku á rannsókninni vildu ekki tjá sig um rannsóknina við Morgunblaðið. Ákveðið var að taka málið upp að nýju fyrr á árinu eftir margra ára vangaveltur um hvort rétt hafi verið að rannsókn málsins staðið og hvort raunverulegir gerendur hafi afplánað dóm vegna málsins. Þau fjögur sem handtekin voru og dæmd til refsingar vegna málsins hafa ætíð haldið fram sakleysi sínu og krafist endurupptöku málsins. Erla Bolladóttir, ein þeirra fjögurra sem dæmd var, fór formlega fram á endurupptöku í júní árið 2014. Hér að neðan má sjá umfjöllun frá árinu 2011 þar sem málið er rifjað upp:
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Vill að ættingjar eigi kost á endurupptöku Ögmundur Jónasson, þingmaður VG og fyrrverandi innanríkisráðherra , hefur lagt fram frumvarp á Alþingi í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. 11. nóvember 2014 14:54 Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Skýrslutaka af vitnum í héraðsdómi í dag Skýrslutökunum er ætlað að byggja frekar undir skýrslu starfshóps innanríkisráðherra um málið. 28. janúar 2016 09:12 Telur ekki að dómur Hæstaréttar hafi áhrif á Guðmundar-og Geirfinnsmálið Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, telur ekki að dómur Hæstaréttar um að endurupptökunefnd sé andstæð stjórnarskrá muni hafa áhrif á það hvort Guðmundar-og Geirfinnsmálið verður tekið upp að nýju en beiðnir nokkurra sakborninga í málinu þess efnis er nú til meðferðar hjá nefndinni. 25. febrúar 2016 19:45 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Vill að ættingjar eigi kost á endurupptöku Ögmundur Jónasson, þingmaður VG og fyrrverandi innanríkisráðherra , hefur lagt fram frumvarp á Alþingi í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. 11. nóvember 2014 14:54
Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Skýrslutaka af vitnum í héraðsdómi í dag Skýrslutökunum er ætlað að byggja frekar undir skýrslu starfshóps innanríkisráðherra um málið. 28. janúar 2016 09:12
Telur ekki að dómur Hæstaréttar hafi áhrif á Guðmundar-og Geirfinnsmálið Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, telur ekki að dómur Hæstaréttar um að endurupptökunefnd sé andstæð stjórnarskrá muni hafa áhrif á það hvort Guðmundar-og Geirfinnsmálið verður tekið upp að nýju en beiðnir nokkurra sakborninga í málinu þess efnis er nú til meðferðar hjá nefndinni. 25. febrúar 2016 19:45