Innlent

Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Tveir menn handteknir og yfirheyrðir

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Tveir karlmenn voru í gær handteknir og yfirheyrðir á vegum endurupptökunefndar  vegna rannsóknar á svonefndu Guðmundar- og Geirfinnsmáli.

Málið má rekja má aftur til ársins 1974 en þeir Guðmundur Einarsson og Geirfinnur Einarsson hurfu í sitt hvoru lagi og hafa ekki fundist síðar.

Handtökuskipun byggði á nýjum vitnisburði sem embætti setts saksóknara yfir málinu hefur undir höndum. Morgunblaðið greinir frá þessu og segist jafnframt hafa heimildir fyrir að mennirnir, sem handteknir voru í gær eigi sér báðir sakaferil, en þeim var sleppt að yfirheyrslum loknum.

Handtökurnar varða aðeins Guðmundarmálið

Þeir voru í raun aðeins færðir til yfirheyrslu vegna Guðmundarmálsins en þeir Guðmundur og Geirfinnur voru alls ótengdir í lifanda lífi en málum þeirra var spyrt saman eftir dauða þeirra. Í kjölfar rannsóknar málsins á sínum tíma var hópur ungmenna fundinn sekur um að hafa myrt Guðmund Einarsson og Geirfinn Einarsson og hlutu ungmennin þunga dóma.

Þeir sem nú stýra endurupptöku á rannsókninni vildu ekki tjá sig um rannsóknina við Morgunblaðið. Ákveðið var að taka málið upp að nýju fyrr á árinu eftir margra ára vangaveltur um hvort rétt hafi verið að rannsókn málsins staðið og hvort raunverulegir gerendur hafi afplánað dóm vegna málsins.

Þau fjögur sem handtekin voru og dæmd til refsingar vegna málsins hafa ætíð haldið fram sakleysi sínu og krafist endurupptöku málsins. Erla Bolladóttir, ein þeirra fjögurra sem dæmd var, fór formlega fram á endurupptöku í júní árið 2014.

Hér að neðan má sjá umfjöllun frá árinu 2011 þar sem málið er rifjað upp: 


Tengdar fréttir

Telur ekki að dómur Hæstaréttar hafi áhrif á Guðmundar-og Geirfinnsmálið

Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, telur ekki að dómur Hæstaréttar um að endurupptökunefnd sé andstæð stjórnarskrá muni hafa áhrif á það hvort Guðmundar-og Geirfinnsmálið verður tekið upp að nýju en beiðnir nokkurra sakborninga í málinu þess efnis er nú til meðferðar hjá nefndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×