Segir vísbendingum um sakleysi Sævars vísvitandi hafa verið ýtt til hliðar Una Sighvatsdóttir skrifar 3. ágúst 2016 18:59 Jón Daníelsson var blaðamaður á Helgarpóstinum árið 1997, þegar Sævar Cicielski krafðist þess að mál hans yrði endurupptekið. Þá kviknaði áhugi hans á því að leggjast yfir hið gríðarlega gagnamagn sem tengdist Guðmundar -og Geirfinnsmálunum og er sú tómstundaiðja nú orðin að bók þar sem Jón gerir ítarlega grein fyrir rannsókn málanna.Vísbendingar hrönnuðust upp „Það væri rangt að segja að rannsóknin hafi ekki skilað neinu, þvert á móti þá hrönnuðust upp vísbendingar. Sumar svo öflugar að þær það jaðraði við að væri hægt að kalla sönnunargögn, en allar þessar vísbendingar áttu það sameiginilegt að þær bentu í öfugu átt. Þær bentu til þess að sakborningar væru saklausir og þessu var öllu saman vísvitandi ýtt til hliðar,“ segir Jón. Meðal þessara vísbendinga er bréf sem Sævar skrifaði sjálfur, þar sem hann lýsir erlendri fréttaskýringu sem hann segist hafa horft á í sjónvarpinu kvöldið sem honum var ætlað að hafa myrt Geirfinn. Frásögn Sævars var aldrei sannreynd af lögreglu, en grúsk Jóns mörgum árum síðar leiddi hann að blaði í skjalasafni Ríkisútvarpsins. Það sýnir að á dagskránni þetta kvöld var þáttur um rauðvínshneyksli í Frakklandi sem samræmist frásögn Sævars.Jón Daníelsson hefur unnið markvisst að bók um Guðmundar- og Geirfinnsmálin undanfarin 5 ár.RIGHTStendur ekki steinn yfir steini „Þetta bréf sem Sævar skrifaði til dómsins í september 1977, það í sjálfu sér sannar ekki neitt eitt út af fyrir sig. En þetta blað sem fannst í Efstaleitinu það í rauninni finnst mér taka af öll tvímæli. Þessi mynd var sýnd þetta kvöld nákvæmlega eins og segir í þessu bréfi. Og þetta bréf Sævars hefur legið þarna í tæp 40 ár." Mál Guðmundar og Geirfinns hafa legið eins og mara á íslensku þjóðinni í áratugi. Jón segir þótt hvörf þeirra verði eflaust aldrei upplýst megi þó líta svo á að ákveðin niðurstaða sé komin í málin. „Mín niðurstaða er allavega sú að það stendur ekki steinn yfir steini í þessum rannsóknum, það er alveg óhætt að fullyrða að sakborningarnir voru allir saklausir og dómarnir voru rangir." Bók Jóns, Sá sem flýr undan dýri, er væntanleg í haust en Jón ákvað að gefa hana út á eigin vegum og safnar fyrir útgáfunni á síðunni Karolinafund. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Jón Daníelsson var blaðamaður á Helgarpóstinum árið 1997, þegar Sævar Cicielski krafðist þess að mál hans yrði endurupptekið. Þá kviknaði áhugi hans á því að leggjast yfir hið gríðarlega gagnamagn sem tengdist Guðmundar -og Geirfinnsmálunum og er sú tómstundaiðja nú orðin að bók þar sem Jón gerir ítarlega grein fyrir rannsókn málanna.Vísbendingar hrönnuðust upp „Það væri rangt að segja að rannsóknin hafi ekki skilað neinu, þvert á móti þá hrönnuðust upp vísbendingar. Sumar svo öflugar að þær það jaðraði við að væri hægt að kalla sönnunargögn, en allar þessar vísbendingar áttu það sameiginilegt að þær bentu í öfugu átt. Þær bentu til þess að sakborningar væru saklausir og þessu var öllu saman vísvitandi ýtt til hliðar,“ segir Jón. Meðal þessara vísbendinga er bréf sem Sævar skrifaði sjálfur, þar sem hann lýsir erlendri fréttaskýringu sem hann segist hafa horft á í sjónvarpinu kvöldið sem honum var ætlað að hafa myrt Geirfinn. Frásögn Sævars var aldrei sannreynd af lögreglu, en grúsk Jóns mörgum árum síðar leiddi hann að blaði í skjalasafni Ríkisútvarpsins. Það sýnir að á dagskránni þetta kvöld var þáttur um rauðvínshneyksli í Frakklandi sem samræmist frásögn Sævars.Jón Daníelsson hefur unnið markvisst að bók um Guðmundar- og Geirfinnsmálin undanfarin 5 ár.RIGHTStendur ekki steinn yfir steini „Þetta bréf sem Sævar skrifaði til dómsins í september 1977, það í sjálfu sér sannar ekki neitt eitt út af fyrir sig. En þetta blað sem fannst í Efstaleitinu það í rauninni finnst mér taka af öll tvímæli. Þessi mynd var sýnd þetta kvöld nákvæmlega eins og segir í þessu bréfi. Og þetta bréf Sævars hefur legið þarna í tæp 40 ár." Mál Guðmundar og Geirfinns hafa legið eins og mara á íslensku þjóðinni í áratugi. Jón segir þótt hvörf þeirra verði eflaust aldrei upplýst megi þó líta svo á að ákveðin niðurstaða sé komin í málin. „Mín niðurstaða er allavega sú að það stendur ekki steinn yfir steini í þessum rannsóknum, það er alveg óhætt að fullyrða að sakborningarnir voru allir saklausir og dómarnir voru rangir." Bók Jóns, Sá sem flýr undan dýri, er væntanleg í haust en Jón ákvað að gefa hana út á eigin vegum og safnar fyrir útgáfunni á síðunni Karolinafund.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira