Segir vísbendingum um sakleysi Sævars vísvitandi hafa verið ýtt til hliðar Una Sighvatsdóttir skrifar 3. ágúst 2016 18:59 Jón Daníelsson var blaðamaður á Helgarpóstinum árið 1997, þegar Sævar Cicielski krafðist þess að mál hans yrði endurupptekið. Þá kviknaði áhugi hans á því að leggjast yfir hið gríðarlega gagnamagn sem tengdist Guðmundar -og Geirfinnsmálunum og er sú tómstundaiðja nú orðin að bók þar sem Jón gerir ítarlega grein fyrir rannsókn málanna.Vísbendingar hrönnuðust upp „Það væri rangt að segja að rannsóknin hafi ekki skilað neinu, þvert á móti þá hrönnuðust upp vísbendingar. Sumar svo öflugar að þær það jaðraði við að væri hægt að kalla sönnunargögn, en allar þessar vísbendingar áttu það sameiginilegt að þær bentu í öfugu átt. Þær bentu til þess að sakborningar væru saklausir og þessu var öllu saman vísvitandi ýtt til hliðar,“ segir Jón. Meðal þessara vísbendinga er bréf sem Sævar skrifaði sjálfur, þar sem hann lýsir erlendri fréttaskýringu sem hann segist hafa horft á í sjónvarpinu kvöldið sem honum var ætlað að hafa myrt Geirfinn. Frásögn Sævars var aldrei sannreynd af lögreglu, en grúsk Jóns mörgum árum síðar leiddi hann að blaði í skjalasafni Ríkisútvarpsins. Það sýnir að á dagskránni þetta kvöld var þáttur um rauðvínshneyksli í Frakklandi sem samræmist frásögn Sævars.Jón Daníelsson hefur unnið markvisst að bók um Guðmundar- og Geirfinnsmálin undanfarin 5 ár.RIGHTStendur ekki steinn yfir steini „Þetta bréf sem Sævar skrifaði til dómsins í september 1977, það í sjálfu sér sannar ekki neitt eitt út af fyrir sig. En þetta blað sem fannst í Efstaleitinu það í rauninni finnst mér taka af öll tvímæli. Þessi mynd var sýnd þetta kvöld nákvæmlega eins og segir í þessu bréfi. Og þetta bréf Sævars hefur legið þarna í tæp 40 ár." Mál Guðmundar og Geirfinns hafa legið eins og mara á íslensku þjóðinni í áratugi. Jón segir þótt hvörf þeirra verði eflaust aldrei upplýst megi þó líta svo á að ákveðin niðurstaða sé komin í málin. „Mín niðurstaða er allavega sú að það stendur ekki steinn yfir steini í þessum rannsóknum, það er alveg óhætt að fullyrða að sakborningarnir voru allir saklausir og dómarnir voru rangir." Bók Jóns, Sá sem flýr undan dýri, er væntanleg í haust en Jón ákvað að gefa hana út á eigin vegum og safnar fyrir útgáfunni á síðunni Karolinafund. Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
Jón Daníelsson var blaðamaður á Helgarpóstinum árið 1997, þegar Sævar Cicielski krafðist þess að mál hans yrði endurupptekið. Þá kviknaði áhugi hans á því að leggjast yfir hið gríðarlega gagnamagn sem tengdist Guðmundar -og Geirfinnsmálunum og er sú tómstundaiðja nú orðin að bók þar sem Jón gerir ítarlega grein fyrir rannsókn málanna.Vísbendingar hrönnuðust upp „Það væri rangt að segja að rannsóknin hafi ekki skilað neinu, þvert á móti þá hrönnuðust upp vísbendingar. Sumar svo öflugar að þær það jaðraði við að væri hægt að kalla sönnunargögn, en allar þessar vísbendingar áttu það sameiginilegt að þær bentu í öfugu átt. Þær bentu til þess að sakborningar væru saklausir og þessu var öllu saman vísvitandi ýtt til hliðar,“ segir Jón. Meðal þessara vísbendinga er bréf sem Sævar skrifaði sjálfur, þar sem hann lýsir erlendri fréttaskýringu sem hann segist hafa horft á í sjónvarpinu kvöldið sem honum var ætlað að hafa myrt Geirfinn. Frásögn Sævars var aldrei sannreynd af lögreglu, en grúsk Jóns mörgum árum síðar leiddi hann að blaði í skjalasafni Ríkisútvarpsins. Það sýnir að á dagskránni þetta kvöld var þáttur um rauðvínshneyksli í Frakklandi sem samræmist frásögn Sævars.Jón Daníelsson hefur unnið markvisst að bók um Guðmundar- og Geirfinnsmálin undanfarin 5 ár.RIGHTStendur ekki steinn yfir steini „Þetta bréf sem Sævar skrifaði til dómsins í september 1977, það í sjálfu sér sannar ekki neitt eitt út af fyrir sig. En þetta blað sem fannst í Efstaleitinu það í rauninni finnst mér taka af öll tvímæli. Þessi mynd var sýnd þetta kvöld nákvæmlega eins og segir í þessu bréfi. Og þetta bréf Sævars hefur legið þarna í tæp 40 ár." Mál Guðmundar og Geirfinns hafa legið eins og mara á íslensku þjóðinni í áratugi. Jón segir þótt hvörf þeirra verði eflaust aldrei upplýst megi þó líta svo á að ákveðin niðurstaða sé komin í málin. „Mín niðurstaða er allavega sú að það stendur ekki steinn yfir steini í þessum rannsóknum, það er alveg óhætt að fullyrða að sakborningarnir voru allir saklausir og dómarnir voru rangir." Bók Jóns, Sá sem flýr undan dýri, er væntanleg í haust en Jón ákvað að gefa hana út á eigin vegum og safnar fyrir útgáfunni á síðunni Karolinafund.
Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira