Írakskar öryggissveitir á undan áætlun eftir fyrsta dag sóknarinnar að Mosul Atli Ísleifsson skrifar 17. október 2016 23:23 Talið er að um 1,5 milljónir manna hafist við í Mosul. Vísir/AFP Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins segir írakskar öryggissveitir vera á undan áætlun eftir fyrsta dag sóknar sinnar að stórborginni Mosul. Stefnt er að því að ná aftur valdi á borginni sem hefur verið á valdi liðsmanna hryðjuverkasamtakanna ISIS frá í júní 2014.BBC hefur eftir talsmanninum, Peter Cook, að baráttan um borgina gæti tekið langan tíma þar sem óljóst sé hvort ISIS muni veita þeim mikla mótstöðu. Áætlað er að milli fjögur þúsund og átta þúsund liðsmenn ISIS hafist við í Mosul. Orrustan um Mosul er stærsta einstaka hernaðaraðgerðin í landinu síðan Saddam Hussein var steypt af stóli árið 2003. Bandaríkjaher tekur þátt úr lofti og veitir stuðning í formi ráðgjafar og vopna en í bardögum á jörðu niðri eru aðeins írakskir og kúrdískir hermenn, alls um 30 þúsund talsins. Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, valdi Mosul sem stað til að kynna myndun kalífadæmisins, svo að sögn Cook yrði það mikill táknrænn sigur að ná aftur valdi á borgunni úr höndum ISIS. „Fyrstu vísbendingar benda til að írakskar öryggissveitir hafi náð markmiðum sínum enn sem komið er og eru á undan áætlun eftir þennan fyrsta dag,“ segir Cook. Hann segir Bandaríkjaher sannfærðan um að Írakar séu þannig búnir að þeir geti klárað verkið. Bandaríkjaher sé svo reiðubúinn að aðstoða ásamt öðrum bandalagsríkjum. Kúrdar náðu fjölda smærri þorpa í útjaðri borgarinnar á sitt vald á fyrstu klukkustundum sóknarinnar. Í lok dags sögðust þeir hafa náð valdi á um 200 ferkílómetra svæði, níu smærri þorpum austur af borginni og stóran hluta vegarins milli Irbil og Mosul. Talið er að um 1,5 milljónir manna hafist við í borginni og er reiknað með að fjölmargir íbúar muni leggja á flótta úr borginni dragist átök á langinn. Tengdar fréttir Sækja af fullum krafti að Mosul Helsta vígi ISIS í Írak er umkringt af fjölmörgum fylkingum. 17. október 2016 11:45 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira
Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins segir írakskar öryggissveitir vera á undan áætlun eftir fyrsta dag sóknar sinnar að stórborginni Mosul. Stefnt er að því að ná aftur valdi á borginni sem hefur verið á valdi liðsmanna hryðjuverkasamtakanna ISIS frá í júní 2014.BBC hefur eftir talsmanninum, Peter Cook, að baráttan um borgina gæti tekið langan tíma þar sem óljóst sé hvort ISIS muni veita þeim mikla mótstöðu. Áætlað er að milli fjögur þúsund og átta þúsund liðsmenn ISIS hafist við í Mosul. Orrustan um Mosul er stærsta einstaka hernaðaraðgerðin í landinu síðan Saddam Hussein var steypt af stóli árið 2003. Bandaríkjaher tekur þátt úr lofti og veitir stuðning í formi ráðgjafar og vopna en í bardögum á jörðu niðri eru aðeins írakskir og kúrdískir hermenn, alls um 30 þúsund talsins. Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, valdi Mosul sem stað til að kynna myndun kalífadæmisins, svo að sögn Cook yrði það mikill táknrænn sigur að ná aftur valdi á borgunni úr höndum ISIS. „Fyrstu vísbendingar benda til að írakskar öryggissveitir hafi náð markmiðum sínum enn sem komið er og eru á undan áætlun eftir þennan fyrsta dag,“ segir Cook. Hann segir Bandaríkjaher sannfærðan um að Írakar séu þannig búnir að þeir geti klárað verkið. Bandaríkjaher sé svo reiðubúinn að aðstoða ásamt öðrum bandalagsríkjum. Kúrdar náðu fjölda smærri þorpa í útjaðri borgarinnar á sitt vald á fyrstu klukkustundum sóknarinnar. Í lok dags sögðust þeir hafa náð valdi á um 200 ferkílómetra svæði, níu smærri þorpum austur af borginni og stóran hluta vegarins milli Irbil og Mosul. Talið er að um 1,5 milljónir manna hafist við í borginni og er reiknað með að fjölmargir íbúar muni leggja á flótta úr borginni dragist átök á langinn.
Tengdar fréttir Sækja af fullum krafti að Mosul Helsta vígi ISIS í Írak er umkringt af fjölmörgum fylkingum. 17. október 2016 11:45 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira
Sækja af fullum krafti að Mosul Helsta vígi ISIS í Írak er umkringt af fjölmörgum fylkingum. 17. október 2016 11:45