ABC News hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum.
Hin 52 ára Palin gegndi embætti ríkisstjóra Alaska á árunum 2006 til 2009. Á árunum 2010 til 2015 starfaði hún á Fox sjónvarpsstöðinni og 2014 hleypti hún eigin netfréttastöð af stokkunum, The Sarah Palin Channel.
Hún var varaforsetaefni Repúblikana fyrir forsetakosningarnar 2008 þegar John McCain laut í lægra haldi fyrir Barack Obama.
NEW: Sarah Palin under consideration for Secretary of Veterans Affairs, sources tell @ABC News. -@shushwalshe
— ABC News Politics (@ABCPolitics) November 30, 2016