David Cameron, forsætisráðherra Bretland, mun heimila ráðherrum í ríkisstjórn sinni að berjast bæði fyrir og gegn útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.
Cameron vinnur nú að því að ná fram samkomulagi um breytta aðild Bretlands að sambandinu. Bretar munu svo kjósa um framtíð sambands Bretlands og ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu í síðasta lagi á næsta ári.
BBC greinir frá því að fjöldi núverandi ráðherra styðji þá hugmynd að Bretar gangi úr sambandinu. Búist er við að Cameron muni sjálfur tala fyrir áframhaldandi aðild Bretlands, þó að hann hafi ekki útilokað neitt í þeim efnum.
Ef forsætisráðherrann hefði viljað að ríkisstjórnin talaði sem ein heild í málinu, hefði hann neyðst til að reka ráðherra sem væri á annarri skoðun úr stjórninni.
Ráðherrum heimilt að berjast fyrir útgöngu Bretlands úr ESB

Tengdar fréttir

Meirihlutinn vill yfirgefa ESB
53 prósent aðspurðra segjast í nýrri könnun vilja að Bretland yfirgefi ESB.

Hafa fundið leið í átt að samkomulagi um ESB-aðild Breta
David Cameron segir að „góður árangur“ hafi náðst á leiðtogafundinum í Brussel í gær þar sem rætt var um breytingar á ESB-aðild Bretlands.

Samkomulag þokast nær segir Cameron
Forsætisráðherra Bretlands stefnir að þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Breta í Evrópusambandinu strax á næsta ári. Hinir leiðtogar ESS segja málamiðlanir koma til greina, en engar breytingar á grundvallarreglum.