Erlent

Meirihlutinn vill yfirgefa ESB

Sæunn Gísladóttir skrifar
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, kynnti fyrr í mánuðinum samningskröfur sínar.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, kynnti fyrr í mánuðinum samningskröfur sínar. Vísir/EPA
Samkvæmt nýrri könnun vill meirihluti Breta, 53 prósent, yfirgefa Evrópusambandið. Þetta er fyrsta könnunin sem gerð hefur verið eftir að David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, lagði fram tillögur til breytinga á ESB sáttmálanum.

Þegar teknir eru út þeir sem taka ekki afstöðu vilja 53 prósent yfirgefa ESB, en 47 prósent vera áfram í samstarfinu. Meira að segja þegar þeir sem taka ekki afstöðu eru teknir inn vilja 43 prósent yfirgefa ESB á móti 38 prósentum sem vilja vera áfram.


Tengdar fréttir

Vill ekki aðild Breta að bandaríkjum Evrópu

David Cameron kynnti í gær kröfur sínar um breytingar á Evrópusambandinu. Hann segir samninga við ESB ekki óviðráðanlegt verkefni, en Bretar eigi svo að taka afstöðu til útkomunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×