Samkomulag þokast nær segir Cameron Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. desember 2015 07:00 David Cameron á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel í gær. vísir/epa „Okkur hefur miðað vel áfram,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, um fundi sína með leiðtogum annarra Evrópuríkja um breytingar á Evrópusambandinu. „Við erum komin skrefi nær samkomulagi um þær mikilvægu og víðtæku umbætur sem ég hef lagt til,“ sagði hann eftir að hafa kynnt hinum leiðtogunum hugmyndir sínar um það í hverju breytingarnar eigi að vera fólgnar.David Cameron á tali við Angelu Merkel á leiðtogafundi ESB í Brussel í gær.vísir/epaCameron stefnir að því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu strax á næsta ári um nýjan samning Bretlands við Evrópusambandið. „Þá verður það ákvörðun bresku þjóðarinnar hvort við verðum áfram inni eða förum,“ sagði Cameron við fjölmiðla í gær. Leiðtogar hinna ríkjanna tóku vel í málflutning Camerons, en gerðu honum samt ljóst að ekki komi til greina að semja um nein frávik frá meginreglum Evrópusambandsins. „Við sögðum það mjög skýrt að við erum tilbúin í málamiðlanir en alltaf á þeim grunni að við tryggjum meginreglur Evrópusambandsins, sem meðal annars snúast um bann við mismunun og ferðafrelsi,“ sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands. „Það má aðlaga ýmislegt,“ sagði François Hollande, forseti Frakklands, „en meginreglur Evrópusambandsins, lög Evrópusambandsins og samninga Evrópusambandsins verður að virða.” Þetta gæti torveldað Cameron mjög að ná fram þeim breytingum sem flestir helstu andstæðingar Evrópusambandsins í Bretlandi, bæði innan flokks hans og utan, segja mikilvægastar. Cameron hefur sagt að hann vilji styrkja stöðu Bretlands og annarra Evrópusambandsríkja gagnvart miðstjórnarvaldinu í Brussel, meðal annars með því að efla völd þjóðþinga aðildarríkjanna. Hann vill einnig tryggja að þau aðildarríki sem standa utan við evrusvæðið verði ekki utangarðs þegar teknar eru ákvarðanir í mikilvægum efnahagsmálum. Þá hefur Cameron undanfarið lagt áherslu á að takmarka réttindi innflytjenda til bóta í Bretlandi. Samkvæmt drögum að málamiðlun, sem nú þegar er búið að semja á skrifstofum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, virðist þetta markmið líklegt til að nást en þó aðeins að hluta, að því er breska dagblaðið The Guardian greinir frá. Framkvæmdastjórnin virðist til í að leyfa breskum stjórnvöldum að neita innflytjendum frá öðrum Evrópusambandsríkjum um bætur fyrsta hálfa árið, eftir að þeir flytja til Bretlands. Þarna munar hins vegar miklu frá því sem Cameron hefur sagt, að neita þurfi innflytjendum um bætur fyrstu fjögur árin. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
„Okkur hefur miðað vel áfram,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, um fundi sína með leiðtogum annarra Evrópuríkja um breytingar á Evrópusambandinu. „Við erum komin skrefi nær samkomulagi um þær mikilvægu og víðtæku umbætur sem ég hef lagt til,“ sagði hann eftir að hafa kynnt hinum leiðtogunum hugmyndir sínar um það í hverju breytingarnar eigi að vera fólgnar.David Cameron á tali við Angelu Merkel á leiðtogafundi ESB í Brussel í gær.vísir/epaCameron stefnir að því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu strax á næsta ári um nýjan samning Bretlands við Evrópusambandið. „Þá verður það ákvörðun bresku þjóðarinnar hvort við verðum áfram inni eða förum,“ sagði Cameron við fjölmiðla í gær. Leiðtogar hinna ríkjanna tóku vel í málflutning Camerons, en gerðu honum samt ljóst að ekki komi til greina að semja um nein frávik frá meginreglum Evrópusambandsins. „Við sögðum það mjög skýrt að við erum tilbúin í málamiðlanir en alltaf á þeim grunni að við tryggjum meginreglur Evrópusambandsins, sem meðal annars snúast um bann við mismunun og ferðafrelsi,“ sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands. „Það má aðlaga ýmislegt,“ sagði François Hollande, forseti Frakklands, „en meginreglur Evrópusambandsins, lög Evrópusambandsins og samninga Evrópusambandsins verður að virða.” Þetta gæti torveldað Cameron mjög að ná fram þeim breytingum sem flestir helstu andstæðingar Evrópusambandsins í Bretlandi, bæði innan flokks hans og utan, segja mikilvægastar. Cameron hefur sagt að hann vilji styrkja stöðu Bretlands og annarra Evrópusambandsríkja gagnvart miðstjórnarvaldinu í Brussel, meðal annars með því að efla völd þjóðþinga aðildarríkjanna. Hann vill einnig tryggja að þau aðildarríki sem standa utan við evrusvæðið verði ekki utangarðs þegar teknar eru ákvarðanir í mikilvægum efnahagsmálum. Þá hefur Cameron undanfarið lagt áherslu á að takmarka réttindi innflytjenda til bóta í Bretlandi. Samkvæmt drögum að málamiðlun, sem nú þegar er búið að semja á skrifstofum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, virðist þetta markmið líklegt til að nást en þó aðeins að hluta, að því er breska dagblaðið The Guardian greinir frá. Framkvæmdastjórnin virðist til í að leyfa breskum stjórnvöldum að neita innflytjendum frá öðrum Evrópusambandsríkjum um bætur fyrsta hálfa árið, eftir að þeir flytja til Bretlands. Þarna munar hins vegar miklu frá því sem Cameron hefur sagt, að neita þurfi innflytjendum um bætur fyrstu fjögur árin.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira