Innlent

Kristján Björn sigraði Mottukeppni Mottumars

Atli Ísleifsson skrifar
Kristján Björn tekur við verðlaununum sem Jakob Jóhansson afhenti í Hvalasafninu á Granda.
Kristján Björn tekur við verðlaununum sem Jakob Jóhansson afhenti í Hvalasafninu á Granda. Mynd/Krabbameinsfélagið
Kristján Björn Tryggvason sigraði Mottukeppni Mottumars með yfirburðum en hann safnaði alls um 1,6 milljónum króna.

Í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu segir að þetta sé í sjötta skipti sem Kristján Björn taki  þátt í áheitakeppni Mottumars en alls hafi hann safnað um fimm milljónum króna.

Jakob Jóhannsson, formaður stjórnar Krabbameinsfélagsins afhenti verðlaunin en alls hafa safnast um 6,4 milljónir króna  í keppninni. Áfram er tekið við framlögum á mottumars.is.

Einstaklingskeppni

Kristján Björn Tryggvason – safnaði kr. 1.582.843 kr. 

Arnar Hólm Ingvason – safnaði 268.500 kr.

Sturla Magnússon – safnaði 116.139 kr.

Liðakeppni:

Alcoa – söfnuðu 668.000 kr.

Actavis – söfnuðu 476.500 kr.

Síminn þjónustuver - söfnuðu 348.233 kr.

Fegursta mottan 2016

Sindri Þór Hilmarsson valdi sigurvegara í flokknum „Fegursta Mottan“ í ár en hann rekur fyrirtækin Vikingr sem sérhæfir sig í skeggvörum.

„Margar fallegar en þessi stóðu upp úr í mínum huga. Sérlega tignarleg, þétt og falleg motta“, sagði Sindri Þór um mottu vinningshafans Erlendar Svavarssonar.

Þorsteinn Guðmundsson leikari sagði nokkur orð um þátttöku sína í Mottumars og kynni sín af Kristjáni Birni.Mynd/Krabbameinsfélagið
Arnar Hólm Ingvason var í 2. sæti í einstaklingskeppninni auk þess sem hann var í liði Actavis sem var í 2. sæti í liðakeppni Mottumars.Mynd/Krabbameinsfélagið
Erlendur Svavarsson er með fegurstu mottuna 2016.Mynd/KrabbameinsfélagiðFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.