Lögreglustjóri Fountain Hills segir CNN að mótmælin hafi valdið miklum vandræðum í bænum og að verði þeim ekki hætt, verði mótmælendurnir handteknir.
Mótmæli við kosningafundi Donald Trump hafa orðið umfangsmikil undanfarnar vikur og hefur komið til átaka á milli mótmælenda og stuðningsmanna Trump. Í gær reyndu mótmælendur að brjóta sér leið inn á fund Trump í Salt Lake City.