Trump segir allar konurnar ljúga Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2016 10:30 Donald Trump í Ohio í gær. Vísir/AFP Donald Trump segir þær konur sem hafa sakað hann um áreiti og kynferðisbrot vera að ljúga. Hann segist geta sannað það og að hann sé fórnarlamb ófrægingarherferðar Hillary Clinton og fjölmiðla. Þá sagði hann framboð sitt berjast fyrir lífi Bandaríkjanna. Trump hefur verið sakaður um að káfa á og kyssa konur gegn vilja þeirra í mörgum atvikum sem ná aftur til ársins 1980. Tvær konur sem CNN ræddi við segja ástæðu þess að þær hafi stigið fram vera svar Trump við spurningu Anderson Cooper í síðustu kappræðum varðandi myndbandið frá 2005 sem Washington Post birti fyrir viku síðan.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum. Þar mátti heyra Trump stæra sig af því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær í skjóli frægðar sinnar. Cooper spurði Trump hvort hann áttaði sig á því að hann hefði verið að tala um kynferðisbrot, en Trump sagði Cooper misskilja það sem hann hefði sagt. Þetta hefði einungis verið svokallað „búningsklefa-spjall“ og svo fór hann að tala um Íslamska ríkið.Frá síðustu helgi hefur fylgi Trump lækkað samkvæmt könnunum. Fjölmargir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa dregið stuðning sinn til baka. Samkvæmt nýrri könnun Rauters segir fimmtungur skráðra repúblikana að ummæli Trump geri han óhæfan til að sitja í embætti forseta. New York Times birti í gær frásögn tveggja kvenna sem sökuðu Trump um að hafa kysst sig og káfað á sér og í kjölfarið birtu aðrir fjölmiðlar aðrar frásagnir kvenna sem sökuðu forsetaframbjóðandann um að brjóta á sér. Þá stigu einnig fram fyrrverandi þátttakendur í fegurðarsamkeppnum Trump sem sögðu hann reglulega hafa gengið inn á stúlkur, allt að fimmtán ára gamlar, þar sem þær voru að klæða sig.Sjá einnig: Konur saka Trump um kynferðisbrot Lögmaður Trump hefur hótað New York Times lögsókn og Trump segist aldrei hafa hitt þessar konur. „Þessar ásakanir gegn mér um óviðeigandi hegðun gagnvart konum eru fullkomnlega og algerlega rangar og Clinton hjónin vita það. Ég hef aldrei hitt þetta fólk,“ sagði Trump á kosningafundi í Ohio í gær. Þá virtist Trump gefa í skyn að konurnar væru ekki nægilega fallegar til að hann myndi veita þeim athygli.The phony story in the failing @nytimes is a TOTAL FABRICATION. Written by same people as last discredited story on women. WATCH!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 13, 2016 Why didn't the writer of the twelve year old article in People Magazine mention the "incident" in her story. Because it did not happen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 13, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segist á „vissan hátt“ vera verkamaður Donald Trump vill meina að hann sé ekki svo frábrugðinn hefðbundnu fólki. 11. október 2016 14:15 Framleiðandi The Apprentice fordæmir framboð Trump Mark Burnett, sjónvarpsþáttaframleiðandinn sem kom Donald Trump á kortið með þáttunum The Apprentice, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann fordæmir forsetaframboð Trump. 13. október 2016 22:00 Obama tjáir sig um myndbandið af Trump: „Þetta er ekki rétt“ Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig í fyrsta skipti um myndbandið umdeilda af Donald Trump. 11. október 2016 23:54 Trump fagnar því að vera laus við þungavigtarmennina Ríkisstjórinn Chris Christie vill ekki lengur koma Trump til varnar, ekki frekar en ýmsir aðrir þungavigtarmenn úr Repúblikanaflokknum sem hafa haldið sig til hlés eftir að upptöku sem sýndi Trump viðhafa óviðeigandi ummæli um konur. 12. október 2016 07:00 Segir ásakanir um afskipti af kosningum vera fáránlegar Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir "of margar píkur“ koma að kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. 12. október 2016 14:37 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Halli Reynis látinn Innlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Donald Trump segir þær konur sem hafa sakað hann um áreiti og kynferðisbrot vera að ljúga. Hann segist geta sannað það og að hann sé fórnarlamb ófrægingarherferðar Hillary Clinton og fjölmiðla. Þá sagði hann framboð sitt berjast fyrir lífi Bandaríkjanna. Trump hefur verið sakaður um að káfa á og kyssa konur gegn vilja þeirra í mörgum atvikum sem ná aftur til ársins 1980. Tvær konur sem CNN ræddi við segja ástæðu þess að þær hafi stigið fram vera svar Trump við spurningu Anderson Cooper í síðustu kappræðum varðandi myndbandið frá 2005 sem Washington Post birti fyrir viku síðan.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum. Þar mátti heyra Trump stæra sig af því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær í skjóli frægðar sinnar. Cooper spurði Trump hvort hann áttaði sig á því að hann hefði verið að tala um kynferðisbrot, en Trump sagði Cooper misskilja það sem hann hefði sagt. Þetta hefði einungis verið svokallað „búningsklefa-spjall“ og svo fór hann að tala um Íslamska ríkið.Frá síðustu helgi hefur fylgi Trump lækkað samkvæmt könnunum. Fjölmargir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa dregið stuðning sinn til baka. Samkvæmt nýrri könnun Rauters segir fimmtungur skráðra repúblikana að ummæli Trump geri han óhæfan til að sitja í embætti forseta. New York Times birti í gær frásögn tveggja kvenna sem sökuðu Trump um að hafa kysst sig og káfað á sér og í kjölfarið birtu aðrir fjölmiðlar aðrar frásagnir kvenna sem sökuðu forsetaframbjóðandann um að brjóta á sér. Þá stigu einnig fram fyrrverandi þátttakendur í fegurðarsamkeppnum Trump sem sögðu hann reglulega hafa gengið inn á stúlkur, allt að fimmtán ára gamlar, þar sem þær voru að klæða sig.Sjá einnig: Konur saka Trump um kynferðisbrot Lögmaður Trump hefur hótað New York Times lögsókn og Trump segist aldrei hafa hitt þessar konur. „Þessar ásakanir gegn mér um óviðeigandi hegðun gagnvart konum eru fullkomnlega og algerlega rangar og Clinton hjónin vita það. Ég hef aldrei hitt þetta fólk,“ sagði Trump á kosningafundi í Ohio í gær. Þá virtist Trump gefa í skyn að konurnar væru ekki nægilega fallegar til að hann myndi veita þeim athygli.The phony story in the failing @nytimes is a TOTAL FABRICATION. Written by same people as last discredited story on women. WATCH!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 13, 2016 Why didn't the writer of the twelve year old article in People Magazine mention the "incident" in her story. Because it did not happen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 13, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segist á „vissan hátt“ vera verkamaður Donald Trump vill meina að hann sé ekki svo frábrugðinn hefðbundnu fólki. 11. október 2016 14:15 Framleiðandi The Apprentice fordæmir framboð Trump Mark Burnett, sjónvarpsþáttaframleiðandinn sem kom Donald Trump á kortið með þáttunum The Apprentice, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann fordæmir forsetaframboð Trump. 13. október 2016 22:00 Obama tjáir sig um myndbandið af Trump: „Þetta er ekki rétt“ Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig í fyrsta skipti um myndbandið umdeilda af Donald Trump. 11. október 2016 23:54 Trump fagnar því að vera laus við þungavigtarmennina Ríkisstjórinn Chris Christie vill ekki lengur koma Trump til varnar, ekki frekar en ýmsir aðrir þungavigtarmenn úr Repúblikanaflokknum sem hafa haldið sig til hlés eftir að upptöku sem sýndi Trump viðhafa óviðeigandi ummæli um konur. 12. október 2016 07:00 Segir ásakanir um afskipti af kosningum vera fáránlegar Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir "of margar píkur“ koma að kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. 12. október 2016 14:37 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Halli Reynis látinn Innlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Segist á „vissan hátt“ vera verkamaður Donald Trump vill meina að hann sé ekki svo frábrugðinn hefðbundnu fólki. 11. október 2016 14:15
Framleiðandi The Apprentice fordæmir framboð Trump Mark Burnett, sjónvarpsþáttaframleiðandinn sem kom Donald Trump á kortið með þáttunum The Apprentice, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann fordæmir forsetaframboð Trump. 13. október 2016 22:00
Obama tjáir sig um myndbandið af Trump: „Þetta er ekki rétt“ Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig í fyrsta skipti um myndbandið umdeilda af Donald Trump. 11. október 2016 23:54
Trump fagnar því að vera laus við þungavigtarmennina Ríkisstjórinn Chris Christie vill ekki lengur koma Trump til varnar, ekki frekar en ýmsir aðrir þungavigtarmenn úr Repúblikanaflokknum sem hafa haldið sig til hlés eftir að upptöku sem sýndi Trump viðhafa óviðeigandi ummæli um konur. 12. október 2016 07:00
Segir ásakanir um afskipti af kosningum vera fáránlegar Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir "of margar píkur“ koma að kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. 12. október 2016 14:37